Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
7.3.2010 | 00:00
Eplin eru súr.
"Hátt hanga þau og súr eru þau sagði refurinn um eplin forðum" í dæmisögu einni.
Líkt fer þeim Jóhönnu og Steingrími nú. Þessir einstaklingar eru einstaklingar í Íslenskri pólitík sem að ég hef lengi borið virðingu fyrir. Þó ekki hafi ég verið sammála þeim hef ég talið þau ötula málsvara lands og þjóðar. En í dag dettur mér helst í hug að ég sé staddur í sögunni af 18 barnaföðurnum úr Álfheimum og hér hafi verið haft rangt við og að við stjórnvöl séu umskiptingar slík er umbreyting þeirra skötuhjúa.
Það má þá kannski vitna í söguna og læra ef henni en til að umskiptin kæmu í ljós varð bóndakona að flengja umskiptinginn sem var í líki bónda hennar. Sennilega þarf þjóðin núna að hýða þau bæði þannig að það komi í ljós hvort að umskiptingar séu hér á ferð í þeirra líki.
Hvers vegna tel ég svo vera, jú vegna þess að fyrir ekki svo mörgum misserum hefði ég lagt höfuð mitt að veði fyrir því að við þær aðstæður sem nú ríkja þá myndu þessi tvö aldrei lítilsvirða þann lýðræðislega rétt sem í kosningum fellst og mæta á kjöstað. Hvernig þau greiða atkvæði er síðan þeirra mál.
En lengi má manninn reyna og þetta er í raun sorgleg atburðarrás sem kastar rýrð á feril annars ágætra stjórnmálamanna og væri ég stjórnmálafræðingur myndi ég draga þá ályktun að þetta leiddi í ljós að styrkleiki þeirra væri ekki nógur. Þau hentuðu vel til minniháttar stjórnunarstarfa eða stjórnarandstöðu en þyldu ekki það álag sem fælist í því að vera skipstjórar á skútunni.
Fyrir þá sem að síðan trúa því að stjórnin standi nú þéttar saman fyrir þá væri holt að rifja upp hvað Samfylkingin sagði við Sjálfstæðismenn áður en nótt hinna löngu hnífa rann upp fyrir rúmu ári.
![]() |
Jóhanna: Kom ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2010 | 23:41
Í fréttum var þetta helst.
Í fréttum RÚV kom eftirfarandi fram i viðtali við Ástu S Helgadóttur.
"Ekki er raunhæft að fólk geti lifað af neysluviðmiðum Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna lengur en í þrjú ár. Þetta segir Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður stofunnar."
Hvað er að ríkisstjórn sem setur neysluviðmið sem að fólk getur ekki lifað af það vekur athygli að hún segir í þrjú ár sem er tæpt kjörtímabil. Kannski ætlar velferðarstjórnin að koma þeim sem lenda í hrammi hennar fram af ætternisstapanum fyrir næstu kosningar þannig að þá verði engir tórandi til að geta kosið nema elítan sem að við fábjánarnir svokölluðu viljum taka af ríkisspenanum en þar virðist alltaf vera til nógur peningur til að setja í hina svokölluðu menningu sem enginn hefur lengur efni á að njóta. Það er ekki einu sinni hægt að éta bækurnar sem gerðar eru í dag en át á skinfellum bjargaði nokkrum mörlöndum á árum áður.
Það er síðan athyglisvert að það eru þessi viðmið sem að forðagæslumenn stjórnvalda nota þegar þeir hafa tekið yfir heimilisbókhald þeirra sem að lenda í greiðsluaðlögun
Þvílík velferð.
6.3.2010 | 23:11
Að trúa.
![]() |
Ríkisstjórnin hefur fulla trú á viðunandi niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2010 | 23:09
Ekki sammála Ólafi
![]() |
Staðfest að Icesave-samningurinn var ekki réttlátur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2010 | 14:28
Ekkert skrítið við hana.
Það er ekkert skrítið við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. Eru allir búnir að gleyma því að ekki áttu að vera til betri samningar en Svavar kom með heim síðan voru ekki betri samningar í boði heldur en áramótaógeðið. Hvað hefur síðan skeð. Það fólk sem að ekki mætir á kjörstað og fellir samninginn er fólkið sem vill borga Icesave fólk sem vill heldur fá skjól í nokkra stund heldur en að standa á sínu og sigra storminn, fólk sem telur það í lagi að velta óviðráðanlegum skuldum á börnin sín, fólk sem að heldur að virðing sé fólgin í fjármagni.
Ég tel mig ekki vera svoleiðis fólk ég er búin að kjósa ég sagði nei og tel okkur ekki bera neina skyldu til að borga neitt og mér finnst ekkert skrítið við lýðræðislegar kosningar það kostaði blóð og baráttu að koma þeim á og við eigum að virða þá baráttu og styrkja lýðræðislegar hefðir sama þó ráðamönnum þyki ekki mikið til þess koma þegar það hentar þeim ekki.
![]() |
Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2010 | 23:16
Valið er einfalt.
Ég ætla ekki að skuldsetja börnin mín með einhverju sem að þeim ber ekki að borga.
Ég ætla ekki að greiða skuldir sem ég stofnaði ekki til.
Ég sætti mig ekki við að einkavæða gróðann og þjóðnýta tapið.
Ég vil ekki láta kúga mig til einhvers sem mér ber ekki að gera til að öðlast ímyndaða virðingu.
Ég vil að ágreinings mál séu leyst fyrir dómstólum þar til bærum.
Ég er þeirrar skoðunar að Íslendsku þjóðinni beri ekki að borga sent vegna Icesave umfram það sem eignir Landsbankans og tryggingarsjóðsins duga til.
Þess vegna er valið einfalt
Ég kýs á morgun og segi Stórt feitt NEI !
4.3.2010 | 21:15
Dæmisaga ekki þó Nasareddins eða Esops
Fyrir margt löngu í sveitahéraði einu létu bændur fjárhópa sína ganga sjálfala til húsa og hafði svo verið um langa tíð og hafði fyrirkomulag þetta veitt héraðinu öryggi sem grunnstoð afkomu bænda mann fram af manni.
En svo bar við að í héraðið réðist búfræðingur nokkur sérmenntaður í frjó- og arðsemi fjár. Benti hann bændum á að við svo búið mætti ekki standa fé sem væri í húsi skilaði ekki nógum arði það yrði að fá fjárhirða til að hámarka arðsemi fjárins. Bændur mögluðu og bentu á að meðan féð væri í öryggi heimahúsa og haga myndi skaði á því vera í lágmarki og þó afkoman væri kannski ekki í toppi þá væri þetta þó örugg aðferð til að vernda byggðina gegn felli og öðrum áföllum sem á gætu dunið.
En svo fór á endanum að á búnaðarþingi fékk ráðunauturinn því framgengt að sett voru lög um að alt fé skildi hafa fjárhirði. Gekk svo fram um hríð að hver fjárhópurinn af öðrum öðlaðist sinn hirði og það var sem við manninn mælt lömbum fjölgaði og stofninn óx og dafnaði, þegar bændur litu yfir fjallendi sitt mátti sjá hvíta díla um holt og hæðir þar sem fé var á beit og var ekki frítt við að gleðisvip mætti sjá á andlitum þeirra.
Fjárhirðarnir skrifuðu reglulega í Búnaðarblaðið langar greinar um það hvernig þeir hefðu breytt sæðingum og klofið sáðfrumur svo að nú mætti frjóvga tvö egg með hverri frumu og ekki yrði langt að bíða þar til að um allan heim þessi tegund búskapar yrði ráðandi.
Við og við komu þó upp gagnrýnisraddir þegar ein og ein kind skjögraði heim í hlað og viðkomandi bónda fannst hún heldur rýr í ullinni. Þær aðfinnslur voru þó kveðnar í kútinn þetta væri misskilningur því verið væri að rækta fé sem að væri með þynnra hryggjarstykki og þess vegna betur lagað til brúks á grillteina og glóðir enda voru menn löngu hættir að elda spað um þessar mundir allt kjöt var grillað og penslað á modern máta með erlendum grillsósum.
Leið nú tíminn að hausti einu þegar hretviðri gerði all mikið. Er bændur litu út um morguninn fannst þeim hafa fækkað hvítu dílunum í hlíðunum og gerðu sér ferð til að skoða. Mikil var undrun þeirra þegar þeir komust að fyrsta fjárhópnum, að þeir töldu, að finna þar spýtur upp á rönd klædda ullarlögðum.
Fór nú hrollur um bændur og hófu þeir ferð um fjalllendið og niðurstaðan var skelfileg. Fjárhóparnir fögru voru að mestu leiti ekkert nema reifi hengd á spýtu. Vildu þeir leita fégæslumanna en þegar komið var að íverustað þeirra fannst ekkert nema óhreint leirtau og afrifur af farmiðum til ókunnra stranda. Einn fjárhirðir hafði þó orðið seinn fyrir og af ótta sagði hann bændum af fjárhirðum og gjörðum þeirra.
Höfðu þeir haldið veislur miklar og boðið þar fraukum fallegum til matar og drykkjar og nýtt til þess fjárstofninn en eftir því sem meira fé lenti á grillteinum hirð, brugðu þeir á það ráð að setja reifi á stjaka til að svo sýndist sem að stofninn væri enn af sömu stærð, síðan fékk einn þá frábæru hugmynd að skera hvert reifi í tvennt og tvöfalda þannig stofninn. En af hverju ekki að fjórfalda hann sagði annar og endaði það með að hvert reifi var skorið i sexstrending og girðingarstaurar teknir til að hengja þau á.
Við að taka girðingarstaurana hvarf aðhaldið að fénu og það slapp út um hvippinn og hvappinn og vegna þess að það var einungis vant heimahögum glataðist margt af því fyrir björg og kletta sem kom þó ekki að sök svo lengi sem féhirðar náðu reifinu og gátu sett á stjaka.
Það ríkti þögn í bændahópnum á heimleiðinni þar sem að þeir ráku á undan sér það sem eftir var af fénu ekki einu sinni nóg til að jafna því niður á alla bæi héraðsins. Þeir gerðu sér ljóst að veturinn yrði harður og að ekki myndu allir í hópnum sjá næsta vor.
Af búfræðingnum er það að segja að hann taldi bjargráð sveitarinnar vera að flytja inn vínberjagræðlinga frá nágrannaríkinu með því myndu bændur slá tvær flugur í einu höggi. Gætu ræktað vínber sér til viðurværis og nágrannaríkið myndi gefa þeim sykur vegna aðstæðna þeirra svo þeir gætu unnið vín og drukkið sig í algleymi og gleymt því sem áður var. Það er áður en fjárhirðarnir hirtu féð.
Dæmisagan á ekkert skilt við frétt þessa en höfundi eru hugleikinn orðin fé án hirðis
![]() |
Nauðasamningar Bakkavarar samþykktir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 14:14
Sáðir fræi í frjóan svörð
Svo segir í dægurlagatexta einum.
Haft er eftir Helga "Þá sagði hann niðurrifsöflin blómstra í þjóðfélaginu og frjór jarðvegur sé fyrir neikvæðni, hefnigirni, reiði og hatur."
Hvað heldur maðurinn hér var farið um og sparifé landsmanna rænt, eignir fólks gerðar upptækar, en eignum annarra bjargað, tækifæri barna sumra í framtíðinni takmörkuð en annarra aukinn svindlað og logið að fólki og gerendurnir ætla að komast upp með það.
Það var ekki alþýðan sem gerði þetta það var annar hluti þjóðfélagsins það var ekki sá hluti sem að gengur til vinnu sinnar við framleiðslu tækin kl 8 á morgnanna.
Alþýðan sáði ekki útsæðinu en hún er svörðurinn sem sáð var í og miðað við það illgresi og umgengni sem að akrinum var boðið upp á skildi engan furða að til verði frjór jarðvegur fyrir neikvæðni, hefnigirni, reiði og hatur.
En ég tek ofan fyrir Íslenskri alþýðu það er varla til agaðri alþýða hér í heimi í mörgum löndum þar sem fólki hefði verið boðið upp á það sem að Íslenskri alþýðu hefur verið boðið upp á undanfarna mánuði hefðu orðið dapurlegri atburðir heldur en pottaglamur. Svo mikill er agi hinnar Íslensku alþýðu hafi hún þökk fyrir en muna skildu menn að svo má brýna að bíti.
Ég mælist til að fólk hætti að tala niður til okkar sem boðið er upp á þennan skrípaleik ég vil frekar að farið sé að virða okkur og hrósa fyrir þolgæðið, en vita skuluð þið að það er að endimörkum komið.
![]() |
Frjór jarðvegur fyrir hefnigirni og hatur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2010 | 17:49
Ég á ekki til orð
Hvað er að stjórnvöldum hér ef þau legðu bara hálfa þá orku sem að þau leggja í að vinna gegn þegnum sínum í það að vinna með þeim þá væri hér allt í blóma.
Mín skoðun er sú að tími Jóhönnu sé liðin. Fyrir margt löngu síðan leit ég á hana sem einn ötulasta talsmann hins venjulega Íslendings en mikið virðist ég hafa haft rangt fyrir mér miðað við þær áherslur sem að hún hefur helstar nú á dögum.
Síðan er það milljón dollara spurningin.
Hvað er það sem að stjórnmálaelítan hræðist svo við það að lýðræðið nái fram að ganga.
Eg krefst þess að fá að kjósa og segi NEI við Icesave
![]() |
Kann að frestast um viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2010 | 22:26
Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave
Mér er ljúft að segja frá því að stofnuð hafa verið samtök fólks sem að telur af og frá að Íslendingum beri að borga Icesave skuldina síðuhöfundur er þar á meðal.
Ég birti hér yfirlýsingu frá samtökunum sem að ég tók af síðu Guðna blogg vinar míns og vona að hann misvirði það ekki við mig.´
Afstaða mín hefur síðan verið ljós lengi ég tel að okkur beri engin skylda til að greiða Icesave og en síður tel ég að það sé hægt að verja það að ætla sér að velta óreiðuskuldum nútíðar á börn okkar og barnabörn án þess að spyrna við fótum eins fast og við getum.
Heimasíða samtakanna er síðan http://www.wix.com/Thjodarheidur/main/
Icesave-deilan varðar lög og rétt. Það voru mistök hjá stjórnvöldum að gera ágreining um málefni einkabanka að pólitísku og þjóðréttarlegu samningamáli. Allt frá stofnun Alþingis árið 930 hefur metnaður og heiður þjóðarinnar staðið til, að með ágreiningsefni væri farið að lögum. Um Icesave-útibú Landsbankans gilda skýrar lagareglur og þjóðin á heimtingu á, að stjórnvöld gæti þeirra hagsmuna sem þeim er falið að gæta, með heiður og sæmd almennings að leiðarljósi.
Þjóðarheiður samtök gegn Icesave hafna því að íslenskum almenningi verði gert skylt að axla skuldaklyfjar, sem eru til komnar vegna starfsemi Icesave-útibúa Landsbankans. Hvorki stjórnarskrá lýðveldisins né regluverk Evrópusambandsins heimila slíkar álögur. Þjóðarheiður telur að engar forsendur séu fyrir ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækja, hvorki Landsbankans né annarra. Nýta verður þann meðbyr, sem þjóðin nýtur erlendis, til að halda fram heiðarlegum og réttum málstað Íslands.
Fullveldi íslenskrar þjóðar hefur ekki verið framselt í hendur stjórnvalda og samtökin Þjóðarheiður munu ekki ljá máls á vanhelgun stjórnarskrárinnar með slíkum gjörningi. Samtökin hafna öllum málamiðlunum og undanlátssemi gagnvart kröfum gamalla nýlenduvelda. Hugmyndir um uppgjöf fyrir ósanngjörnum og ólöglegum kröfum Bretlands og Hollands verða ekki liðnar. Þjóðarheiður mun berjast af einurð gegn slíkum svikum.
Yfirlýsingu líkur.
Ég segi síðan nei við Icesave á laugardaginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)