Viðhalda kyrkingartakinu á fólkið í landinu.

Það er greinilegt að hér hefur ekkert breyst hollustan er enn við fjármagnið og þá sem því ráða. Stjórnvöld sem og ASG hafa ekki hugsað sér að gera neitt til hjálpar hinum almenna borgara þessa lands og það hefur aldrei staðið til að gera neitt velferðar postularnir voru bara að ljúga fyrir kosningarnar.

En eins og segir það þarf að endurskipuleggja skuldir atvinnulífsins sem að hingað til hefur þýtt að það á að fella niður risa upphæðir af fyrirtækjunum sem oft eru tilkomnar eftir skuldsettar yfirtökur framkvæmdar ef einkahlutafélögum sem að engir bera að lokum ábyrgð á en peningarnir löngu gufaðir upp.

Það getur vel verið að kreppan verði grynnri en vitringarnir frá útlöndum halda en ég mér sýnist að þeir geri sér enga grein fyrir þeirri reiði sem að sýður undirniðri með borgurum þessa lands hinum almennu borgurum sem hingað til hafa þagað og hlustað og ekki mátt orði upp koma af undrun yfir ósköpunum. Ég held að það styttist í að þetta fólk fái málið og láti til sín taka og ekki kæmi mér á óvart að þau gos sem nú eru í gangi muni blikna í samanburði við það þegar alþýðan fær nóg að lokum.


mbl.is Kreppan grynnri en óttast var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sjóðurinn hefur - hvar sem hann hefur komið að - notað þessa sömu aðferð.

Með því - eins og þú orðar það - að vilhalda kyrkingartakinu á fólkið í landinu - eru þeir í raun - með aðstoð og fyrirgreiðslu stjórnarinnar - að vinna skv. starfsreglum Sov´tríkjanna sálunu -

halda lýðnum í svelti og fáfræði - upplýsa ekki neitt - keyra allt í fátæktarfjötra --

núna er upplýst að kreppan hafi ekki verið og verði alls ekkert jafndúp og áætlað var - mun það draga úr hækkunum og álögum?????

Varla - þetta er nefnilega tæki stjórnarinnar til kúgunar - því mun ekki linna fyrr en þessi stjórn fer frá

KOSNINGAR Í HAUST  - eða fyrr.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.4.2010 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband