Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
15.11.2011 | 16:50
Var þetta embætti ekki kallað landstjóri
"En áður en til þess kunni að koma að ríki þurfi að yfirgefa evrusvæðið gerir ályktun kristilegra demókrata í Þýskalandi ráð fyrir að settur verði embættismaður frá ESB yfir þau ríki sem glíma við skuldavanda sem hafi yfirumsjón með útgjöldum viðkomandi ríkis og endurskipulagningu. Slíkur aðili myndi hafa vald til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir ef ríkin reyndust ekki fær um að uppfylla skyldur sínar."
Kannski að úrslit seinni heimstyrjaldarinnar séu í raun ekki komin í ljós enn þá og í raun hafi bara tapast orusta Því væri þetta í gildi núna þá væri komin landstjóri yfir Grikkland Ítalíu Írland og bráðum Spán.
Ég hef nefnilega haldið að í lýðræði kysi fólk yfir sig stjórn góða eða slæma í einræði er settur stjórnandi yfir þjóðir eða þeir setja sig yfir þjóðir sjálfir og þeim er yfirleitt ekki hægt að bylta.
Ríkjum verði gert kleift að yfirgefa evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2011 | 15:37
Gott að vita að nafni sé glaður.
Reykjavík komin í gegnum óveðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2011 | 17:44
Skattlagning á rigninguna undirbúin.
Það hvarflar að mér að þetta sé fyrstaskrefið í undirbúning þess að hækka gjöld á vatnið sem við drekkum þá verður fljótlega bannað að leggjast á lækjabakka og svala þorsta sínum síðan verður bannað að safna rigningarvatni því að ríkið á þá auðlind. Áður en þið hlæjið að því athugið að það er nú þegar bannað sumstaðar í heiminum.
Þetta tel ég´undirbúning að því að skattleggja rigninguna.
Hvað kostar svo þessi skýrsla og hvaða verðmætum skilaðí hún til þjóðarinnar og hvað þurfti samanlagt mikla menntun og hvað kostaði hún, til að uppgötva að rafmagn sé að mestu framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum hér á landi að flestir landsmanna fá neysluvatn úr grunnvatni og meira en helmingur þjóðarinnar búi við fráveitukerfi þar sem skólp er meðhöndlað. Hélt að velflestir vissu þetta án mikilla rannsóknarvinnu.
Bara forvitinn
Íslenska vatnið verðmætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2011 | 15:19
Ágæti könnun
Þetta er í raun hin ágætasta könnun og sýnir það að kíloverð milli þessara landa er ekkert svo frábrugðið sem er hið besta mál.
Ég man eftir frétt um mál pípulagningamanna Íslenskra þar sem að fyrirtækið sem þeir unnu hjá gerði mistök eftir því sem að fyrirtækið sagði sjálft. Samkvæmt þeim fréttum sem að síðan hafa birst áleiðréttingu þessara mála þá má í fljótu bragði ætla að laun þessarar stéttar í Noregi séu því allt að tvöfalt hærri.
Þessi könnun segir mér því að með stuðningi mínum þá geta Íslenskir bændur boðið vöru sína á svipuðu verði í peningum talið og bændur annarstaðar á Norðurlöndum.
En hvernig væri staðan ef reiknað væri í vinnustundum gróflega ætlað þyrfti þá Íslendingurinn að greiða helmingi fleiri vinnustundir fyrir þessa vöru.
Hvers vegna er síðan ekki borin saman verð á unnum kjötvörum en verð á þeim hér á landi er allt að því glæpsamlegt að mínu mati gæti það verið ástæðan að menn vita að verð á áleggi hér er skammarlegt nema búið sé að setja eins mikið vatn í það og hangir í bréfinu.
Könnun þessi gerir mig því enn meira efins um stuðning við landbúnað hér á landi og hvort ekki sé betra að nota þann stuðning til að flytja inn þessar vörur og lækka þær því ef við vildum fá lægra vörverð á innlendum vörum yrðum við að auka meðgjöfina.
En eins og ég sagði góð könnun.
Íslenskar matvörur samkeppnishæfar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2011 | 12:10
Nú er ég sko hlessa
Ég er svolítið hlessa af hverju jú eftir að hafa lesið þetta
Hér segir um Landsbankann
"gæti auðveldlega greitt ríkinu 50 milljarða króna arð. Staða hans yrði samt sem áður mjög sterk. Þetta kom fram í erindi Vilhjálms Egilssonar"
Síðan
"Því ætti ríkið að huga að því að selja hlut sinn í Landsbankanum. Í þeim efnum væri mjög æskilegt ef fleiri en einn íslenskur banki væri í eigu erlendra aðila."
Af hverju er ég hlessa jú ég er hlessa á að banki sem að segist hafa nýtt allt sitt rými til að leiðrétta það sem að ég vil kalla þjófnað en aðrir kalla réttláta tryggingu og arðsemi.
Að banki sem að segist hafa nýtt alt sitt svigrúm til þess hafi svigrúm til að greiða 50 000 000 arð. VIð skulum muna að öll leiðrétting ekki niðurflelling til heimila telst samkvæmt fréttum vera ca 31-33 000 000 sé ekki talin með leiðréttinginn á því sem dæmt var ólöglegt því þó að það sé alltaf talið með er ekki hægt að að tala um leiðréttingu þegar um lögbrot er að ræða. Væri þessi upphæð notuð til að leiðrétta fyfir fjölskyldur í landinu væri það 100% aukning á rétlætinu ef hægt er að mæla það til fjár.
Síðan um eignarhald.
Eru ekki tveir bankar í eigu erlendra kröfuhafa ég hélt það eða ég veit að ég á að halda og það þó að hvarfli að mér að í raun séu þeir i bakeign innlendra aðila sem settu hér allt á hausinn tæmdu sjóði landsmanna og settu þá á vonarvö.
Aðila sem ætla ekkert að borga bæta fyrir að eða bera ábyrgð á neinu heldur kaupa rústirnar sem að þeir bjuggu til á hálfvirði fyrir verðmætin sem að þeir komu undan og tóku kannski ekki ólöglega en alla vega á siðferðislega mjög gráu svæði.
Það hefur jú hfvarflað að mér að bankarnir væri í eigu þessara aðila og kannski veit Vilhjálmur meira en ég þegar hann segir að nauðsyn sé að bankarnir komist í eigu erlendra aðila. kannski hann meini erlendra aðila í raun.
Þessu hélt nú lika Gissur jarl fram fyrir mörgum árum síðan að öllu væri best komið í eigu erlendra.
Það er mín skoðun að það ríði margir Gissurar sem halda íg jarla um héruð þessa dagana og þó að ég sé nú að verða hálf sjóndapur með aldrinum sýnist mér sem að flestir þeirra séu berrasaðir eða í nýju fötum keisarans.
Landsbankinn greiði 50 milljarða króna í arð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2011 | 08:20
Vil benda á.
Ég vil benda á að það væri frábært ef að með svona fréttum fylgdi hvort að heimsmakraðsverð á díselolíu hefur hækkað og veldur þessu eða hvort að hér er einungis um að ræða fákeppni og markaðsmisnotkun sem að er allt of algeng að mínu mati hér á landi.
Það myndi hjálpa manni að mynda sér skoðun á málinu og spara manni þá vinnu að leita sér þeirra uplplýsingar svo að maður myndi sér ekki ranga skoðun á málinu. Auk þess væri það frábær fréttamennska.
Olían allt að 11 krónum dýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2011 | 17:42
Gróði og grill
Þetta lýtur bara ljómandi vel út allt í gróða minnir mann bara á það þega menn græddu á daginn og grilluðu á kvöldin sjóðurinn græddi vel á sölunni.
Ég hef ekki mikla þekkingu á svona málum enda bara breiður en ekki fjáfestir en að mér var hvíslað að þessir breiðu fjárfestar væru í raun lífyeyrissjóðirnir. Þannig að Framtaksjóður selur hlutafé til lífeyrissjóðanna sem eru Framtakssjóðurinn ef þetta er rétt.
Eftir því sem að ég best veit eiga lífyeissjóðirnir Framtakssjóðin eða hann þá er þá ekki hér á ferðinni gamla leikfléttan út útrásinni að selja sjálfum sér í hring til að hækka verðið ég get ekki skilið það öðruvísi.
Til bóta væri þó að sjóðurinn okkar það er Framtakssjóður gerði svona hluti fyrir opnum tjöldum og birti nöfn hinna breiðu fagfjáfesta það myndi slá á sögur um að hér væri um einhverskonar skrípaleik að ræða og sé um einhverskonar skrípaleik að ræða er komin tími til að grípa í taumana og það af fullri festu og leggja lífeyrissjóðakerfið niður í núvernadi mynd enda handónýtt eins og kom fram í dag í fréttum um að ríkið þyrfti að stórauka fé í A hluta lífyeissjóðs ríkisins og hvaðan kemur það fé jú frá okkur skattgreiðendunum .
Selja 10% í Icelandair Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2011 | 16:31
HInar endalausu fimm ára áætlanir.
Til að flytja eitthvað út þarf maður að framleiða eitthvað því ekki flytur maður ekkert eitthvað, síðan framleiðir maður ekki neitt úr engu og ekkert skapar engin verðmæti.
Niðurstaða er því að ekkert skapar engum engan auð.
Því tel ég að það sem þurfi að gera sé að auka veðrmætasköpunina svo að það sé eitthvað til að flytja ekki væri síðan verra að verðmætasköpunin snérist um að framleiða einhver áþreifanleg verðmæti sem síðan mætti kannski flytja út.
VIð höfum að vísu skapað nýja útlfutningsgrein sem skapar óhemju verðmæti og á ég ekki við hinar skapandi greinar. Nei ég á við fólk með verk og tæknimenntun sem að núverandi stjórnvöld hafa hrakið til annarra landa og er einn af stærri útflutningsgreinum okkar nú um stundir. Verst er að þessi flutningur skilar engu verðmæti til okkar en skapar mikil innflutningsverðmæti í mörgum tilfellum í þeim löndum sem flutt er til.
Eitt sem að mér finnst vera orðin plagsiður í þessu þjóðfélagi það er að það eru byggð módel stofnaðar nefndir skrifaðar skýrslur og kjaftað en það er ekkert gert slíkt boðar ekkert gott og leiðir til hnignunar og endaloka.
Útflutningsgrunnurinn styrkist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2011 | 15:14
Næst öflugasti iðnaður þjóðarinnar.
Ég sé enga ástæðu til að almúgi þessa lands borgi krónu í húsið. Hús sem að verður peninga hít næstu áratuga.
Það hefur verði vinsælt kjörorð að sá greiði sem nýti og einnig að þeir sem noti auðlyndir eða mengi greiði fyrir það eins er um annað og því finnst mér eðlilegt þar sem að Harpa fellur undir skapandi greinar að þær greinar sjái um að greiða af húsinu.
Ég vorkenni ekki iðnaði sem skilar meiri hagnaði í þjóðarbúið en allur annar iðnaður á landinu að sjávarútvegi undanskildum. Eða svo segja fréttir sagðar af iðnaðinum sjálfum,.
Ég vorkenni ekki grein í þvílíkum vexti og með þann hagnað að reka húsið sem byggt var fyrir hinar skapandi listir að vísu hefur komið fram að abba er ekki list eða hvort það er að fólk sem hlustar á Abba má ekki trufla fólk sem hlustar á Björk en fólk sem hlustar á Björk má trufla fólk sem hlustar á Abba. Þannig að nú þegar er búið að skipta niður hvaða dýr í skóginum eru velkomin í húsið eins og gert var fljótlega á ´Dýrabæ.
Öll dýrin jöfn hvað lol
Enn eins og fyrri daginn þá er þetta nú bara skoðun gamals sveitavargs sem eitt hefur starfsævinni við áþreifanlega verðmætasköpun og hefur varla vit á svona hámenningarlegum hlutum eins og eiga sér stað í ljóta húsinu við höfnina.
Harpa vill 730 milljóna lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2011 | 11:57
Sjálfstæðismenn og Samfylking sameinast.
Það er svolítið gaman að hlusta á fréttir og lesa blöð þessa dagana. Það má orðið greina samhljóm milli ólíkra afla sem eru kannski ekki svo ólík þegar á allt er litið. Hvað veldur því að þessi öfl hafa nú farið að syngja í sömu tóntegund jú þeim stafar ógn af utanaðkomandi hættu og hver er hættan hættan sem steðjar að þessum öflum er í formi kvenskörungs að nafni Hanna Birna sem að ógnar valdakerfinu.
Af henni hlýtur að stafa all nokkur ógn því að þegar maður heyrir ýmsa sjálfstæðimenn og samfylkingar menn sameinast um að hnýta í hana þá getur maður ekki annað en brosað yfir því hvað í raun er stutt á milli þessara flokka og hvað það er mikilvægt að halda í völdin. Alla vega finnst mér vera mikill samhljómur í því sem að Tryggvi H sagði á Sprengisandi, því sem að Þorvaldur G skrifar um aðstoðar menn Hönnu B og öðru sem nú er týnt til til að vinna gegn framboði hennar.
Það getur vel verið að Sjálfstæðismenn og Samfylking geti ekki verið saman i stjórn en mer virðist sem að einhverjir þeirra geti alla vega unnið að sameiginlegum markmiðum þessa dagana það er alla vega það sem að ég les út úr fréttum