Sjálfstæðismenn og Samfylking sameinast.

Það er svolítið gaman að hlusta á fréttir og lesa blöð þessa dagana. Það má orðið greina samhljóm milli ólíkra afla sem eru kannski ekki svo ólík þegar á allt er litið. Hvað veldur því að þessi öfl hafa nú farið að syngja í sömu tóntegund jú þeim stafar ógn af utanaðkomandi hættu og hver er hættan hættan sem steðjar að þessum öflum er í formi kvenskörungs að nafni Hanna Birna sem að ógnar valdakerfinu. 

Af henni hlýtur að stafa all nokkur ógn því að þegar maður heyrir ýmsa sjálfstæðimenn og samfylkingar menn sameinast um að hnýta í hana þá getur maður ekki annað en brosað yfir því hvað í raun er stutt á milli þessara flokka og hvað það er mikilvægt að halda í völdin. Alla vega finnst mér vera mikill samhljómur í því sem að Tryggvi H sagði á Sprengisandi, því sem að Þorvaldur G skrifar um aðstoðar menn Hönnu B og öðru sem nú er týnt til til að vinna gegn framboði hennar.

Það getur vel verið að Sjálfstæðismenn og Samfylking geti ekki verið saman i stjórn en mer virðist sem að einhverjir þeirra geti alla vega unnið að sameiginlegum markmiðum þessa dagana það er alla vega það sem að ég les út úr fréttum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband