Að hamra járnið meðan það er heitt.

Nú þegar að allra augu hvíla á landinu þá á að skipuleggja mótmæli við sendiráð erlendra ríkja hér á landi þar sem að lögð er áhersla á viðbrögð þeirra til þess að þeim verði gerð skil í alþjóðlegum fjölmiðlum þannig að þegnar þeirra landa sem eru margir í okkar sporum fái vitneskju um hin sanna gang mála.

Það eru kosningar í Bretlandi og Hollandi innan skamms og ég er viss um það að stjórnmálamenn sem keppa um vinsældir kjósenda vilja ekki sjá myndir af reiðum þegnum annara þjóða fyrir utan sendiráð sín haldandi á Bengal blysum í Íslensku vetrarmyrkri Myndrænna gerist það ekki. En þetta þurfa að vera friðsöm mótmæli það er alveg nóg að sýna í þögn að þjóðinni þyki komið nóg.

 Nú þurfa þeir sem halda uppi vörnum fyrir land og þjóð og þar á ég ekki við Samfylkinguna eða Vinstri Græna þeir flokkar hafa stillt sér við hlið Péturs Postula í afneitun á sjálfum sér og þeim sem ættu að vera þeim kærastir. Ég á við Indifence og aðra þá hópa sem að hefur tekist að velta steininum svo að hann er farin að rúlla. Varðandi líkinguna á Samfó og VG við Pétur Postula þá leiðir framtíðin vonandi í ljós að þeim fer eins og honum og snúa af villu síns vegar en einhvern vegin efast ég um það.


mbl.is Íslendingar telja lánakjörin óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að vinna með breta hérna heima á íslandi sem var að hlusta á íslenska viðskiptaráðherrann í viðtali við BBC.  það er skemmst frá því að segja að viðtalið hjómaði í breskum eyrum einsog að forsetinn hafnaði lögunumm vegna þess að við viljum ekki borga, en hefðum alveg efni á því og ekkert var minnst á hvessu miklar skuldbindingarnar eru eða hverjar afleiðingar samþykktar gætu orðið, né lagalegar hliðar á aðgerðum breta eða skyldu okkar til þess að borga fullar 100 þúsund evrur í stað 20 þúsund einsog regluverkið segir.  sem sagat hann talaði máli breta.  hann gékk víst svo langt að segja að samningurinn sé sanngjarn fyrir alla aðila, samkvæmt þessum vinnufélaga mínum.  og ég spyr er þetta sá málstaður sem sjórnvöld ætla að taka upp, eða er viðkiptamálaráðherra að fara í fjölmiðlabann.  Af hverju tala menn ekki máli þjóðarinnar í stað þess að fara í fílu.

Þetta er orðin hlutur og ekkert við því að gera, það hjálpar engum nema viðsemjendum okkar að tala þeirra máli.

joi (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 11:12

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjartanlega sammála þér það þarf að bretta upp ermarnar og hefja sókn og hætta að spila endalausan varnabolta. Og stjjórnvöld þurfa að hætta að skammast sín fyrir að vera Íslendingar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband