Hafa bankar ekkert lært og þroskast.

Ungur einstaklingur þurfti að skipta greiðslum á greiðslukorti sinu hjá ákveðinni bankastofnun. Það er ekki í frásögur færandi bankinn heldur kortinu og gjaldfærir mánaðarlega umsamda upphæð af reikningi inn á skuldina.
Þetta er ekki í frásögur færandi nema það að um hver mánaðarmót síðan hefur viðkomandi stofnun tæmt reikninga þessa einstaklings til lúkningar skuldinni og um hver mánaðarmót hefur þurft að fara í stofnunina til að laga málið og fá þá til að standa við gerðan samning.

Þetta er eins um þessi mánaðarmót nema að nú ber svo við að bankinn neitar að greiða til baka það sem hann hefur tekið af reikningnum en býður einstaklingnum yfirdrátt í staðin og í raun þvingar hann til að taka yfirdráttinn vegna þess að öðruvísi nær sá hin sami ekki að lifa út mánuðinn.

Þessi hugleiðing mín er ekki vegna þess að ég telji að fólk eigi ekki að standa í skilum eða að fá einhverja sérmeðferð heldur er hún vegna þess að ég tel að bankastofnunin sé að þvinga einstakling inn á braut sem að leiðir af sér hærri vaxtagreiðslur til bankans af hendi viðkomandi.
Auk þess tel ég orka tvímælis að bankastofnanir geti vaðið inn í reikninga fólks fram yfir þær heimildir sem að þeim eru gefnar af eiganda.

Þessi stofnun sem er afkomandi þeirrar stofnunar sem lagði landið í rúst og ætlast til að landsmenn borgi hefur ekki lært neitt alla vega ekki auðmýkt gagnvart viðskiptavininum Sama fólkið og vélaði einstaklinga til að færa fé af reikningum inn á markaðssjóði vinnur þarna enn og að mínu mati hefur það ekkert lært.

Ég segi eins og amma mín heitin sagði og sveitattann barasta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband