Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
12.3.2010 | 17:50
Krókur á móti bragði.
Lokað fyrir viðskipti þar til Icesave deilan leysist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2010 | 08:05
Algjörlega nauðsynlegt.
Þetta var algjörlega nauðsynleg aðgerð að mínu mati því hvernig á annars að vera hægt að afskrifa skuldir vina og velgjörðarmanna sinna nema með því að kaupa lán annara á undir 50% verði og rukka það síðan inn að fullu og helst hirða líka allar eignir af viðkomandi. Þarna á ég við hinn venjulega Jón og Gunnu ekki Jón og Gunnu velferðarstjórnarinnar og bankakerfisins.
Í mínu uppeldi var þetta flokkað sem ósiðlegt allt að því glæpasamlegt einnig fyrirlitlegt skammarlegt auðvirðilegt og álit fólks á meðborgurum sínum sem stunduðu svona kaup var ekki mikið ég kann mikið fleiri ljót orð sem notuð voru um þetta.
En tímarnir eru breyttir í hinu Nýja Íslandi það breyttir að ég tel algjöra nauðsyn á því að fá það gamla aftur Strax!
Fólkið sem að síðan stendur í forsvari fyrir þessum stofnunum ætti síðan að velta því fyrir sér hvort að það er nóg afsökun að segja ég vinn bara hérna, ég tel ekki ég tel að starfsmenn séu ábyrgir að hluta fyrir aðgerðum yfirmanna sinna um það hafa reyndar fallið dómar bæði í Haag og Nurnberg.
Lánin færð yfir á hálfvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2010 | 23:52
Hvað er norrænt samstarf.
Það er að verða lýðum ljóst að pólitískt samstarf þjóða er ekkert annað en kjaftaklúbbar þar sem fólk kemur saman til að njóta góðs matar og drykkjar. Að halda að okkur sé betur komið í stærra samstarfi heldur en við erum nú þegar í er vægast sagt dómadags bull það eru þá bara fleiri sem að kúga okkur.
Það að binda aðstoð við afarkosti er ekki hjálp það er kúgun og í mínum huga eigum við í dag engar frændþjóðir nema Færeyinga. Eflaust koma hér einhverjir og segja okkur var nær en málið er að það er þjóðin sem er að biðja um hjálp en vinirnir láta eins og þjóðin sé glæpamennirnir enda eru þeir það er gerendurnir þeir einu sem að sleppa það er verið að leggja óberandi byrðar á Íslenskan almenning meðan að gerendurnir éta kavíar og lepja rauðvín í þeim löndum sem að kúga okkur.
Ekki vildu Svíar til dæmis hefta frjálsa för og hvarf þess sem að við töldum illa fengið fé sem geymt var í skjóli þeirra. Nei það er margsannað að margur verður af aurum api og það á við um bæði mörg okkar og einnig þá endalausu bábilju að Íslendingar verði að standa við skuldbindingar sínar sem við erum að reyna að gera en við ætlum ekki að standa við skuldbindingar sem að eru ekki til. Þetta tal um skuldbindingar sé það þýtt á Íslensku útleggst nefnilega þannig " þið verðið að borga svo að vinir okkar tapi ekki peningunum sínum sem að þeir notuð í tómt rugl og við töpum ekki peningunum sem að við lögðum í ruglið með þeim.
Það er komin tími á að verkin verði látin tala og við hefjum uppbyggingu. Össur á að hundskast heim og hætta að eiða peningum þarna í útlöndum við eigum að kalla alla sendiherra okkar heim einn Evrópu sendiherra er nóg við eigum þegar að hefja vigtun als fisks hér á landi og setja þá kröfu að hann fari á markað. Við eigum að finna aðra markaði heldur en Evrópu og endurvekja gamla markaði sem við höfum vanrækt. Stóriðja sem að borgar smánargjöld þarf að ákveða hvort að hún vill vera eða fara ég er fylgjandi stóriðju en hún á að borga sanngjarnt afgjald. Bankana þarf að taka gjörsamlega í gegn þeir virðast halda að þeir séu afkomendur konungsins sem sagði "ríkið það er ég" og fara hér sínu fram í skjóli gjörsamlega vonlausra stjórnvalda. Olíufélög stunda hér grímulaust samráð að mínu mati hækka öll eins í sömu tóntegund eins og tenórar á vordegi og enginn gerir neitt enda eigendurnir margir við stjórnvöl landsins. Og ég minnist ekki einusinni á samkeppni á matvörumarkaði eða dagvöru sem er kapituli útaf fyrir sig.
Nei það er komin tími til að taka til og fyrir okkur þjóðina að hætta þessari meðvirkni og hætta að láta taka okkur ósmurt. Það er kominn tími á breytingar það er kominn tími á breytta tíma, það er kominn tími á heiðarleika, Það er kominn tími á sanngirni og réttlæti. Ég held svei mér þá að það sé komin tími á Íslenskan lýðveldisher.
Sá tími sem er núna má alla vega ekki vera lengi enn við lýði.
Litill fugl sagði mér í dag að í einum geira Íslensks atvinnulífs léki fjárfyrirtæki eitt guð almáttugan og stjórnaði lífi og dauða aðila með því að fella þá sem að væru þeim miður þóknanlegir en í staðin hygla þeim þóknanlega sem að síðan sæti að þeirri vinnu sem að í boði væri frá fyrirtækjum sem sami aðili hefur gert upptæk og taxtar færu upp með hraða bensínverðs. Það er síðan í takt við annað að sá þóknanlegi nær velflestum ef ekki öllum tilboðum sem að í gangi eru enda skorið úr þeim við hringborð þar sem að má segja að einungie einn aðili sitji.
Þetta er Ísland í dag því verður að breyta og það er að verða morgunljóst að því verður ekki breytt með góðu sá tími er óðum að líða eins og á rennur að ósi. Þá verður einfaldlega að breyta því með blóði svita og tárum.
Ósammála um lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2010 | 22:45
Ég vil kjósa líka
Ég vil að þjóðin segi einnig sína skoðun á skjaldborg vinstri flokkanna.
Spurninginn er einföld.
Þykir þér skjaldborgin hafa tekist vel Nei eða Já.
Vilja þjóðaratkvæði um ýmis mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2010 | 16:31
Borga víst.
Þú getur vel borgað sagði handrukkarinn, já en ég skulda þetta ekki það var sá í næsta húsi sem skuldar þetta. Þú borgar samt sagði handrukkarinn, nei ég borga það ekki. Þú skalt samt borga það sagði handrukkarinn, ég borga ekki það sem mér ber ekki skylda til. Þá sæki ég hina strákana í götunni sem eru stærri en þú og við látum þig borga. Já en þeir eru frændur mínir. Það skiptir ekki máli þeir vilja vera með mér því að ég á flottan bíl.
Síðan mynduðu handrukkarinn og vinir og frændur hring um ræfilinn og ætluðu að lemja hann í klessu.
Þetta er stjórnmálaskýring mín á stjórnmálum í dag OBJAKK
En við skulum hafa í huga að sagan er ekki búin.
Ein spurning ef maður hefur óbilandi áhuga á einhverju hefur maður oft hagsmuni af því. Hvaða hagmuni ætli stjórnmálamenn hafi af því að styðja fjármagnið neeeeeeei það getur andskotan varla verið. eða hvað vil alla vega ekki setja þá hugsun á blað. En náið er nef auga sagði einhver og þar sem er lykt þar er skítur eða reykur þá er eldur. Allavega er þarna á milli ansi augljóst ástarsamband.
Ísland getur vel borgað skuldina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2010 | 23:01
Að lána eða lána ekki.
Góð er ályktun vinstri manna í Noregi og ekki skulum við gleyma ályktun hægri manna í Svíþjóð það má því draga þá ályktun að lífið sé hringur og þeir sem yst standa séu í raun nálægt hvor öðrum bara á sitt hvorum vængnum og þar ríki réttlæti. Mér finnst þó réttlætið heldur meira hægra megin.
Það sem þjáir okkur hér á klakanum í augnablikinu er að hægri öflin eru í tilvistarkreppu sem að þau þurfa að rífa sig út úr og hefja nýja sókn. Það má ekki láta deigan síga í vernd einkaframtaksins því að það er það eina sem að getur komið þjóðinni út úr þeim vandræðum sem hún á við að etja nú um stundir. En ef það háir okkur að það vanti það að raunverulegir hægri menn nái vopnum sínum þá er það okkur til stórtjóns að hér skuli ríkja skoðanalaust miðjumoð sem er svo önnum kafið að ganga í augun á útlenskum að það hugsar ekki hætis hót um þjóð sína. Það er Íslensk ógæfa þessa dagana.
Að heyra síðan að menn vilji fara í kosningar er eitthvað sem að menn ættu að hugsa um ég gerði smá könnun í dag og spurði menn sem að ég hitti hver væri stjórnmálaleiðtogi dagsins. Svarið var enginn það er enginn í Íslenskri pólitík í dag sem að það fólk sem ég ræddi við ber traust til. Það er alvarleg staða og ég er nokkuð viss um að þessi skoðun er uppi víða. Því held ég að forystumenn allra flokka ættu að einbeita sér að innra sjálfi áður en þeir koma til okkar þjóðarinnar á biðilsbuxum.
Að það þurfi erlenda stjórnmálaflokka til að benda á það að sú meðferð sem að Íslenska þjóðin fær af svokölluðum vinaþjóðum er engu betri heldur en þau meðöl sem að handrukkarar í undirheimum beita er til skammar. Þeir sem á alþingi sitja ættu að hrópa einum rómi til veraldarinnar að við munum aldrei beygja okkur fyrir þannig kúgun. En í staðin er farið með veggjum til að styggja ekki handrukkarana svo að ekki komi truflun á næsta fix.
Ef ASG er ekki sjálfstæð stofnun heldur er stjórnað af Bretum og Hollendingum þá er ekki mikið gefið fyrir þá stofnun og flest sem sagt er um hana sennilega rétt. Það síðan að Norðurlöndin skuli styðja þessar aðferðir á seinna meira þegar sagan er rituð eftir að setja blett á þau sem kennt hafa sig við manngæsku og réttlæti.
Það sem að mér finnst síðan athyglisverðast við þetta alt saman erum við fólkið sjálft það er sá stóri hluti bæði hér og erlendis sem telur það sjálfsagt að bæta fólki sem leggur fé sitt í banka sem ef að er gáð eru ekkert annað en Ponsi dæmi (ef það er of gott þá er það ekki satt) Mér finnst það athyglisvert vegna þess að það sýnir okkar veikustu hlið ást okkar sjálfra á peningum og auð. Hin dapra staðreynd er nefnilega sú að fólki dreymir sífellt um að hljóta hnossið og er tilbúið að fórna flestu fyrir sæti við borðið jafnvel að borga skuldir gjaldþrota einkafyrirtækis í von um að fá smá bita af kökunni.
Eftir að hafa lesið ýmis ummæli háttsettra manna síðustu dagana hef ég ákveðið að verða ríkur. Næst þegar að ég fær bréf frá Nígeriska vini mínum Prinsinum Ugaba Umbaba syni drottningarinnar af Saab og Atla húnakonungs frænda Seifs bróðursonar Posidons og afa Sesars, kærum vini mínum sem að flýði þorp sitt þegar Ídi Amen át afa hans á síðustu öld. Næst þegar ég fæ bréf frá þeim ágæta manni þar sem hann biður mig um að leggja fé í einkafyrirtæki sitt til að bjarga gullpottinum sem að hann gróf undir óhreina tauinu í kofa ömmu sinnar áður en hann flúði til skógar með ör í hælnum. Þegar ég fæ næsta bréf þá ætla ég að hjálpa honum og leggja pening í einkafyrirtæki hans.
Af hverju jú Ugaba Umbaba á heima í London og því hlýtur fyrirtæki hans að vera skráð þar og ekki trúi ég öðru en að Breska ríkið bæti mér skaða minn ef Ugaba hverfur til skógar með tékkann frá mér eða notar hann til að láta fegra á sér hælinn eftir örina góðu um árið. Það ríkja jú ein lög og einn siður í Evrópska heimsveldinu ekki satt. Eða er sólin kannski bara fyrir þá sem eiga pening þar eins og viða annarstaðar. En samkvæmt sanngirnisreglum þá hlýtur Ugaba að vera á ábyrgð Breskra ekki satt. Svo að áður en árið er liðið á ég einkaþotu og læt setja 14 karöt á kranana í handlauginni. Sé líka fyrir mér að koparsleginn buffalóahaus væri flott dyrabjalla ekki satt.
Vakna Jón aftur til þessa lífs og þeirra staðreynda að lífsnauðsynjar hafa hækkað um 100% og húsnæðislánin um 50% eða þar um bil.
Við eigum ekki að borga krónu af Icesave umfram það sem lög segja Við eigum ekki að verðlauna slæman rekstur og gróðafíkn. Við eigum ekki að skuldsetja börnin okkar til að þeir sem offari fóru fái sitt bætt, það er eins og að við myndum flengja börnin okkar þegar að barnið í næstu götu stelur nammi úr 11 11.
Ég er líka á móti flengingum.
OG HANA NÚ eins og hún fósturamma mín sagði oft.
Krefjast þess að Íslandslán sé greitt út án skilyrða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2010 | 23:23
First we take Manhattan then we take .............
Þjóðin hefur talað og talað skýrt. Menn geta túlkað þetta á þann máta sem þeir vilja og lamið höfðinu við steininn út í það endalausa en staðreyndin er sú að við berum hag barnanna okkar fyrir brjósti og finnum til ábyrgðar okkar til að búa þeim sem besta framtíð.
Það verður ekki gert nema með ásættanlegri niðurstöðu í Icesave fyrir þessa þjóð. Það er ekki ásættanleg niðurstaða fyrir okkur að það verði farið í vasa okkar eftir einni krónu vegna skulda einkafyrirtækis. Var okkur boðið upp á Icesave reikninganahér og þá vexti sem voru á þeim. Ekki varð ég var við það okkur er hins vegar boðið upp á 2 000 000 króna hækkun á 7 000 000 kr húsnæðisláni, boðið upp á tvöföldun á verði nauðsynjavara, stórfelda hækkun á eldsneyti, hækkun skatta, húshitunar og svo mætti lengi telja.
Að halda síðan að það sé ásættanlegt niðurstaða fyrir okkur að það eigi að bæta úr vösum okkar tap sem að áhættusæknir sparifjáreigendur urðu fyrir er að bíta hausinn af skömminni. Það versta er að Steingrímur er ekkert einn um það af leiðtogum okkar að telja það ásættanlegt að farið sé í vasa okkar og í raun treysti ég engum þeirra í dag.
En niðurstaða kosninganna er ótvíræð.
Við viljum ekki borga skuldir gjaldþrota einkafyrirtækis til þess að greiða leið ákveðinna hópa í gleðina á Glæsivöllum. Við viljum tryggja hag barnanna okkar og afkomu þeirra í framtíðinni. Við viljum að farið sé að lögum og samkvæmt áliti þó nokkurs fjölda manna sem vit hafa á málinu ber okkur ekki að borga eyri. Því eigum við að fara alla leið og með málið í dóm það er jú hin rétta leið deilumála. Þá er réttarfarslegri óvissu eitt sama á hvorn vegin málið fer.
Í gær var ég hreykin af því að vera Íslendingur skilaboðin gátu ekki verið skýrari og sá sem segir í dag að ekki sé samstaða með þjóðinni er einfaldlega ekki í jarðsambandi, aftur á móti kom líka í ljós í gær að ákveðin hópur hér innanlands er ekki orðin í neinu sambandi við meirihluta þjóðarinnar og telur sig allt vita betur í dag hlýtur sá hópur að þurfa að spyrja sig hvort að hann eigi samleið með þjóðinni og hvort þeim væri ekki betur komið á grundum Glæsivalla með vinum sínum heldur en hér hjá fólki sem að er svo einfalt að þeirra mati að það setur hagsmuni aflkomenda sinna og þjóðar framar akeyptum erlendum vinskap.
Eins og ég ýja að í fyrirsögninni þá eigum við nú að nýta samstöðuna og sækja fram og það alla leið til þeirrar einu ásættanlegu niðurstöðu sem er boðleg fyrir Íslendinga að borga ekki krónu af dýrmætu skattfé landsins til að bæta fyrir brot og afglöp einkafyrirtækis.
Vorum nálægt samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2010 | 19:57
Afþökkum aðstoðina.
Lán frá Finnum háð Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2010 | 12:23
Leiðin á HM
Árlega er vaðið í veski mitt til að ná í pening í ríksifjölmiðilinn. Þess vegna settist ég niður við sjónvarpið í dag og ætlaði að sjá aukafrétta tíma um einn stærsta atburð í sögu landsins síðan landið fékk sjálfstæði. Ég beið og ég beið og ég beið og ég beið en eftir biðina varð ég engu fróðari um atkvæðagreiðsluna en veit mun meira um leikmenn landsliðs Norður Kóreu og leið þess á HM.
Ég tel að það þurfi að stokka upp í Ríkssjónvarpinu það er málsvari þjóðarinnar en ekki Jóhönnu
Nei sögðu 93,2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2010 | 12:02
Þurfa að taka upp norænavelferðarmódelið
Fjórir bandarískir bankar féllu um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |