Að hafa samvisku og þor til að breyta eftir henni.

Það er gott að vita að Þráinn telur ekki um stóran hlut að ræða að leggja skuldaklafa af Icesave á þjóðina enda lýtur byrðin öðruvísi út þegar horft er á hana heldur en þegar að hún hvílir á bakinu á manni. Kannski að Þráinn ánafni heiðurslaunum sínum til Mæðrastyrksnefndar ef hann hefur ekki afþakkað þau og nýtur þeirra en og láti sér nægja laun þau sem hann fær fyrir þingsetu. Hann yrði maður af meiru ef hann gerði það.

Það er síðan talað um að engin vilji verða til þess að vinstri stjórnin falli. Að engin vilji axla ábyrgð á því. Hugsum málið aðeins er það svo að þeir sem myndu greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni og yrðu til þess að frumvarpið félli eru hræddari við það að fella vinstri stjórnina en að steypa framtíð Íslendinga í voða. Er samtrygging og spilling innan stjórnkerfisins svo mikil og grimm að þingmenn óttast samflokksmenn sína meira en þjóðina og steypi því heldur þjóðinni í glötun heldur en að styggja flokksveldið. Skömm hafi þeir ef satt er.
Þetta leiðir síðan hugan til þess hvort ekki sé komin tími til að þjóðin sýni flokksvaldinu hvar aflið liggur og hverja ber að virða og óttast.

Á morgun verður gengið til atkvæða um eitt umdeildasta frumvarp í sögu landsins en þessu lýkur ekki þar með sagan kemur til með að fella dóm um hvað var rétt og hvað ekki og þegar hennar dómur fellur vildi ég í sporum þeirra sem að á morgun greiða atkvæði, heldur hafa gert það samkvæmt eigin samvisku og sannfæringu, heldur en skipuðum flokkslínum.
Því þegar tímar líða þá er auðveldara að lifa útskúfaður af meðbræðrum sínum ef maður er í sátt við samvisku sína.
Fari svo sem að ég óttast og verstu hrakspár rætast þá munu þau nöfn sem lögðu byrðarnar á þjóðina aldrei gleymast frekar en nöfn þeirra einstaklinga í sögu landsins sem verstir hafa þótt. Verði hins vegar allt í góðu þá er það hið besta mál en líkurnar eru álíka og í Rússneskri rúllettu eins og reiknað var út hér á blogginu og vill einhver ganga á móti samvisku sinni fyrir þá áhættu.

Því skora ég á þingmenn að greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni óháð flokkslínum og skapa með því smá virðingu á stofnunni aftur óháð því hvernig niðurstaðan verður. Verið vissir um að við þjóðin fylgjumst með ykkur.


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband