Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
9.1.2010 | 13:10
Bjarni á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Svona hljómaði frétta yfirlit eins fjölmiðils í hádeginu það varð að bíða eftir fréttinni sjálfri til að fá sannleikann fram svona er um stærstu fjölmiðla landsins í augnablikinu það er ekki að sjá að þeir hafi þann sóma í ranni sínu að styrkja málstað þeirrar þjóðar sem greiðir öðrum lögbundin afnotagjöld og þarf að greiða kostnaðinn að skuldaeftirgjöf hins. Það er greinilega engin virðing fyrir þjóðinni á þeim bæjunum aðeins undirgefni fyrir eigendum og valdi.
Danir og önnur Norðurlönd vilja lána okkur ef við segjum já við Icesave í minni æsku var það kallað mútur eða kúgun. Hver er sómi þessara manna í dag eða þá sómi Íslenskra stjórnmálamanna að beygja sig í móðurættina gagnvart þessu. Þetta sýnir að stjórnmál eru félagsskapur af svipuðum meiði og Casa Nostra að mínu mati.
Er það tilviljun eða er það svoleiðis að lýðræði í heiminum virðist vera á miklu undanhaldi nú þegar flestum ríkjum er stjórnað að sócialdemokratískum ríkisstjórnum.
Er það nú að sannast í Evrópu sem að Rússar komust að í kringum 1990 að vinstri stefnan virkar ekki þjóðfélögum og þegnum þeirra til framdráttar að hún er í raun andlýðræðisleg í öllum sínum ljóma. Það má jú kjósa en niðurstaðan þarf að vera elítu einveldinu þóknanleg og alt tilvinnanlegt til að ná réttri kosningu fram mútur hótanir og aðrar ógeðfeldar aðferðir.
Megi hinar öldnu Skandinavísku vinarþjóðir skammast sín og megi þegnar þeirra sem fyrst sjá í hverja vegferð þeir eru komnir undir þeim stjórnum sem þar ríkja. Það er Ísland í dag en bak þeirra sjálfra á morgun.
Fyrir okkur hina yfirgefnu hér í Norðurhöfum er þó einn kostur eftir og það er að framselja fullveldi okkar til Færeyja ég vildi heldur beygja mig undir þeirra vald heldur en andlýðræðislegt vald sameinaðar Evrópu.
Þá sem að heyrðu það sem haft var eftir Þorsteini Pálsyni á Bylgjunni bíð ég að íhuga að þar fer einn aðalsamningamaður Íslands í samningum við ESB eftir þær tilvitnanir er mér til efa að hagstæður samningur fyrir þjóðina náist en eflaust næst góður samningur fyrir stjórnmálaelítuna. Ég tek þó fram að þetta var sagt í fjölmiðli og þeir geta mistúlkað orð og gerðir.
Einn er þó sá stjórnarliði sem stöðugt stendur meira og meira upp úr fjöldanum óháð pólitík, stefnu og staðföst, með eindæmum rökföst og eins mikið og ég sveiaði við skipun hennar í embætti viðurkenni ég fúslega að ég tek hatt minn ofan fyrir henni dýpra og dýpra í hvert sinn sem hún mælir þar fer saman yfirvegun og réttlæti í flestu. Enda er hér á ferðinni hin Íslenska gyðja réttlætis sjálf Dómsmálafrúin um félaga hennar í buisnessmálaráðuneytinu er hins vegar ekki hægt að segja sömu sögu. Hann er sokkin í mýrina vel upp fyrir mitti. Megi komandi stjórnir bera gæfu til að nýta sér krafta Rögnu um langa framtíð.
Ég mun því að ofansögðu enn fylgja 6 af hverjum 10 landsmönnum og segja nei við Icesave.
Bjarni: Eigum aðra kosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2010 | 20:12
Ég er talinn tregur skilst mér
Ég er víst tregur allavega mátti skilja það á kvöldfréttum sjónvarpsins að menntunarstig þjóðarinnar væri ekki meira en svo að sennilega myndi stór hluti hennar ekki skilja þá spurningu sem lagt var upp með.
Ég vil róa Íslenskt fjölmiðlafólk og benda því á það að ég tel að ég og ótalmargir skilji spurninguna mjög vel og teljum okkur vel færa um að svara henni jafvel þó að þar séu orð sem ná 9 stafa lengd eða meira.
Varðandi þá tilhneigingu að höfða til siðferðilegra skildu okkar til að borga þegar öll önnur rök eru þrotin þá vil ég benda þeim fræðingum á að gjaldþrot bankanna kom varð ekki vegna lykkjufalls á mínu siðferði en það lækkaði kaupmátt minn, rýrði sparnað minn og hækkaði húsnæðislán mín siðferði mitt snerti það ekkert.
Ég mun því enn sem fyrr segja nei við Icesave
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2010 | 16:25
Lausn á Icesvae
Ég er með lausnina á Icesave deilunni. Setjum Þórólf bara upp í sem greiðslu annar eins aðdáandi ESB finnst vart norðan miðbaugs og hann mundi gagnast ESB löndum vel í trúboði þeirra um ágæti söfnuðarins
Hér hann varla í merkara hlutverki að mínu mati en Þorvaldur Konráðsson Víðförli sem túlkaði fyrir Friðrik trúboðsbiskup frá þýskalandi í trúboði hins síðarnefnda á Íslandi kringum 981.
Segir Íslendinga þurfa á ESB að halda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2010 | 11:46
Að botna í einhverju
"Frú forseti, þú verður að afsaka, en ég botna ekkert í þessum málflutningi.
Ég skil þessi orð háttvirt þingmanns mjög vel því að ég sjálfur hef aldrei botnað nokkurn skapað hlut í henni. En svona er það sumt bara skilur maður ekki þrátt fyrir einbeittan vilja.
En má ekki spyrja hvort að háttvirtur þingmaður skilji þjóð þá sem hún þiggur umboð sitt frá?
En ég skil að mér er ekki heimilt að skuldsetja afkomendur mína og setja framtíðar afkomu þeirra í voða vegna skuldar sem óvissa ríkir um svo mikið skil ég. Ég skil líka að maður öðlast ekki virðingu með því að samþykkja alt sem rétt er að manni og virðing er innunninn á löngum tíma en felst ekki í ómarktækum popppúlisma augnabliksins.
Þess vegna segi ég Nei við Icesave.
Ég botna ekkert í þessum málflutningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2010 | 00:06
Vinstri menn klúðra tækifærinu.
Ég er fylgjandi frjálshyggju og hægrisinnaður enda tel ég mig hafa þroskast eðlilega var ekki sagt að ef maður væri ekki kommúnisti þegar maður væri ungur væri maður hjartalaus en ef maður væri enn komunisti þegar maður væri komin til vits og ára þá væri maður heilalaus.
Sem áskrifandi að málgagni Maóista á Íslandi í æsku og harður hægri maður á eldri árum þá hef ég þroskast með árunum samkvæmt þeim spekingi sem mælti þessi orð.
Því ætti ég að gleðjast yfir enn einu klúðri vinstri manna hér á landi en einu tækifærinu sem þeir glata og en einum viðbrögunum sem að eyðileggja fyrir þeim er fram líða stundir en ég gleðst ekki vegna þess að ég er Íslendingur og óháð þeim skoðunum sem ég aðhyllist vil ég að hvert tækifæri sé notað er gagnast getur þjóð, landi og afkomendum mínum.
Hvað á ég við með að vinstri menn séu að klúðra tækifærinu jú þeir halda hér á einu stærsta tækifæri sem að vinstri menn hvar sem er í veröldinni hafa fengið til að sannfæra veröldina um ágæti stefnu sinnar. Heimurinn er í rúst frjálshyggju hefur verið kennt um þó að mínu mati sé hann í rúst vegna þess að hana vantaði.
Í frjálshyggju hefðu bankar rúllað og lífið byrjað upp á nýtt fólki verið refsað fyrir að trúa bankamönnum kerfið hefði endurræsts af sjálfu sér og verðlausir hlutir þurkast út.
En neitun Ólafs á samþykki laga sem leggja ofurklyfjar á þjóðina er þegar farin að vekja athygli á að einhver stendur upp fyrir litla manninum Ríkisstjórn Íslands er að glata tækifæri til að ganga fram fyrir skjöldu sem stjórn sem setur þegna sína í forgang gegn heimskapítalismanum sem vinstri menn tala svo mikið um.
Í staðin tekur hún sér verkfæri andaræktenda í hönd og ætlar að troða lögunum ofan í þjóðina og reka á eftir með priki.
Það tækifæri að verða fyrsta alvöru jafnaðarmanna stjórn veraldarinnar sem hefði jafnvel með réttum áróðri afrekað það að koma af stað alvöru hreyfingu í heiminum sem hefði jafnvel á endanum fellt það kerfi sem nú er í gildi og telur sjálfsagt að ábyrgðarleysi fjarmagnseigenda sé velt yfir á skattgreiðendur. Því tækifæri var klúðarð í einhverju óskilgreindu geðvonskukasti í beinni.
Í stað þess að grípa tækifærið og ganga fram með yfirlýsingu um að nóg sé komið af kúgun og óréttlæti setja skuli fólk framar fé í forgangsröðinni. Nei í stað þess skutust stjórnaliðar í skotgrafir töluðu land sitt og þegna niður í svaðið og hófu hræðsluáróður og hamfaraspár ef ekki yrði gengið að hótunum erlendra ríkja og kapitalismanum bætt allt sitt tjón.
Ef horft er til þess hvernig þessu tækifæri er forklúðrað og öll áhersla lögð á þá helvist sem býður okkar ef þetta er ekki samþykkt en ekki minnst orði á það að við eigum fjölmarga skoðanabræður út í hinum stóra heimi það marga að sennilega óttast mörg stjórnvöld þann fjölda ef hann risi upp.
Þess vegna velti ég því fyrir mér í dag hvort að vinstri mönnum sé svona mislögð höndin að þeir glutri niður upplögðu tækifæri til að vinna stefnu sinni stór sigur, ekki dettur mér í hug að fría þeim vits og skynsemi til að sjá ekki möguleikann.
En kannski eru þeir bara engir vinstri menn í raun bara en ein útgáfan af miðju moði fast tengdu við eigendur fjármagns hjúfrandi sig í faðmi alþjóðlegs saumaklúbbs stjórnmála og peninga elítu sem löngu er búin að útdeila þægilegum stöðum til þeirra fótgönguliða sem þeim eru þóknanlegir og hafa skilað góðu dagsverki í þágu klúbbsins.
Hvernig er annars hægt að útskýra það hatur og löngun til að troða ólögunum ofan í þjóðina sem að mínu mati ríkir hér hjá mörgum ráðamönnum í garð þeirrar þjóðar sem þó fól þeim það vald sem þeir hafa.
Frá mínum bæjardyrum séð þá hlýtur að vera ástæða fyrir þeirri heift það skildi þó ekki vera að samþykki þjóðarinnar hafi verið lofað á leynifundum út í löndum og við það loforð skuli staðið með góðu eða illu hvað sem vilja þjóðarinnar lýður því annars glatist gagnloforðin.
Ekki veit ég það og kannski er ég bara sona illa þenkjandi. En ég sem hægri maður þakka alla vega fyrir þá gæfu að menn skuli glata niður þessu einstaka tækifæri til að greiða kapítalismanum heljar högg i nafni vinstri stefnu það styttir tíman þangað til að hér ríkir aftur hægri stjórn og lífvænlegt verður á landinu á ný.
Orð dagsins eru orð sem ég heyrði í Kastljósi frá fræðingnum sem útskýrir mismuninn á könnun dagsins og eldri könnun en nýrri könnunin sýnir að meiri hluti muni samþykkja Icesave. Hann sagði eitthvað á þá leið að munurinn væri að þeir sem að gerðu fyrri könnunina leituðu ekki til fólks sem væri eldra en 67 ára.
Ef að það er staðreyndin að eldra fólk ætli að samþykkja Icesave vitandi það að greiðslubyrðin lendir að öllum líkindum ekki á því vegna lögmáls lífsins þá hvet ég þá hina sömu til að líta á myndir af barnabörnum sínum og spyrja sjálfan sig höfum við leyfi til að skuldsetja þau þannig að þau hafi ekki sömu tækifæri og við höfðum í lífinu.
Ég tel mig ekki hafa leyfi til þess og ég segi Nei við Icesave.
Hagsmunir fólks settir ofar hagsmunum banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 20:03
Gárur á vatninu
Er nokkur furða að neitun forsetans valdi stjórnmálaelítunni nokkrum ótta ef að svo væri að þetta yrði sá dropi sem að fyllti mælirinn og samtvinnuð stjórnmála og peninga elíta kæmist ekki lengur upp með að velta vitleysum sínum yfir á bök skattgreiðenda landa sinna.
Mig myndi ekki furða þó að ótti um slíka þróun ylli þessum hópi svefnleysi og þar gæti verið komið skýringin á illsku samskonar elítu íslenskrar sem gæti verið ásökuð af klíkubræðrum sínum erlendum um að hafa misst tökin á lýð þeim sem henni var treyst fyrir að stjórna af félögum sínum í ESB.
Því eins og ég segi í byrjun þá er það ekkert sem má gára hið kyrra yfirborð kúgunar fjármagns og stjórnmála því ef það gáraðist gæti gosið upp svo römm ýldufýla að jafnvel sjálfri jörðinni stafaði hætta af.
Ísland forsmekkurinn að því sem koma skal? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 19:55
Ekki furða
Það er ekki furða að svona niðurstaða fáist eftir að áróðursmaskínan hefur djöflast frá því í gær á því að hér sé allt að fara til fjandans BBC Iceland með höfuðstöðvar í Efstaleitinu eiddi 95% af kvöldfrétta tíma sínum í að tala hér allt til andskotans en notaði jú ca 5% til að fjalla um að kannski myndi þetta ekki breyta miklu. Ég trúi orðið Evu Joly betur heldur en RUV og vandlætingarfullum fréttamanni á Bessastöðum sem sagði með kvörtunartón í kvöld að Ólafur vildi ekki tala við hana en ætlaði að tala við BBC London í kvöld. Kannski metur forsetin það svo að það sé líklegra þjóð og landi til framdráttar að tala við erlenda fjölmiðla sem að virðast í heildina vera þjóðinni vinsamlegri heldur en þjóðarinnar eigin fjölmiðlar og stjórnmálamenn. Kannski væri betra fyrir þjóðina að greiða afnotagjöldin til BBC London
Þó skal virða það við Sigmar núna að hann er all beinskeyttur við Steingrím.
Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 13:32
Rangt hjá Birni
Jú stjórnin var kosin sem starfsstjórn hún átti að starfa hratt og vel að því að endurreisa heimilin í landinu slá skjaldborg um þegnanna og innleiða réttlæti og jafnar byrðar. Sé litið yfir það hvað af þeim verkum hefur komist í framkvæmd þá er mér alveg lífsins ómögulegt að kalla núverandi stjórnvöld starfstjórn. Frá mínum bæjardyrum séð hefur hún ekki gert nokkurn skapaðan hlut nema að gera illt ástand verra.
Ríkisstjórnin er starfsstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 12:59
Veit RUV af þessu
Mæli með fjöldapóstsendingu á RUV þeim virðist vera gjörsamlega ómögulegt að finna jafnvel smá frétt sem styður málstað þjóðar þeirrar sem þó er skikkuð til að greiða afnotagjöld til þeira hvort sem hlustað er á miðilin eða ekki.
Verða að lækka Icesave-kröfuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 10:44
Er sigur mögulegur.
Það skildi þó ekki vera eins og ég ýja að í bloggi í gær að synjun forseta vors sé upphaf á meiri atburðum heldur en menn gera sér grein fyrir það er því að afstaða hins almenna þegns út um lönd sé sama og hins almenna Íslendings það er að almenningur beri ekki ábyrgð á skuldum einkabanka. Getur verið að erlendis geri fólk sér grein fyrir því að ef Íslendingar eigi að bæta tjón það sem græðgi Íslenskra bankamanna olli þá geti það í framtíðinni leitt til þess að sú hin sama alþýða þurfi að greiða fyrir græðgi sinna eigin bankamanna. Það skíldi þó ekki vera að gærdagurinn hafi verið orusta Íslendinga í þeirra eigin Laugaskarði og að enn sé von um sigur ef vel er barist.
Þessar kannanir hafa ekki staðið lengi en væri hatrið eins mikið í okkar garð og okkar eigin Göbbels fjölmiðlar reyna að troða inn hjá okkur væri það strax komið fram. Eina björgunar ráðið fyrir Íslensk stjórnvöld er sennilega nú að nýta nú allar tölvur ríkisins til að greiða atkvæði með því að við eigum að borga reikninginn svona á svipaðan hátt og sumar þeirra virtust vera notaðar til að gera Indifence undirskriftarsöfnunina ótrúlega.
Það væri nú stjórnvöldum til sóma að viðurkenna að þau eru jafn breysk og við almúginn að tími hins óskeikula einveldis er liðin og öld hins upplýsta lýðræðis var endurræst á Bessastöðum í gær. Þau hin sömu stjórnvöld mun fljótt finna að þjóðinni er eins farið og föðurnum sem slátraði alikálfinum við heimkomu týnda sonarins og stjórnvöld mun öðlast fyrirgefningu en fyrst verða þau að sýna iðrun og yfirbót áður en þau geta fundið sér stað aftur í hjarta þjóðarinnar og þau verða að vinna vinnuna sína.
Eiga Íslendingar að greiða? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |