VIð förum alltaf ranga leið.

Nú eigum við að feta í fótspor Finna og auka verk og iðnnám en leggja minni áherslu á hin bóklegu fræði það er ekkert að þeim en hin verklegu fræði eru líklegri að mínu mati til að gefa gjaldeyri í tóman kassan.
mbl.is Íslandsáfangi tekinn upp í MA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Á Akureyri er það Verkmenntaskólinn sem sér um verkmenntunina og gerir það glæsilega.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 13.4.2010 kl. 19:40

2 identicon

Menntaskólinn á Akureyri er hugsaður sem undirbúningur fyrir bóknám í háskóla og því algjörlega óþarft að hafa verklegt nám í þessum skóla og eiginlega bara heimskulegt. Menntaskólinn hefur verið bóknámsskóli í rúmlega hundrað ár og er skóli hefðanna.

Heiðar S. Heiðarsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 21:10

3 identicon

Ekkert að því að bjóða fólk upp á val samt sem áður, það er nóg af mjög góðum skólum sem kenna margvíslegt iðnám og því er einungis gott að t.d. Menntaskólinn á Akureyri skuli kenna bóknám eins vel og raun ber vitni. Svo er ungt fólk ekki bara einhver peð í tekjuaukningum samfélagsins, því ætti að vera frjálst að velja sér svið sem að gerir það ánægt burtséð frá því hve miklum aur það skilar í gjaldeyrisforða.

Þorsteinn Hjörtur Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 22:53

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Auðvitað á að vera val og ekki agnúast ég út í bóknám enda eiddi ég nokkrum tíma í MR áður en ég sá að það ver miklu athyglisverðara að vinna við áþreifanlega hluti. En við verðum samt að líta til þess að hvort er líklegra að skapi þann nauðsynlega gjaldeyri sem við þurfum Skipstjóri á skuttogara eða lektor í kynjafræði þetta er einfaldlega dæmi en hefur ekkert með álit mitt á þessu námi að gera.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.4.2010 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband