Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Að hamra járnið meðan það er heitt.

Nú þegar að allra augu hvíla á landinu þá á að skipuleggja mótmæli við sendiráð erlendra ríkja hér á landi þar sem að lögð er áhersla á viðbrögð þeirra til þess að þeim verði gerð skil í alþjóðlegum fjölmiðlum þannig að þegnar þeirra landa sem eru margir í okkar sporum fái vitneskju um hin sanna gang mála.

Það eru kosningar í Bretlandi og Hollandi innan skamms og ég er viss um það að stjórnmálamenn sem keppa um vinsældir kjósenda vilja ekki sjá myndir af reiðum þegnum annara þjóða fyrir utan sendiráð sín haldandi á Bengal blysum í Íslensku vetrarmyrkri Myndrænna gerist það ekki. En þetta þurfa að vera friðsöm mótmæli það er alveg nóg að sýna í þögn að þjóðinni þyki komið nóg.

 Nú þurfa þeir sem halda uppi vörnum fyrir land og þjóð og þar á ég ekki við Samfylkinguna eða Vinstri Græna þeir flokkar hafa stillt sér við hlið Péturs Postula í afneitun á sjálfum sér og þeim sem ættu að vera þeim kærastir. Ég á við Indifence og aðra þá hópa sem að hefur tekist að velta steininum svo að hann er farin að rúlla. Varðandi líkinguna á Samfó og VG við Pétur Postula þá leiðir framtíðin vonandi í ljós að þeim fer eins og honum og snúa af villu síns vegar en einhvern vegin efast ég um það.


mbl.is Íslendingar telja lánakjörin óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að standa með þjóð sinni. (VIlji er allt sem þarf)

Nú hafa þingmenn tækifæri til að taka höndum saman og sína þjóðinni þannig að hafið sé yfir allan vafa að hagsmunir hennar séu forgangsatriði og um leið gætu þeir skapað sér sess í sögunni.

Árið 480 fyrir Krist stóðu 300 Spartverjar í vegi fyrir óvígum her Persa í Laugaskörðum þeir féllu að vísu allir en lögðu sitt á vogarskálarnar þjóð sinni til bjargar og er enn í dag minnst fyrir hugprýði og staðfestu hver man eftir andstæðingunum. 
 Af hverju er ég að minnast þeirra jú það skildi þó ekki vera að 300.000 manna þjóð hafi í dag sýnt fyrstu viðspyrnu alþýðunnar gegn yfirgangi samtvinnaðs peninga og stjórnmálaveldis fyrstu andmæli þess að þjóðir alla vega sumar sætti sig ekki við að einkavæða gróðann en þjóðnýta tapið.

Ég hef eytt deginum mókandi í hægindastól og fylgst með flestum fréttum dagsins og mér er raun að segja að ég fyrirverð mig fyrir framsetningu fjölmiðla á atburðum dagsins miðla sem þó eru reknir fyrir mitt skattfé.

Það dylst engum að við eigum í milliríkjadeilu og það er hlutverk stjórnmálamanna að ná fram sem hagstæðustum samningum fyrir þjóðina í þannig deilum. Því fer þó fjarri að það hafi tekist heldur var hnoðað saman einhverjum gjörningi vegna þess að menn nenntu ekki að hafa það hangandi yfir sér og því skildi síðan troðið þversum niður um kokið á þjóðinni eins og á franskri aligæs fyrir slátrun þjóðin lætur ekki bjóða sér það og mér til undrunar þá stóð forseti vor með þjóðinni samkvæmur sjálfum sér og nýtti stjórnarskránna á þann máta sem til hefur verið ætlast frá því að hún var gerð. Nota ég hér með tækifærið til að hrósa honum en tek þó fram Ólafur að ég mun ekki kjósa þig frekar en venjulega.

En aftur að fjölmiðlum frá því að útsending hófst og eins lengi og ég hélt rænu var stöðugt framboð á hamfaraspám með öllum mögulegum og ómögulegum heimsendum fyrir land og þjóð ef lögin yrðu ekki samþykkt ég get bara ekki munað eftir samfelldri mínútu sem að var notuð til að kynna málstað þeirra sem að eru andstæðingar gjörningsins við borgum jú afnotagjöld líka.
Í mínum huga var þetta svipað og að BBC hefði lesið upp úr riti Adolfs heitins meðan að Bretar hörfuðu frá Dunkirk mér varð eiginlega hugsað til þess að svona hefðu fjölmiðlar hljómað í hernumdum löndum seinni heimstyrjaldar.
Þetta er til skammar það er líka þingmönnum til skammar að þeir skuli ekki standa upp og verja hagsmuni þjóðarinnar mér er spurn hvort að mér einum þyki það óeðlilegt þegar menn í áhrifastöðum klifa endalaust á því hvort að þjóðin ætli að vera óábyrgir óreiðumenn og neita að borga skuldir sínar.
Ég er ekki óábyrgur óreiðumaður og ég borga skuldir mínar
En ég vil fá á hreint áður en ég skrifa undir skuld. Í fyrsta lagi er þetta mín skuld, Í öðru lagi get ég borgað hana.
Ef svarið við fyrstu tveimur spurningum er já þá greiði ég mínar skuldir sjálfur en velti ekki byrðunum á börn mín og barnabörn. Það er en langt frá því að fyrstu tveim spurningunum hafi verið svarað á fullnægjandi máta.

Þegar þingmenn koma nú úr jólafríi sem er svipað að lengd og hjá öðrum landsmönnum þá eiga þeir því að hefja vinnu fyrir þjóðina og ekki reyna að snúa sér út út málinu með einhverjum sýndar aðgerðum til að eyðileggja stjórnarskráarkvæðið sem að veitir þjóðinni vernd sem hefur nú sýnt sig að er nauðsynleg.
Það hefur hver spekingurinn á fætur öðrum rætt um það í dag að nú þurfi að ákveða hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla sé framkvæmd. Frá mínum bæjardyrum er það ekki flókið það er boðað til atkvæðagreiðslu um hvort þú styður  frumvarp um ríkis ábyrgð vegna Ícesave já eða nei. Síðan er kjörstöðum lokað og atkvæði talin. Séu nei fleiri en já þá fellur frumvarpið og öfugt.
Ég sé ekki að þetta sé flókið eða að fólki sem er treystandi til að borga reikninginn sé ekki treystandi til að skilja hann en sá málflutningur að fólk hafi ekki greind til að skilja Icesave samninginn og kjósa um hann er ekki þjóðinni bjóðandi.

En eins og ég sagði ég hver þingmenn til að vinna nú í takt við vilja fólksins sem að kaus þá á þing og skapa alþingi Íslendinga þá virðingu sem að það hefur glatað svo illa síðustu misseri. Forsetaembættið endurvann sér smá virðingu í morgun þið getið það líka vilji er allt sem þarf.

Síðan verð ég að bæta því við sem er mín persónulega skoðun að atburðir undanfarinna tíma hafa sett merkingu orðsins fræðingur á svipaðan stað í huga mér eins og matsfyrirtæki setja lánshæfi lýðveldisins.


mbl.is Þing komi saman í vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökrétt af hálfu Hollendinga.

Þetta er rökrétt afstaða af hálfu Hollendinga Það hefur komið í ljós aftur og aftur til dæmis i atkvæðagreiðslum um Lissabon sáttmálann að hin fámenna stjórnmálaelíta Evrópu hefur lagt þann skilning í lýðræði að það sé að þjóðir segi já við öllu því bulli sem að þeim er rétt segi þær nei þá eru greidd atkvæði aftur og aftur þar til rétt niðurstaða hefur fengist. 

Þess vegna kemur mér afstaða Hollendinga ekkert á óvart þeir töldu sig vera búnir að ná bakdyra samkomulagi um það að Íslendingar dagsins í dag bæru ekki hag barna og barna barna sinna meir fyrir brjósti en það að þeir myndu skuldsetja þau um óráðna framtíð.

Nei kæru Hollendingar hvort sem að okkur líkar betur eða verr hvort sem við erum hlynntir Icesave eða á móti því. Þá kom Ólafur R Grímsson þægilega á óvart í dag þegar hann sýndi okkur að sumstaðar í heiminum ríkir enn lýðræði og að sá öryggisventill sem að forfeður okkar settu í stjórnarskrá virkar þjóðinni til hagsbóta þegar til lengri tíma er litið.


mbl.is Hollenskir stjórnmálamenn harðorðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Sigmundi

Ég held að Sigmundur hafi rétt fyrir sér í þessu að hér fari pantað álit. Enda ef hlustaðér á fréttir núna þá sést að það er byrjað að troða hinum eina sannleika ofan í lýðin og það er að hér fari allt til fjandans ef að klafinn verði ekki samþykktur.

Ég er orðin þeirrar skoðunar að nýtt Ísland verði ekki byggt upp nema að fólk líti langt til baka til þess hvernig við stofnuðum það sem var eiðilagt og nýtum okkur það hvernig það var gert með lærdómi af mistökunum.

Því mæli ég með því að vér landsmenn stofnum því nú þegar nýjan banka banka fólksins endurvekjum kaupfélögin og verslunarfélögin og ungmenna félagsandan Íslandi allt.


mbl.is Segir nýtt lánshæfismat S&P mjög sérkennilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá forsetanum

Þetta er rétt mat hjá forsetanum og vel greint enda hér um fyrrverandi innanbúðar mann úr þessu kerfi að ræða svo að hann ætti að þekkja brestina. Sumir vilja nú meina að hann hafi átt einhvern þátt í þeirri stjórnarbyltingu sem fram fór á síðasta ári bak við tjöldin en því getur hann einn svarað og annað er getgátur.
mbl.is Ólafur Ragnar: Flokksskírteinið oft mikilvægara en hæfni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér fannst skaupið betra.

Þetta var ekkert al slæmt ávarp frá forseta vorum en fyrir mína parta þá fannst mér áramótaskaupið mun betra en þetta ávarp. Það syndi okkur í hnotskurn brestina sökudólgana hrunið  og afleiðingarnar og endaði með baráttukveðju. Það tók á þjóðarsálinni og hikaði ekki við að ýfa aðeins upp sárin en þess þarf stundum. En það stappaði líka í fólk stálinu í lokinn sýndi trú á réttlætið og uppgjörið og áréttaði það að Íslendingar þurfa ekkert að skammast sín fyrir að vera Íslendingar. Það er jú ekki fjölskyldunni á bújörðinni að kenna þó að fjarskyldur frændi hafi orðið óreglu að bráð og lagt allt í rúst. 

Ávarp forseta vors fannst mér frekar flatt jú jú hann talaði um tækifærin í hinu og þessu aðallega á hinum hástemmdu nótum meðan sannleikurinn er að til þess að ná okkur upp úr kreppunni þá verður að efla það sem menn kalla þungaiðnað meðan að sprotarnir eru að vaxa.
Það getur vel verið að þetta ávarp hafi höfðað til hinnar menntaðri milli og efri stéttar en fyrir þá sem að tilheyra hinum efnaminni þjóðfélagshópum og eru atvinnulausir gerði það ekkert.

Ég bíð síðan spenntur eftir niðurstöðu Ólafs varðandi Icesave niðurstöðu sem að mun um komandi ár hafa áhrif á það hvort að forsetaembættið mun rétta úr kútnum eða ekki. Hann er ekki öfundverður af hlutskipti sínu en þó þarf að muna það að hann stjórnaði að miklu leiti þeirri þróun sem leitt hefur til stöðu hans núna með því að neita fjölmiðlalögunum brautargengi og getur því sjálfum sér kennt um að miklu leiti.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIl hamingju

Óska foreldrunum til hamingju með að byrja árið á þennan hátt það er ekkert merkilegra í lífinu en tilkoma nýs fjölskyldu meðlims. Óska ungu stúlkunni og öðrum nýárs börnum bjartrar framtíðar.

Ég vil samt votta foreldrunum samúð mína yfir því að þau séu í verri aðstöðu við að taka á móti þessu barni heldur en ef það hefði fæðst kl 23.59 áður en skerðing fæðingar orlofs tók gildi. Svona er Ísland í dag mismununin í jafnaðarþjóðfélaginu hefst strax við fæðingu.


mbl.is Stúlka fyrsta barn ársins á Landspítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband