Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
30.8.2009 | 21:31
"Náhirð SJálfstæðisflokksins"
Sennilega er ég partur af náhirð þó ekki náhirð Sjálfstæðisflokksins en ég er partur af þeirri svokölluðu náhirð sem að vill fella Icesave samninganna og geri kröfu um að forseti vor sé samkvæmur sjálfum sér og neiti að skrifa undir þá. Eitthvað virðumst við sem erum á móti þessu fara í taugarnar á Dv samkvæmt þessum pistli
http://www.dv.is/sandkorn/2009/8/30/nahird-treystir-forsetann/
En þar stendur "Meðal þeirra sem leggjast harkalega gegn lögunum og leggja traust sitt á forsetann er náhirð Sjálfstæðisflokksins undir forystu Davíð Oddssonar." Ég legg þann skilning í þetta að það sé ljóst að eigendur DV vilja endilega að þjóðin borgi þetta.
Hverjir eiga aftur DV?
Hvet ykkur til að lesa þetta þó að það þurfi að gera það í biðröð í búð ef þið kaupið ekki blaðið.
29.8.2009 | 22:00
Að hafa enga skoðun.
Það eru ekki ýkjur að segja að síðan afgreiðslu Icesafe málsins lauk hafi ég verið öskuvondur.
Ég er ekki öskuvondur út í félagsmenn Við gerðum ekki neitt flokksins eða félagsmenn eins í dag og annað á morgun flokksins.
Það hefur verið vitað fyrir löngu að þeir fyrrnefndu hafa enga aðra skoðun en flokkurinn úthlutar þeim og ekki ætla ég að dæma um hver úthlutar flokknum skoðunum þó að ég sjái að þær eru mjög oft í takt við þær skoðanir sem að birtast í þeim fjölmiðli sem segist vera sá mest lesni á landinu en er í raun troðið inn um hverja lúgu óháð því hvort menn lesa hann eða ekki.
Hinn flokkurinn hefur skipt um skoðun svo oft að það líkist helst keppni í pönnuköku snúningi maður veit aldrei hvort snýr upp réttan eða rangan því breytingarnar eru svo hraðar.
Ég áfellist ekki fyrrnefnda flokka enda hafði ég enga trú á þeim. Ég hrósa síðan Framsókn fyrir að vera samkvæm sjálfum sér alla leið.
En sá flokkur sem kennir sig við Sjálfstæði fær mínus hjá mér og hefur valdið mér miklum vonbrigðum að sitja hjá er ekki að taka afstöðu að mínu mati.
Að sitja hjá í þessu máli að mínu mati er til skammar það er fyrir mér eins og að hafa enga skoðun.
Ég virði það við menn að þeir greiði atkvæði með óskapnaðinum en bið Guð að fyrirgefa þeim því þeir vita ekki betur. Ég virði þá sem að vilja þjóðinni vel og segja nei. En ég hef skömm á þeim sem ekki taka afstöðu og víst er að þeim gagnast ekki að sækjast eftir atkvæði mínu það sem eftir lifir þeirra pólitíska ferils.
Nú er síðan komið að stærstu prófrauninni þegar kemur í ljós hvort að æðsti maður þjóðarinnar er samkvæmur sjálfum sér og neitar að skrifa undir lögin .
Megi síðan máttarvöldin gefa okkur alvöru hægri flokk fyrir næstu kosningar flokk sem ver sjálfstæði þjóðarinnar og einstaklinganna sem tilheyra henni.
29.8.2009 | 21:02
Tekur einhver mark á þessu.
Raforkukerfið verði í almannaeign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2009 | 10:34
Er það lausn á vandamálum okkar.
Eru meiri lán lausn á vandamálum þjóðar sem að fékk skell vegna mikilla skulda ef það er hin sanna hagfræðikenning þá hljóta bankar einfaldlega að lána fólki í erfiðleikum meira það ætti að gilda sama reglan um heimili og þjóð bara mismunandi stærðir ekki satt.
Nei aukin lán eru akki lausnin megi þessi lánastífla vara sem lengst við þurfum aftur á mót að spara og auka gjaldeyrisskapandi framleiðslu.
Það er ekkert leyndarmál að ég er fylgjandi stóriðju ásamt annarri framleiðslu til að skapa þjóðinni viðurværi og ætla ég ekki að gera lengra mál úr þeim hluta. En mig langar að velta mér aðeins upp úr hvar mætti spara aðeins að mínu mati.
Það þarf að haga sér eins og ábyrgur heimilisfaðir og spara þar sem að það veldur fjölskyldunni minnstu tjóni segja upp óþarfa og einbeita sér að nauðsynjum. Utanríkisþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum hér, ég persónulega er þeirrar skoðunar að utanríkisþjónustan sé notuð til að geyma vini úr pólitík sem að ekki hafa lengur brautargengi hjá þjóðinni, vinnuveitandinn sagði þeim upp. Þetta er ekki tilgangur utanríkisþjónustu heldur er hún hagsmunagæsla fyrir þjóðina og þjónusta fyrir Íslendinga sem að búa í viðkomandi löndum en það er spurning hvort ekki megi einfaldlega sinna þessu frá höfuðborg lýðveldisins.
Það vekur athygli mína að einn sendiherra okkar gat gefið sér tíma frá störfum sínum til að afgreiða eitt stykki Icesave og var snöggur að þrjá fjóra mánuði ef ég man rétt. Ér starfsálag sendiherra ekki meira en það svo að hann geti eitt þessum tíma frá vinnu sinni og ef að svarið er að undirmenn hans hafi séð um dagleg mál sendiráðsins er þá ekki þessum starfskrafti ofaukið á launaskrá okkar þjóðarinnar. Ég bara spyr í fávisku minni.
Ég hef skoðað málið og komist að þeirri niðurstöðu að við eigum að leggja niður öll sendiráð á Norðurlöndum og þá þjónustu sem að þar er sama gildir um Bretlandseyjar og þau lönd í Evrópu sem að flogið er til næstum daglega. Þetta myndi spara stórfé og ég fæ ekki séð að þjónusta myndi verða óásættanleg fyrir þá Íslendinga sem við hana þurfa að búa.
Við bjóðum nefnilega okkar eigin landsmönnum upp á svipaða þjónustu ef málið er skoðað er sennilega dýrara fyrir íbúa Raufarhafnar að sækja þjónustu til Reykjavíkur heldur en íbúa Kaupmannahafnar samt dettur engum heilvita stjórnmálamanni í hug að setja upp sendiráð á Raufarhöfn er það.
Nú er í fréttum að Vegagerðin hafi skipun um að hefla ekki meir á þessu ári sparnaðar aðgerð sem skellur á hinum dreifðu byggðum landsins. Hvers vegna ætti þá að halda uppi þjónustu í erlendum borgum og það borgum þar sem að fargjald til stórhöfuðborgar svæðisins er jafnvel ódýrara heldur en frá hinum dreifðu byggðum og tíðni samgangna miklu meiri.
Hver er til dæmis munur á tíðni flugs Keflavík, Kaupmannahöfn og Reykjavík, Raufarhöfn og hver er kostnaðar munurinn. Séu tölurnar bornar saman sé ég ekki að það sé það mikill kostnaðarmunur milli þessa tveggja staða við að sækja þjónustu höfuðborgarinnar að það réttlæti rekstur heils sendiráðs á öðrum staðnum.
Þurfi að semja um eitthvað eða ræða það þá er búið að finna upp síman, faxtækið, internetið og svo flugið náttúrulega embættismenn geta flogið út að morgni og heim að kvöldi.
Með nesti og á almennu farrými.
Málið er að spara og það á að gera þar sem það bitnar ekki á grunnþjónustu og þeir sem starfa fyrir þjóðina á launum hjá þjóðinni eiga að ferðast á sama máta og atvinnurekendur þeirra en ekki í rándýrum flugsætum. Leggjum niður öll óþarfa sendiráð strax það myndi skapa okkur virðingu valda eftirtekt gera okkur trúverðug og í beinu framhaldi hækka gengi krónunnar.
Í framhjáhlaupi finnst mér það brandari vikunnar að einstaklingur í borgarstjórn borgar sem er að skera niður þjónustu telji það mögulega lausn að setja upp myndavélakerfi til að fylgjast með því hvort að það eru einn eða tveir í bíl og ástæðan jú það þarf að greiða götu menntaelítunnar í skólan af hverju var skólin bara ekki byggður á Hólmsheiði. En athyglisverðara er það að viðkomandi er fulltrúi flokks sem að kennir sig við frelsi einstaklingsins.
Gleðilega helgi.
Icesave losi lánastíflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2009 | 12:55
Jákvætt hvað?
Í féttinni er haft eftir Steingrími að.
"Jákvæðar fréttir af afgreiðslu Alþingis á Icesave-frumvarpinu auki líkur á að málið fari á fulla ferð"
Ég tel þessar fréttir ekki jákvæðar eftirgjöf, gunguháttur og sú undalátsemi sem að kjörnir fulltrúar okkar hafa nú sýnt erlendum valhöfum sem fara með offorsi gegn þjóðinni, já og til viðbótar sú ást og umhyggja sem að þeir hinir sömu fulltrúar vorir hafa sýnt fjármálaöflunum að létta byrðarnar af þeim og varpa á þjóðina. Þetta get ég ekki talið á neinn máta jákvæðar fréttir og ég er sannfærður um að ég á marga skoðanabræður og systur.
Meira síðar þegar ég er ekki umhverfi mínu hættulegur lengur vegna vonsku yfir þessum svikum við þjóðina
Mál fari á fulla ferð hjá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2009 | 12:39
Er ekki allt í lagi
Ef þetta á að vera frétt til að telja okkur alþýðunni trú um að skipun nýs seðlabankastjóra eða samþykkt Íslensku Versalasamningana hafi styrkt krónuna þá er sú hugsun móðgun við okkur sem kölluð erum alþýðan . Hvað hefur krónan styrkst mikið síðan að Davíð var flæmdur frá Seðlabankanum þá átti allt að lagast það er hin rétti grunn punktur gengisins ef við eigum að taka mark á forustumönnum okkar.
Það er ekki boðlegt að vitna í sögulegt lágmark krónunnar og tala um umtalsverða styrkingu. Fréttin er í sjálfsögðu rétt en ég set spurningamerki við hugsunina á bak við hana eins og ég set spurningamerki á bak við svo margt í þjóðfélaginu í dag.
Greip Seðlabankinn kannski inn í gengið í dag til að hjálpa til við sögufölsun það væri fróðlegt að vita það:
Gengi krónunnar styrkist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2009 | 21:42
Ef ég gæti bara spólað til baka.
Þá myndi ég ekki kenna börnunum mínum að sígandi lukka sé best að ekki skuli reisa sér hurðaás um öxl og að það skipti máli að vera borgunarmaður fyrir því sem að maður tekur að láni.
Af hverju segi ég þetta vegna þess að í allri umræðu um hverju skuli bjarga og hverjum er alltaf einn hópur sem hinir ráðandi og velmenandi telja að ekki eigi að gera neitt fyrir, það er hópurinn sem að ræður við skuldbindingar sínar getur staðið í skilum en hefur samt orðið fyrir stórkostlegum þjófnaði vegna fíflagangs verðtryggingar.
Þetta er hópurinn sem að lifði lífi sínu samkvæmt skynsamlegum forsendum gerði sér grein fyrir að veislan var plat fjárfesti eftir getu og skuldsetti sig með miklum öryggisstuðli. Þetta er fólkið sem hagaði sér á ábyrgðafyllsta mátann lét ekki hagfræðinga stjórnmálmenn eða sölumenn greiningadeilda ljúga að sér og gerði sér í mörgum tilfellum grein fyrir að keisarinn var meira en nakinn hann var gjörsamlega alsber.
Kaldhæðnislegast er að þessi hópur sá hópur sem að í raun er saklausastur af öllu saman kemur til með að verða útundan þegar upp verður staðið.
Ég átti samræður um þetta við afkomanda minn í gær og í raun tel ég eftir það samtal að ég skuldi honum afsökunarbeiðni yfir uppeldinu. Því að það er alveg rétt sem hann sagði, hvaða gagn er að því að tileinka sér gildi heiðarleika, skilvísi, ábyrgðar og nægjusemi þegar að í hvert sinn sem að allt fer í vaskinn þá er þeim sem að fara sér að voða bjargað og þeir verndaðir sem hafa sópað til sín vermætum.
Hann endaði málið með orðunum, þeir einu sem engin skiptir sér nokkurn tíma af og fá aldrei létt af sér okinu eru þeir sem að fara að eðlilegum leikreglum þjóðfélagsins þá er betra að taka þátt í partínu eins og hinir.
Við þessu átti ég ekkert svar því miður því svona hefur þetta verið og verður nema að við sem tilheyrum þessum hópi rísum nú upp og verjum þessi gildi og það sem að þau standa fyrir.
ASÍ: Bregðast þarf við vanda heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2009 | 12:05
Ég elska sósíalisma hann skapar vinnu
Nú verða sett lög um lit og lögun þeirra æðahnúta sem að má fjarlægja á kostnað ríkisins.
Það verður gert samkvæmt eyðublaði ABC5555000112222 sem fæst hjá æðahnúta sérfræðingi 404 sem er í herbergi 1900
En til að fá tíma hjá æðahnúta sérfræðingi 404 þarf að panta tíma hjá viðtalsfulltrúa 606 sem er í stofu 303 og fylla út form CBA5555550000011122222222 í tíriti.
Skrifstofa sérfræðings 404 er síðan opin virka daga frá 1 eh til 9 fh biðtími eftir viðtali er um 2ár og eftir aðgerð ca 80 ár. Þekkir þú einhvern í stjórnkerfinu þá talarðu við hann og ferð beint í aðgerð.
Virðingarfyllst
nefnd um upptöku norrænnar velferðar með sósíalísku yfirbragði.
Herða skilyrði fyrir endurgreiðslu á æðahnútaaðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2009 | 23:37
Eru lífeyrissjóðir að taka okkur í?
Bendi á pressuna en þar er vitnað í Ragnar Ingólfsson sem að kemur með mjög athyglisverðan vinkil á eitt heitasta málefni nú um stundir.
24.8.2009 | 20:59
Hagfræði 101
Ég hef átt í mesta basli með að skilja umræðuna um hagfræði undanfarið enda er ég ekki einn af þeim sem að hafa svo kallaða góða menntun heldur menntaði ég mig í hagnýtri menntun en hún skilar manni víst ekki eins velmenntuðum út í þjóðfélagið og góð menntun gerir. En einn félagi minn kenndi mér hagræði 404 á fimm mínútum í dag og kennsluefnið kostaði ekki neitt ég hef ákveðið að deila menntuninni með ykkur lesendur kærir. Þess má geta að þessi félagi minn er einnig menntaður í hagnýtri menntun.
Ferðalangur gekk inn á hótel í þorpi einu og hringdi bjöllunni á afgreiðsluborðinu. Vertinn kom fram og spurði hvað hann vildi. Ég vil leigja herbergi í mánuð sagði ferðamaðurinn hvað kostar það 1000 dollara var svarið. Hérna er peningurinn ég borga þetta strax sagði ferðamaðurinn það er nú óþarfi sagði vertinn tók samt við peningunum og horfði á gestinn hverfa til herbergis síns.
Þar sem hann velti fyrir sér peningnum mundi hann eftir að hann skuldaði trésmið staðarins 1000 dollara, hann ákvað að nota peninginn til að greiða skuldina við trésmiðinn sem varð heldur betur feginn því pípulagningamaður þorpsins hafði verið hjá honum örskömmu áður og hótað honum illu ef hann greiddi honum ekki 1000 krónur sem trésmiðurinn skuldaði honum.
Nærri má geta að trésmiðurinn hljóp þegar til pípulagningamannsins og gerði upp sín mál og hlaut þakklæti að launum.
Svo var mál með vexti að pípulagningamaðurinn hafði í óvitaskap sínum hlaupið út undan sér og notið þjónustu selskapsdömu þorpsins og þótt gott þangað til að hún hótaði honum að ef hann greiddi ekki þegar skuld sína við hana upp á 1000 dollara myndi hún bjóða eiginkonu hans í kaffi með frekar slæmum afleiðingum fyrir grey karlinn.
Nærri má geta að ekki liðu nema fimm mínútur þangað til skuld pípulagningamannsins við selskapsdömuna var að fullu greidd.
Til að fyrirtæki selskapsdömunnar blómstraði þurfti það aðstöðu og hana hafði hún fengið í hóteli bæjarins hélt daman þegar þangað og greiddi uppsafnaða skuld upp á 1000 dollara því vertinn hafði hótað að loka á frekari heimsóknir þangað nema að skuldin yrði gerð upp og ekki myndi fyrirtæki hennar lifa án aðstöðu.
Því var það svo að eftir innan við tvo tíma hélt nú vertinn aftur á 1000 dollurunum sem hann hafði lagt af stað með, svo skömmu áður.
Kemur þá ekki gesturinn góði inn um útidyrnar frekar þungur á brún. Þetta er nú meira útnára rassgatið, hér er ekkert hægt að gera, kríur kroppa mann í hausinn og svo þekja fuglar mann með gúanói sagði hann og strauk drit af öxlinni
Héðan er ég farin núna á þessari stund og ekki seinna ég vil fá endurgreitt strax. Með semingi rétti vertinn honum 1000 dollarana yfir borðið og maðurinn gekk út í sumarið og sást ekki meir í þorpinu.
Svo segja yfirvöld á annarri eyju fólki að leiðrétting skulda sé ekki möguleg sorry ég trúi þeim bara ekki eftir þetta stutta námskeið.
Kröfur upp á 316,6 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |