Nýir tímar

Ég tel að í kvöld hafi orðið sögulegri atburður heldur en fólk gerir sér grein fyrir ég tel að Alþingi Íslendinga ein elsta löggjafarstofnun í heimi hafi lagt grunnin af endalokum sjálfs síns.
Aldrei hef ég orðið vitni að eins berum dæmum um að fólk sviki sannfæringu sína ef einhverjum orsökum sem að ég vil ekki gera því það verður sjálft að svara þjóðinni því seinna hvað olli þeim kúvendingum sem margir hafa tekið.

Ólína Þorvarðardóttir átti að mínu mati orð kvöldsins en hún bar þau fram með öfugum skilningi það er "en orðstír deyr eigi" Ólína getur verið viss um að orðstír þeirra sem samþykktu frumvarpið í kvöld  deyr aldrei heldur kemur til með að lifa í minningu þjóðarinnar um aldir eins og orð móður Gunnars á Hlíðarenda sem hún mælti við Hallgerði er hún neitaði Gunnari um hár úr höfði sínu.

Í Icesave málinu hefur það berast fyrir þjóðinni hver máttlaust löggjafarvaldið er orðið fyrir framkvæmdavaldinu og það er augljóst að það þarf að skerpa skilin þar á milli. Á morgun mun síðan Ólafur R Grímsson ráða miklu um framtíð forsetaembættisins því þá rennur upp stund sannleikans og það opinberast fyrir þjóðinni hvort hann er forseti hennar eða ekki. 31 Desember 2009 verður dagur sem fær pláss í sögubókum framtíðarinnar. Kannski líður embætti forseta Íslands undir lok þann dag eða trúverðugleiki þess.

Já ég tel að í kvöld hafi Alþingi í raun stigið fyrstu skrefin til endaloka sjálfs síns og styrkt í sessi þá skoðun þjóðarinnar að þar hafi safnast saman jarðtengingarlaus hópur hagmunapotara sem er slétt sama um þjóðina það er alla vega mín skoðun. Sú skoðun styrktist mikið við mörg orðin um ábyrgð annarra borin fram af fólki úr flokkum sem vilja veita fyrrverandi eiganda Landsbankans sjálfs Icesave valdsins ívilnanir í rekstri hér  á landi og sjá ekkert athugavert við það að einn af helstu gæslumönnum þeirra reglna sem áttu að vernda okkur fyrir svona upp á komum sé á leið til áhrifa í fjármálakerfi okkar að nýju.
Já það eru að byrja nýir tímar en ég tel að margir þeirra 63 sem að í kvöld greiddu atkvæði á Alþingi fái ekki að vera þátttakendur í þeim þeir hafa fyrirgert því trausti sem að kjósendur þeirra báru til þeirra.

 

 


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband