Að skattleggja fólk út yfir gröf og dauða

Ég las blogg Páls Blöndal um hækkun eignarskatta og rakst þar á alveg brilljant hugmynd fyrir Steingrím hugmynd sem að mínu mati setur ný víðmið í jöfnuði og hugmyndum að nýrri skattheimtu.´
Sú athugasemd sem að mér er í huga fjallar um það að það mætti skattleggja eldra fólk sem á skuldlaust húsnæði með vænum eignaskatti og til þess að það rýrir ekki afkomu þeirra er sett fram eftirfarandi hugmynd.

"það má útfæra þetta á marga vegu. Ef við erum að tala um fólk sem er komið á ellilífeyri en á miklar eignir, þá mætti hugsa sér að bjóða því lán sem yrði ekki greitt af fyrr en við fráfall eigenda. Þá kæmi þessi skuld til frádráttar í skiptabúi. En skatturinn hefði að öðru leiti engin áhrif á viðkomandi ellilífeyrisþega"

Þessi hugmynd setur ný viðmið í skattheimtu því hún opnar á leiðina að skattleggja okkur á himnum eða í helvíti á hvorn staðin sem við förum.
Er nokkur furða á að maður sé hægri maður.

Ég tek fram að þetta er hugmynd í athugasemdum hjá Páli en ekki hans skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband