Gott mál

Núna verð ég að standa við gefið loforð og gerast áskrifandi að Mogganum. Mér finnst gott mál að fá Davíð í ritstjórnina og er viss um að það á eftir að lífga upp á tilveruna núna í skammdeginu. Ég verð líka að segja að ég ber virðigu fyrir þeim sem eru það trúir sjálfum sér að þeir ætla að sýna hug sinn í verki með því að hætta að kaupa Morgunblaðið og hætta að Blogga enda geri ég ráð fyrir því að þeir hinir sömu hafi þegar hætt að versla í Bónus lagt farsímum sínum og sagt upp áskrift að öðrum fjölmiðlum í eigu útrásarmanna. Ég aftur á móti kem til með að lesa Moggann áfram og versla þar sem næst er hverju sinni alla vega enn um sinn.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síminn minn hefur engar skoðanir á pólitík og getur af sjálfum sér hvorki sagt satt, né ósatt.

Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Spurninginn er hvern þú styrkir með afnotagjaldinu .

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.9.2009 kl. 22:07

3 identicon

Allir andstæðingar útrásarvíkinganna eru hættir að versla við Bónus og byrjaðir að versla í Hagkaup. Þeir sem voru hjá Vodafone fluttu sig yfir á Símann og vice versa.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:40

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

betra að flytja sig i Fjarðarkaup verra með símann

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.9.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband