Dæmið ei svo þér munuð ei dæmdur verða

Nú er skýrslan ógurlega sem grætt hefur mann og annan komin fyrir augu mín.

Greiningardeild mín sér svo sem ekki mikið nýtt i henni annað en að menn létu taka sig í bólinu gjörsamlega óundirbúnir og ósofnir en það vissu allir. Þó er nýtt að stjórnvöld voru meira sofandi en manni datt í hug og fjármálakerfið siðlausara en maður hafði getu til að ímynda sér eftir því sem skilja af skýrslunni. 

Nú fer allt í umræðu um auka atriði aðalatriðin hverfa í tómið að mínu mati.
Mín greining er sú að stjórnsýslan var sofandi eins og heimilisfaðir sem sefur með bjórdós í hendi yfir fótboltanum skilur lyklana eftir í bílnum og húsið ólæst. Það vefst síðan varla fyrir nokkrum manni hverjir komu og stálu bílnum og öllu innbúinu.
En það er ekki aðalmálið hjá okkur Íslendingum hverjir frömdu glæpinn heldur það hverjir hötuðu hvern og hver læsti ekki húsinu það skiptir engu hver hreinsaði út. Það hefur ekki svo ég viti til verið í lagi hingað til að hreinsa út bara af því að það var ekki alveg bannað.

Varðandi hlutleysi frétta miðla getur þá einhver sagt mér hér hve oft var minnst á nafnið Jón í frétta tíma Stöðvar 2 í gær ég reyndi að hlusta eftir því en heyrði það aldrei, nafnið Davíð Oddson kom nokkrum sinnum fyrir ásamt öðrum nöfnum en aldrei heyrði ég nafnið Jón. Það er jú ákveðið hlutleysi að þegja.

Það sem ég les úr skýrslunni fyrir mitt leiti er að ég þarf að segja upp fjölda þingmanna sem eru í vinnu hjá mér ég þarf að segja upp  fjölda í stjórnsýslunni einnig i vinnu hjá mér sem skattgreiðanda. Ég vil ekki kæra þá því ég veit ekki til þess að getuleysi og ákvarðanna fælni sé glæpsamleg.

En eitt skil ég ekki en finnst þó grundvallaratriðið í þessu það er af hverju er ekki búið að sækja Kasper Jesper Jónatan og alla hina sem að hreinsuðu út úr heimili sofandi fjölskyldunnar og setja þá í gæsluvarðhald. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð er sennilega sagt. Hér á landi hafa saklausir menn setið í gæsluvarðhaldi án þess að stjórnvöld kippi sér sérstaklega upp við það og ég held að það sé orðið nokkuð ljóst að það eru nokkrir sem að þurfa allavega fim stjörnu lögfræðinga til að teljast saklausir að lokum. 

Spurningin í mínum huga er frekar hvort að þeir ákveðnu menn sem hér um ræðir eru eitthvað jafnari en aðrir hjá stjórnvöldum. Líka þeim stjórnvöldum sem að nú ríkja.
Þessa aðila vil ég setja í járn.

 Þangað til að ég sé eitthvað annað gert en að færa þessum aðilum aftur fyrirtækin á silfurfati já þau fyrirtæki sem þeir settu á hausinn með stæl. Þangað til að ég sé aðgerðir í þá veru er holur hljómur i öllum orðum um einhvern landsdóm að mínu mati. Hljómur sem að mér finnst óma af einhverju öðru en umhyggju fyrir þjóðinni því sú umhyggja er ekki til það þarf ekki annað en að skoða hvað hefur verið gert eftir hrun nákvæmlega ekkert eða hvað hefur breyst eftir hrun nákvæmlega ekkert. Þetta hljómar frekar sem heróp þeirra sem nú hafa tækifæri til að hefna sín en það lagar ekki neitt. Eru þeir sem að þetta gera sekir líka er það sök að hafa ekkert gert varðandi heimilin eða atvinnu.

Hver er síðan ábyrgð háskólasamfélagsins og þeirra sem hafa hina miklu og góðu menntun því ekki vantaði fólkið sem sigldi fyrirtækjunum í strand menntun í þesskonar siglingafræði.
Er háskólasamfélagið saklaust kannski þarf að setja landsdóm á það.

Þannig að gott er að hafa í huga orð trésmiðssonarins sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

En meira um það þegar ég er búin að lesa meira.


mbl.is Landsdómur kallaður saman?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Góð líking með heimilisfaðirinn.  Persónulega finnst mér að það eigi að taka alla sem komu að þessu með einhverjum hætti og draga þá fyrir viðeigandi dómstóla og dæma/sýkna eftir viðeigandi lögum.  Sem fyrst. 

Það versta er að jafnvel þótt allt þetta fólk færi í fangelsi værum við eftir sem áður með jafnónýtt stjórnsýsluapparat og sömu venslaspillinguna.  

Jonni, 13.4.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband