Ekkert skrítið við hana.

Það er ekkert skrítið við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. Eru allir búnir að gleyma því að ekki áttu að vera til betri samningar en Svavar kom með heim síðan voru ekki betri samningar í boði heldur en áramótaógeðið. Hvað hefur síðan skeð. Það fólk sem að ekki mætir á kjörstað og fellir samninginn er fólkið sem vill borga Icesave fólk sem vill heldur fá skjól í nokkra stund heldur en að standa á sínu og sigra storminn, fólk sem telur það í lagi að velta óviðráðanlegum skuldum á börnin sín, fólk sem að heldur að virðing sé fólgin í fjármagni.

Ég tel mig ekki vera svoleiðis fólk ég er búin að kjósa ég sagði nei og tel okkur ekki bera neina skyldu til að borga neitt og mér finnst ekkert skrítið við lýðræðislegar kosningar það kostaði blóð og baráttu að koma þeim á og við eigum að virða þá  baráttu og styrkja lýðræðislegar hefðir sama þó ráðamönnum þyki ekki mikið til þess koma þegar það hentar þeim ekki.


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Skuldar þú ekkert?  Ef þú skuldar, þá er greinilega slatti af fólki þarna úti sem er til í að borga þær fyrir þig, "því það er það rétta í stöðunni og gera það ekki skemmir ímynd þeirra út á við."

Eða eitthvað svoleiðis.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband