Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Ég mótmæli

Ég ætla að leyfa mér að setja fréttina hér inn í heilu enda ekki löng.

"Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði á blaðamannafundi í Washington í dag, að efnahagsáætlun Íslands hjá sjóðnum gengi samkvæmt áætlun og tekist hefði að koma í veg fyrir algert efnahagshrun.

Þá sagðist Strauss-Kahn hafa samúð með íslensku þjóðinni vegna þess að hún sæti uppi með kostnaðinn vegna mistaka sem gerð voru innan allt of stórs bankakerfis."

Ég mótmæli því að háttvirtur Kahn gefi í skyn að það sé vegna einhverjar efnahagsáætlunar frá ASG að við súm að komast á lappirnar þeir hafa ekkert gert annað en að kúga okkur og draga lappirnar meðfram því að sinna starfi sínu sem vinnumenn Breta og Hollendinga.

Ég afþakka síðan alla þá samúð sem að þessi leiguliði stórveldanna þykist sína okkur og vil benda honum á að ég hef enn ekki skrifað undir þann kostnað og er í hópi þeirra sem að tel ekki rétt að gera það fyrr en á það sé reynt með lögum hvort vér eigum að gera það og að ekki eigi að gera það fyrr en búið er að berhátta óknyttastrákana og stelpurnar sem að rifu upp tjaldhælana svo að sirkusinn féll .

 


mbl.is Komið í veg fyrir efnahagshrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnað.

Er ekki eldstöðin staðsett á Fimmvörðuháls, hún hlýtur þá bara að vera eldstöðin á Fimmvörðuhálsi enda vaxin út úr honum.

Ég man ekki eftir að unglingabólur mínar hefðu hlotið nein sérstök örnefni einar og sér þær voru staðsettar á skrokknum á mér og voru nefndar eftir því, það var bólan á nefinu eða bólan á enninu Þær hétu ekki sérstökum skírnarnöfnum Sama tel ég að gildi um bóluna á Fimmvörðuhálsi.

Um það að selja nafngiftina á Ebay ef ég ekki annað að segja en að þá hafi Íslendingar náð nýjum lægðum í sjálfsviriðngu að mínu mati.

 


mbl.is Nafn nýrrar eldstöðvar verði boðið upp á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðhalda kyrkingartakinu á fólkið í landinu.

Það er greinilegt að hér hefur ekkert breyst hollustan er enn við fjármagnið og þá sem því ráða. Stjórnvöld sem og ASG hafa ekki hugsað sér að gera neitt til hjálpar hinum almenna borgara þessa lands og það hefur aldrei staðið til að gera neitt velferðar postularnir voru bara að ljúga fyrir kosningarnar.

En eins og segir það þarf að endurskipuleggja skuldir atvinnulífsins sem að hingað til hefur þýtt að það á að fella niður risa upphæðir af fyrirtækjunum sem oft eru tilkomnar eftir skuldsettar yfirtökur framkvæmdar ef einkahlutafélögum sem að engir bera að lokum ábyrgð á en peningarnir löngu gufaðir upp.

Það getur vel verið að kreppan verði grynnri en vitringarnir frá útlöndum halda en ég mér sýnist að þeir geri sér enga grein fyrir þeirri reiði sem að sýður undirniðri með borgurum þessa lands hinum almennu borgurum sem hingað til hafa þagað og hlustað og ekki mátt orði upp koma af undrun yfir ósköpunum. Ég held að það styttist í að þetta fólk fái málið og láti til sín taka og ekki kæmi mér á óvart að þau gos sem nú eru í gangi muni blikna í samanburði við það þegar alþýðan fær nóg að lokum.


mbl.is Kreppan grynnri en óttast var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæf ríkisstjórn

Ég persónulega er búin að fá alveg nóg af því hvernig að háttvirtur fjármálaráðherra telur sig geta afsakað sínar gjörðir með því að benda á mistök annarra. Svoleiðis þótti nú ekki stórmannlegt í mínu uppeldi maður er ekkert betri sjálfur þó að aðrir séu eitthvað verri.
 
Það gerir verk núverandi stjórnar ekkert  betri þó einhverjir aðrir séu taldir hafa gert eitthvað af sér. Þetta sýnir bara að Steingrímur eins og allflestir íslenskir stjórnmálamenn er eins og hrekkjalómurinn sem að tekur þátt í hrekknum en hrópar síðan þau gerðu það, hann gerði það, hún gerði það,  ég????? nei nei nei ég gerði ekki neitt.

Það að lesa hvernig reynt er endalaust að troða þessu Icesave máli ofan í þjóðina sýnir manni að Steingrímur er því miður ekkert betri en hinir og þær misvísanir og rangfærslur sem komið hafa í ljós í ferlinu mætti halda að væru úr bókinni um Gosa en ekki raunveruleiki úr Íslenskum nútíma.

Nei Steingrímur og Jóhanna og mikið fleiri ættu nú að fara að dæmi Þorgerðar og Illuga og stíga til hliðar en gætu sýnt enn betra fordæmi og afsalað sér biðlaunum öðrum til fyrirmyndar og lagt þannig línurnar fyrir þá sem fara sömu leið. Það ætti ekki að vera þeim neitt verra að vera upp á miskunn kerfisins sem þau sköpuð komin heldur enn annarra sem að mist hafa vinnu sína.


mbl.is Engin fyrirheit gefin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

We aint seen nothing yet.

Þetta er svolítið athyglisvert en full ástæða til að hafa áhyggjur af því. Talið er að gosið í Lakagígum hafi komið af stað Frönsku byltingunni það skildi þó ekki vera að hin nútíma heimur sé orðin svo viðkvæmur að gos á Íslandi eigi eftir að valda stjórnskipulögðum vanræðum í Evræopu enn og aftur. Af hverju hef ég formálan svona jú vegna þess að þetta er bara forleikur af verkinu sjálfu í gegnum söguna hefur Eyjafjalla jökull verið eins og hvítvoðungur við hliðina á Kötlu nú síðan er Hekla eftir og Askja er vel líklegur kandítad. Þá má reikna með mun meiri töfum á öllu flugi það skildi þó ekki vera að næsta bylting yrði gerð af pirruðum ferðalöngum sem að ekki komast heim. Hver veit .


mbl.is „Er einhver á leið frá París?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt vikunnar.

Frétt vikunnar var að mínu mati fréttin af þeim sem að plataði tugi ef ekki hundruð miljóna út úr fólki. Ég bið forláts að hafa hlegið en ég gat bara ekki annað það setti að mér óstjórnlegan hlátur þegar ég heyrði hana.

Í fyrsta lagi vegna þess að hvernig getur fólk verið svo auðtrúa nýkomið úr bankahruni sögunnar þar sem að það er orðið opinbert sem að vísu flestir vita að sé eitthvað of gott til að vera satt þá er það lygi. Það er nýbúið að  bjarga peningum fjármagnseiganda úr öllum flokkum og verið að rukka okkur fyrir kostnaðinum það er lágmark að þeir glati honum ekki strax aftur í nýju Ponsy dæmi..

Í öðru lagi vegna þess að búið er að setja manninn inn og ég tel að ástæðan hafi komið fram í fréttinni eins og ég heyrði hana lesna en í henni var setning sem hljómaði einhvern vegin á þennan veg.
"Fórnalömb mannsins voru fjármagnseigendur". 

Hafandi heyrt það þá skil ég vel að hann sé komin undir lás og slá það er lágmark að þeir sem ætli sér að ræna fé af fólki viti af hverjum má ekki taka þétta sýnir líka réttlætið í hnotskurn og ekki fer Sjálfstæðisflokkurinn með stjórn dómsmála í dag.

Ríkisstjórnin er líka með á tæru af hverjum má ekki taka og hverjir mega taka það sem að þeir vilja. Hún heldur verndarhendi og huliðshjálmi yfir þeim sem að ég tel gerendur í bankahruninu en hleypur út um haga og engi á eftir dyravörðum og gæslumönnum sem voru steinsofandi á verðinum. Um helgina hafa þau hin sömu stjórnvöld síðan þvegið sér að hætti Pontíusar Pílatusar og koma fersk saklaus og vel þvegin inn í nýja vinnu viku og geta farið að undirbúa sumarfríið sem hefst jú hjá þeim í næsta mánuði og stendur fram yfir sláturtíð.

 

 


mbl.is Voru frekir á fóðrum í eigin banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIð förum alltaf ranga leið.

Nú eigum við að feta í fótspor Finna og auka verk og iðnnám en leggja minni áherslu á hin bóklegu fræði það er ekkert að þeim en hin verklegu fræði eru líklegri að mínu mati til að gefa gjaldeyri í tóman kassan.
mbl.is Íslandsáfangi tekinn upp í MA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmið ei svo þér munuð ei dæmdur verða

Nú er skýrslan ógurlega sem grætt hefur mann og annan komin fyrir augu mín.

Greiningardeild mín sér svo sem ekki mikið nýtt i henni annað en að menn létu taka sig í bólinu gjörsamlega óundirbúnir og ósofnir en það vissu allir. Þó er nýtt að stjórnvöld voru meira sofandi en manni datt í hug og fjármálakerfið siðlausara en maður hafði getu til að ímynda sér eftir því sem skilja af skýrslunni. 

Nú fer allt í umræðu um auka atriði aðalatriðin hverfa í tómið að mínu mati.
Mín greining er sú að stjórnsýslan var sofandi eins og heimilisfaðir sem sefur með bjórdós í hendi yfir fótboltanum skilur lyklana eftir í bílnum og húsið ólæst. Það vefst síðan varla fyrir nokkrum manni hverjir komu og stálu bílnum og öllu innbúinu.
En það er ekki aðalmálið hjá okkur Íslendingum hverjir frömdu glæpinn heldur það hverjir hötuðu hvern og hver læsti ekki húsinu það skiptir engu hver hreinsaði út. Það hefur ekki svo ég viti til verið í lagi hingað til að hreinsa út bara af því að það var ekki alveg bannað.

Varðandi hlutleysi frétta miðla getur þá einhver sagt mér hér hve oft var minnst á nafnið Jón í frétta tíma Stöðvar 2 í gær ég reyndi að hlusta eftir því en heyrði það aldrei, nafnið Davíð Oddson kom nokkrum sinnum fyrir ásamt öðrum nöfnum en aldrei heyrði ég nafnið Jón. Það er jú ákveðið hlutleysi að þegja.

Það sem ég les úr skýrslunni fyrir mitt leiti er að ég þarf að segja upp fjölda þingmanna sem eru í vinnu hjá mér ég þarf að segja upp  fjölda í stjórnsýslunni einnig i vinnu hjá mér sem skattgreiðanda. Ég vil ekki kæra þá því ég veit ekki til þess að getuleysi og ákvarðanna fælni sé glæpsamleg.

En eitt skil ég ekki en finnst þó grundvallaratriðið í þessu það er af hverju er ekki búið að sækja Kasper Jesper Jónatan og alla hina sem að hreinsuðu út úr heimili sofandi fjölskyldunnar og setja þá í gæsluvarðhald. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð er sennilega sagt. Hér á landi hafa saklausir menn setið í gæsluvarðhaldi án þess að stjórnvöld kippi sér sérstaklega upp við það og ég held að það sé orðið nokkuð ljóst að það eru nokkrir sem að þurfa allavega fim stjörnu lögfræðinga til að teljast saklausir að lokum. 

Spurningin í mínum huga er frekar hvort að þeir ákveðnu menn sem hér um ræðir eru eitthvað jafnari en aðrir hjá stjórnvöldum. Líka þeim stjórnvöldum sem að nú ríkja.
Þessa aðila vil ég setja í járn.

 Þangað til að ég sé eitthvað annað gert en að færa þessum aðilum aftur fyrirtækin á silfurfati já þau fyrirtæki sem þeir settu á hausinn með stæl. Þangað til að ég sé aðgerðir í þá veru er holur hljómur i öllum orðum um einhvern landsdóm að mínu mati. Hljómur sem að mér finnst óma af einhverju öðru en umhyggju fyrir þjóðinni því sú umhyggja er ekki til það þarf ekki annað en að skoða hvað hefur verið gert eftir hrun nákvæmlega ekkert eða hvað hefur breyst eftir hrun nákvæmlega ekkert. Þetta hljómar frekar sem heróp þeirra sem nú hafa tækifæri til að hefna sín en það lagar ekki neitt. Eru þeir sem að þetta gera sekir líka er það sök að hafa ekkert gert varðandi heimilin eða atvinnu.

Hver er síðan ábyrgð háskólasamfélagsins og þeirra sem hafa hina miklu og góðu menntun því ekki vantaði fólkið sem sigldi fyrirtækjunum í strand menntun í þesskonar siglingafræði.
Er háskólasamfélagið saklaust kannski þarf að setja landsdóm á það.

Þannig að gott er að hafa í huga orð trésmiðssonarins sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

En meira um það þegar ég er búin að lesa meira.


mbl.is Landsdómur kallaður saman?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var

Það var mikið að einhverjum datt í hug að það gæti þurft að endurskoða endurskoðendur sem að minu mati eiga að vera eitt af aðvörunarkerfum sem að koma í veg fyrir svona

 


mbl.is Endurskoðendur verði rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka Vilhjálm á þetta

Ef þetta er eitthvað sem að misbýður fólki er einföld aðferð til að láta það í ljós það er það að fara í fyrramálið og taka út peningana á reikningum sínum og flytja þá annað. Ef menn eru ekki á móti þessari aðgerð þá gera þeir það ekki. Sjálfur á ég ekki peninga í viðkomandi Sparisjóð en ef einhver veit til þess að Byr hafi gert slíkt hið sama má hinn sami láta mig vita. Fólk fer eftir lögum sem sett eru þó þeim finnist þau vitlaus sjómenn sigla oft undir lagasetningu og fleiri lög hafa verið sett sem fólk er ekki sátt við. Sparisjóðir eiga að fara að lögum eins og aðrir. Fé er ekki ofar fólki og það þarf að fara að troða þeirri staðreynd ofan í þá sem  halda annað jafnvel þó að það þurfi að setja það þversum ofan í þá.

Svo ef þið hafið vanþóknun á þessu og tækifæri til að sýna hana þá notið það.


mbl.is Í mál á hendur ábyrgðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband