Ágæti könnun

Þetta er í raun hin ágætasta könnun og sýnir það að kíloverð milli þessara landa er ekkert svo frábrugðið sem er hið besta mál.

Ég man eftir frétt um mál pípulagningamanna Íslenskra þar sem að fyrirtækið sem þeir unnu hjá gerði mistök eftir því sem að fyrirtækið sagði sjálft. Samkvæmt þeim fréttum sem að síðan hafa birst áleiðréttingu þessara mála þá má í fljótu bragði ætla að laun þessarar stéttar í Noregi séu því allt að tvöfalt hærri.

Þessi könnun segir mér því að með stuðningi mínum þá geta Íslenskir bændur boðið vöru sína á svipuðu verði í peningum talið og bændur annarstaðar á Norðurlöndum.

En hvernig væri staðan ef reiknað væri í vinnustundum gróflega ætlað þyrfti þá Íslendingurinn að greiða helmingi fleiri vinnustundir fyrir þessa vöru.

Hvers vegna er síðan ekki borin saman verð á unnum kjötvörum en verð á þeim hér á landi er allt að því glæpsamlegt að mínu mati gæti það verið ástæðan að menn vita að verð á áleggi hér er skammarlegt nema búið sé að setja eins mikið vatn í það og hangir í bréfinu.

Könnun þessi gerir mig því enn meira efins um stuðning við landbúnað hér á landi og hvort ekki sé betra að nota þann stuðning til að flytja inn þessar vörur og lækka þær því ef við vildum fá lægra vörverð á innlendum vörum yrðum við að auka meðgjöfina.

En eins og ég sagði góð könnun.


mbl.is Íslenskar matvörur samkeppnishæfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband