Fengu Bretar Íslenska ráðgjöf

Ég trúi því að Bresk og Hollensk stjórnvöld hafi leitað til Íslensku  bankanna um hvernig semja skildi um Iceasave. 
Ég er líka þeirrar skoðunar að aldrei hafi Íslensk hagsmunagæsla lotið lægra heldur en í þessum samningaviðræðum.
Hvaða mótrök eru það sem sjást í mörgum athugasemdum hér að Bretar og Hollendingar hafi ekki viljað ræða þá leið sem hér er talað um.
Vildu Bretar ræða útfærslu landhelginnar. Voru þetta ekki samningar þriggja fullvalda ríkja eða hafa stjórnvöld svo litla trú á þjóðinni, sjálfum sér og verkefninu sem að þau þóttust ráða við að þau reyndu aldrei að vernda hagsmuni þjóðarinnar.
Hvaða samningaviðræður eru fólgnar í því að lyppast niður bara af því að mótaðilinn vill ekki ræða málin auðvitað vilja mótaðilar ekki ræða þau mál sem að ekki henta þeim þess vegna eru þetta kallaðar samningaviðræður menn semja og ná lendingu og reyna að hafa réttlætið að leiðarljósi.
Það sem virðist aftur á móti hafa skeð í Icesave samningunum er kallað kúgun yfirgangur óréttlæti frá hendi viðsemjanda okkar og mér skortir lýsingarorð yfir framgöngu okkar manna en allavega var þar algert virðingarleysi fyrir okkur umbjóðendum sínum að mínu mati.
Og ég er að verða þeirrar skoðunar að samningarnir séu jafnvel tilraun til að verja þá sem að í raun ollu hruninu og velta þunganum yfir á þjóðina.

Hvers vegna held ég að Bretar hafi fengið Íslenska ráðgjöf vegna þess að Icesave samningurinn er nákvæmlega eins og þeir samningar sem að Íslenskum almúga er boðið upp á fólki er talið trú um að allt reddist og það verði ekkert mál að borga ef því verði bara frestað í nokkur ár.
Bankar bjóða fólki þetta nú þegar.
Svo á að sjá til þegar að tíminn sem að lánin eru fryst er liðin. Þetta er sama bekkinginn og í Icesave það er verið að slá ryki í augu fólks svo að það leiti ekki réttar síns vegna þeirra atburða og glæpaverka sem að ollu margfaldri hækkun annars viðráðanlegra lána. Verka sem að sumir vilja halda fram að hafi ekki verið lögleg en með því að gabba fólk til að skrifa undir einhverja óskilgreinda greiðsludreifingu eða frestun á afborgunum er hægt að véla það frá rétti sínum.

Sömu taktík nota Bretar og Hollendingar þá gulrót að það þurfi ekkert að borga í 7 ár en sjö ár eru ekki langur tími í sögu þjóðar og gjaldaginn kemur fyrr en varir. Miðað við að Niðurlendingar og Enskir hafi lært þessa samningatækni af Íslenskum bönkum má búast við að þeir hafi lært innheimtu tæknina líka og þá má segja aftur sömu orð og Geir H sagði í hruninu Guð blessi ekki Ísland í það skiptið heldur hina íslensku þjóð sem þá hrekst á vonarvöl nema að allar hagstæðustu spár rætist en að treysta því er svipað og að spila í Lotto eða að hugsa eins og útrásarvíkingur. Sennilega eru þó meiri vinningslíkur í Lottóinu það eru alla veganna fleiri sérfræðingar sammála um hverjar þær vinningslíkur séu heldur en þegar rætt er um vinningslíkur hinna Íslensku Versalasamninga.

 


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband