Í fréttum var þetta helst.

Í fréttum RÚV kom eftirfarandi fram i viðtali við Ástu S Helgadóttur.

"Ekki er raunhæft að fólk geti lifað af neysluviðmiðum Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna lengur en í þrjú ár. Þetta segir Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður stofunnar."

Hvað er að ríkisstjórn sem setur neysluviðmið sem að fólk getur ekki lifað af það vekur athygli að hún segir í þrjú ár sem er tæpt kjörtímabil. Kannski ætlar velferðarstjórnin að koma þeim sem lenda í hrammi hennar fram af ætternisstapanum fyrir næstu kosningar þannig að þá verði engir tórandi til að geta kosið nema elítan sem að við fábjánarnir svokölluðu viljum taka af ríkisspenanum en þar virðist alltaf vera til nógur peningur til að setja í hina svokölluðu menningu sem enginn hefur lengur efni á að njóta. Það er ekki einu sinni hægt að éta bækurnar sem gerðar eru í dag en át á skinfellum bjargaði nokkrum mörlöndum á árum áður.

Það er síðan athyglisvert að það eru þessi viðmið sem að forðagæslumenn stjórnvalda nota þegar þeir hafa tekið yfir heimilisbókhald þeirra sem að lenda í greiðsluaðlögun

Þvílík velferð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband