Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.12.2009 | 15:36
Velferðin og jöfnuðurinn ríða ekki við einteyming.
Ríkisstjórnin eykur enn jöfnuð í þjóðfélaginu nú í gegnum útgreiðslu séreignarsparnaðar. Stjórnin er á móti því að taka skatt af séreignasparnaði landsmanna það komi til með að steypa okkur í glötun þegar fram líða stundir vegna tapaðra tekna og slær því allar tillögur í þá átt út af borðinu.
Samt gerir hún fólki kleift að taka út sparnað sinn allt að 2,5 miljónum sem er líklega allur sparnaður mikils hluta þeirra sem sparað hafa samkvæmt þessu formi.
Af hverju er í lagi að gera þetta svona fer þá ekki allt í steik í framtíðinni vegna tapaðra tekna, ég skil þetta ekki alveg ég fæ ekki betur séð að í báðum tilfellum verði ekki tekjur til í fjarlægri framtíð sem greiddur verður skattur af.
Það læðist að mér sá grunur að þetta sé gert til að fólk geti fram fleytt sér aðeins lengur það eigi alla vega fyrir mat, en þess gætt að hafa útgreiðslur í því magni og formi að ekki sé hægt að greiða niður lán og skuldir því það gæti truflað afkomu þeirra sem eiga fé hér á landi.
Því er skömtuð rétt mátuleg upphæð á mánuði fyrir lágmarks framfærslu til þeirra sem að nýta sér þetta sem er nokkur hluti sparifjáreiganda mátuleg upphæð til að milda ógæfu aðgerðir stjórnvalda svo að þau geti sagt næstu mánuði að þær aðgerðir hafi ekki leitt til frekari samdráttar en orðið er.
En skatturinn af þessu er horfinn fyrir framtíðina og inneignin líka svo til viðbótar við tapaðar skattgreiðslur sem að áttu að setja allt á hausinn í framtíðinni þá er sparnaðurinn horfin svo að framfærsla kemur til með að þyngjast fyrir stjórnvöld og komandi kynslóðir mér finnst því allt tal um að ekki megi taka skattinn af séreignasparnaði landsmanna sem að stjórnvöld hafa haldið fram tárvotum augum bull og vonandi vegna þekkingar leysis en ekki illvilja.
Um langtíma áhrif má helst nota þekktan vísdóm Sem segir að það sé skammgóður vermir að pissa í skóna.
Annað er athyglisvert við útgreiðslu séreignasparnaðar og tvímælalaust í takt við jafnræðisreglur þær sem stjórnvöld hafa innleitt og einnig þá reglu að láta nú efnamenn bera byrðarnar það sé komin tími til að hlífa hinum örþreytta verkalýð landsins en þessar jöfnunar reglur hafa farið svolítið öfugt ofan í mig og mér sýnst að jafnræðið sé eins og áður að þeir jafnari verði alltaf enn þá jafnari.
Við útgreiðsluna greiðir verka Gunna skatta af útgreiðslunni sem er í sjálfu sér hið eðlilegasta mál hún nýtir sér persónu afslátt sinn til að lækka skatta af vinnu laununum. En hvað gerir fjármagns Gunna hún lifir af fjármagnstekjunum borgar af þeim 15 % skatt og nýtir síðan persónu afsláttinn upp í útgreiðslu séreignar sparnaðar.
Þannig að verka Gunna fær rúmlega 69 000 til eigin brúks af hverjum 100.000 útgreiðslu séreignarsparnaðar en fjármagns Gunna fær sinn 100.000,- óskert.
Fjármagns Gunna nær því séreignarsparnaðinum út án þess að borga krónu til ríkisins enda er hún sennilega á vonarvöl þá að ríkið hafi gert sitt besta henni til bjargar það dældi peningum inn í bankana til að bjarga innistæðum hennar allar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa síðan beinst að því að hækka verðtryggðar innistæður hennar til að lágmarka tap hennar.
Á sama tíma hækka gjöld og álögur á verka Gunnu þannig að 70% eignarhlutur hennar í eigin húsnæði er komin niður í 0% afborgarnir hafa hækkað um 60.000 kr á mánuði laun hennar lækkað um 50.000,- síðan afsalaði hún sér síðustu kauphækkun vegna þrýstings frá atvinnurekandanum sem er í raun ríkisbanki því fyrirtækið var tekið undir væng bankanna og stundar nú undirboð á almennum markaði í skjóli bankans.
Asi mótmælti þessum þrýstingi á launafólk fyrir siðasakir en brást kjarkur til að segja frá því um hvaða banka og hvaða fyrirtæki væri að ræða en þau eru nú sennilega fleiri en eitt.
Ég vil þakka ríkjandi búskussum fyrir að standa vörð um fjármagns Gunnu fyrir þeirra til verknað aukast eignir hennar um 13.400.000.000.,- núna um áramótin meðan að eignir verka Gunnu rýrna um sömu upphæð.
Mikil er blessun jafnaðarstefnunnar fyrir okkur sem að njótum hennar í verki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2009 kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2009 | 14:03
Að vera Íslendingur
Stendur ekki í einhverju kvæði. Engin grætur Íslending
Ég ætla ekki að gera lítið úr raunum mannsins en bendi honum þó á að það ernokkuð af húsnæði á lausu hér og á hörðum tímum er best að vera í skjóli fjallkonunnar. Þetta segir síðan meira um skítlegt eðli þeirra sem framkvæmdu verknaðinn heldur en eðli Íslendinga.
Ef þetta eru síðan rök til að skrifa undir Icesave þá vil ég frekar að Íslenska þjóðin kosti alsprautun á bílnum og þrif á húsi hans það er ódýrara þegar upp er staðið.
Bið bara forláts á mínu skítlega eðli en það gerir mér ókleift að samþykkja drápsklyfjar á afkomendur mína til að landar mínir geti verið óáreittir í útlöndum.
Bíð þá hins vegar velkomna heim til að taka þátt í endurreisninni hvenær sem hún hefst nu
![]() |
Veist að Íslendingi í Bretlandi vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2009 | 12:47
Hvaða Jón Sigurðsson ?
Er það Jón Sigurðsson Samfylkingarmaður sem sagði sig úr Fjármálaeftirlitinu að beiðni Björgvins
Einhvern vegin kæmi mér það ekki á óvart að svo sé en á ekki eftir að kíkja á ábyrgð hans á öllu klabbinu ef um sama einstakling er að ræða.
Enn spyr ég þó og er farin að hafa nokkrar áhyggjur af manneskjunni.
HVAR ER JÓHANNA.????????????
![]() |
Ný stjórn Íslandsbanka skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2009 | 23:13
Þvílíkur léttir
Það er nú gott að geta gefið það út þegar búið er að sprauta einhverju í 112.000 manns að það öruggt.
Vekur samt eina spurningu hjá mér. Voru þeir ekki vissir þegar þeir byrjuðu. Það væri svolítið seint í rassin gripið ef niðurstaðan hefði orðið önnur.
![]() |
Bóluefnin eru örugg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2009 | 15:48
Tröllið sem bjargaði jólunum
Ég óska háttvirtum fjármálaráðherra gleðilegra jóla og þakka honum fyrir að kreista fram gleðihlátur á andlit mitt nú um hátíðarnar. Hvað veldur mér slíkri skemmtun jú það er eftirfarandi tilvitnanir í jólakveðju meistarans til postula sinna.
"Á bænum er allt í upplausn, því fráfarandi búskussi taldi sig geta dvalið í kaupstaðnum á meðan býlið sæi um sig sjálf.
Ég persónulega held að betra hefði verið fyrir dýrin á bænum að hafa gamla búskussann áfram og í kaupstaðnum því að hjörð sú sem afleysingaþjónusta bænda sendi til að taka við, svo vér notum áfram myndlíkingar, hjörð sú virðist ekki hafa mikið vit á búskap hún gefur mjólkurkúnni moð svo hún er orðin geld og því engin mjólk til, hún gleymdi að hleypa til vegna þess að það voru allir að reyna að bjarga loftinu þannig að engin verða lömbin til að borða næsta vetur síðan er útsæðið étið til að sefja stundar hungur og búið að selja traktorinn en allar byrðarnar settar á gamla Grána svo að hann er að kikna undan þeim og flýr annað hvort búið eða drepst.
Svo má ekki slá grasið girða túnið bera skarn á tún eða reka fénaðin frá ESB úr túninu því að það er ekki umhverfisvænt.
Það er ljóst að frelsarinn og postularnir hafa lesið Animal Farm en án þess að skilja inntakið.
Síðan segir gleðigjafinn að innleitt hafi verið "tekjuskattskerfi sem dreifi byrðunum á allt annan og réttlátari hátt en skattkerfi frjálshyggjunnar gerði"
Jú það er mikill jöfnuður í því að hækka álögur og gjöld á nauðsynjavörur þannig að engir hafi efni á að kaupa þær nema efnamenn. Hann minnist nefnilega ekkert á sykurskattinn eða hæsta virðisaukaskatt í heimi álögur á ferðir og farartæki og komandi álögur á hita og rafmagn. En lætur nægja að hrósa sér af skattkerfisbreytingum sem taka upp allt það versta í öðrum kerfum en sleppa því besta.
Áfram heldur frelsari vor og talar um metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum, ég tel það rétt hjá honum það er engin smámetnaður að ætla að berjast við móður jörð.
Halldór og Davíð börðust jú bara við Saddam en Grímsi og Hanna hafa stærri plön og hafa tekið þátt í bandalagi hinna viljugu sem vilja berjast á móti náttúrunni og það virðist að þau haldi í raun að þau geti haft sigur í þeirri baráttu.
Það er svo sem ekkert óeðlilegt við þessa stefnu því að þvermóðska Íslendinga við að aðlagast náttúrunni hefur að mínu mati verið þeirra helsta ógæfa frá því að land byggðist og ekki furða að afkomendur víkinganna grípi nú tækifærið að komast í bandalag gegn henni.
Síðan en ekki síst hafa frelsarinn og postularnir lagt bann við kaup á vændi, skrítið að salan hafi ekki verið bönnuð líka kannski að lausn á tannvandamálum þjóðarinnar sé að banna kaup á sælgæti áhugaverð hugmynd kannski, ég skil nú samt seint hvernig hægt er að flokka bann við kaupum á vændi með efnahagsaðgerðum til bjargar þjóðinni.
Ég sé svo sem ekki að Íslenskir þegnar hafi mikið aukreitis eftir efnahagsaðgerðirnar til að eyða í kaup á tíma í rekkjuvoðaglímu. Ég held í raun að flestir þakki fyrir að þurft ekki að selja eigin rekkjuvoðir fyrir mat fyrir hátíðarnar eða þá að hafa þak yfir þær sömu rekkjuvoðir á nýju ári.
Varnarmálastofnun verður lögð niður á næsta ári, sem er fínt þá getum við stofnað her og munstrað hinn stöðugt stækkandi hóp atvinnulausra sem ekki minnkar við það að hafa fryst allar framkvæmdir.
Það á að bæta allt lagaumhverfi fjármálamarkaðarins, enda ekki vanþörf á það gengur ekki að einhverjir ótýndir glæpamenn séu að leka upplýsingum á Wikkileak það verður að stöðva svoleiðis ósóma enda gengur ekki að verið sé að trufla fólk sem að vinnur að endurreisn landsins.
Betra er að leggjast á ómaga og ónytjunga eins og sjómenn og brjóta á þeim áratuga kjarasamninga til að pöpullinn geti rekið upp fagnaðaróp, óp sem meira er í ætt við páska og Pontíus Pilatus heldur en fæðingarhátíð frelsarans.
Rúsínan í pylsuendanum eru ummæli okkar ástkæra fjármálaráðherra að rannsókn á aðdraganda hrunsins hafi verið stórefld, ég rengi það ekki enda sýnist mér hafa verið nokkur samstaða um það að frysta þær upplýsingar sem að þörf þykir á í allt að 80 ár enda algjör nauðsyn núna þegar allir þurfa að leggjast á árarnar, sumir þó meira en aðrir samkvæmt vinstri stefnunni, já algjör nauðsyn að fólkið í landinu sé ekki að eyða tímanum í lestur einhverja fánýtra skýrslna sem geta truflað róðurinn það er jú velþekkt hvað sagnaritun og húslestrar fyrri alda leiddu yfir Íslenska þjóð.
Með jólakveðju til búskussa dagsins í dag.
Og mig þyrstir enn að vita
HVAR ER JÓHANNA.????????????????????????????
![]() |
Tók við af búskussa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2009 | 13:01
Gleðileg Jól
24.12.2009 | 07:56
Steingrímur hinn bjartsýni
Sennilega hafa jólaljósin sett glýju í augu fjármálaráðherra vors því að spá IFS er sennilega sú bjartsýnasta Sýndist svona í morgunsárið að aðrir teldu 25% líkur að við færum á hausinn.
En ég spyr eins og spugstofan spurði fyrir ári að vísu um aðra pesónu
Hvar er Jóhanna ????
![]() |
Forsendur IFS-álits svartsýnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2009 | 23:25
Mannskepnan er skrýtin.
![]() |
Flugsamgöngur úr skorðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2009 | 16:08
Kaldur vetur
![]() |
Fimm látnir í óveðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2009 | 12:12
Lýðskrum
Auðvitað á Kjararáð að gegna skildu sinni og laun þessara hópa að fylgja launum viðmiðunarhópa annað er ekkert réttlæti en það á að afnema allar aukasporslur.
Mín skoðun er sú að hér sé á ferðinni lýðskrum sem að á að ganga vel í okkur síðan er raðað í nefndir útdeilt bitlingum og launaþróunin er bak við tjöldin sem er hættulegt lýðræðinu því að þá fá óþekkir þingmenn ekki þau embætti sem að skaffa aur í búið.
Ríkisstarfmenn eiga að fá laun sín samkv taxta sem á að fylgja öðrum en ekki samkvæmt tvöföldu launakerfi þar sem óunnin yfirvinna og dagpeningar spila stóran þátt í afkomunni.
![]() |
Banna launahækkun þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |