We aint seen nothing yet.

Þetta er svolítið athyglisvert en full ástæða til að hafa áhyggjur af því. Talið er að gosið í Lakagígum hafi komið af stað Frönsku byltingunni það skildi þó ekki vera að hin nútíma heimur sé orðin svo viðkvæmur að gos á Íslandi eigi eftir að valda stjórnskipulögðum vanræðum í Evræopu enn og aftur. Af hverju hef ég formálan svona jú vegna þess að þetta er bara forleikur af verkinu sjálfu í gegnum söguna hefur Eyjafjalla jökull verið eins og hvítvoðungur við hliðina á Kötlu nú síðan er Hekla eftir og Askja er vel líklegur kandítad. Þá má reikna með mun meiri töfum á öllu flugi það skildi þó ekki vera að næsta bylting yrði gerð af pirruðum ferðalöngum sem að ekki komast heim. Hver veit .


mbl.is „Er einhver á leið frá París?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Held að flestir séu ekki að gera sér grein fyrir því hvað getur skeð, ef þetta eldgos stendur lengi yfir og tala nú ekki um ef aðrir staðir byrja að gjósa, þá erum við að tala um alvarlegan uppskerubrest á  komandi árum á stóru svæði. Ef við bætum við slatta af jarðskjálftum sem geta skemmt orkumannvirki þá geta stór svæði verið án vatns og rafmagns/gas og þar sem flestir kunna ekki að bjarga sér þá mun verða algjör hungursneið.

Það virðist sem svo að skjálftar, stormar, gos, flóð og þurrkar séu í mikilli uppsveiflu núna undanfarið, ef þetta er eitthvað tengt því að við séum að fara úr einni öld yfir í aðra samkvæmt kenningum mayanna þá eru miklar líkur á því að það sem við höfum verið að sjá undanfarið er bara byrjunin.

Norðmenn virðast vita hvert gæti stefnt og eyddu miklum peningum í að gera neðanjarðarbyrgi á Svalbarða til að geyma fræ af helstu plöntumjarðarinnar. Það eru sögusagnir um að bandaríkjamenn séu að eyða trilljónum dala í neðanjarðarmannvirki sem geta hýst tugi þúsunda einstaklinga.

En við erum heppin að fá að vera uppi á þessum tíma, við fáum að sjá hvort þessir spádómar frá fjölmörgum siðmenningum og einstaklingum um framtíðina séu sannir.

Ef spádómarnir eru rangir þá erum við heppin.

Ef spádómarnir eru réttir þá erum við í slæmum málum vegna þess að of fáir taka þessu sem líklegu.

Spennandi tímar framunda komandi ár.

Tómas Waagfjörð, 18.4.2010 kl. 15:43

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála mjög spennandi tímar en líka svolítið ógnvekjandi því að stór hluti jarðarbúa hefur ekki orðið hugmynd um hvernig á að bjarga sér ef kjörbúðin er lokuð

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.4.2010 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband