Að hafa enga skoðun.

Það eru ekki ýkjur að segja að síðan afgreiðslu Icesafe málsins lauk  hafi ég verið öskuvondur.

Ég er ekki öskuvondur út í félagsmenn Við gerðum ekki neitt flokksins eða félagsmenn eins í dag og annað á morgun flokksins.
Það hefur verið vitað fyrir löngu að þeir fyrrnefndu hafa enga aðra skoðun en flokkurinn úthlutar þeim og ekki ætla ég að dæma um hver úthlutar flokknum skoðunum þó að ég sjái að þær eru mjög oft í takt við þær skoðanir sem að birtast í þeim fjölmiðli sem segist vera sá mest lesni á landinu en er í raun troðið inn um hverja lúgu óháð því hvort menn lesa hann eða ekki.
Hinn flokkurinn hefur skipt um skoðun svo oft að það líkist helst keppni í pönnuköku snúningi maður veit aldrei hvort snýr upp réttan eða rangan því breytingarnar eru svo hraðar.
Ég áfellist ekki fyrrnefnda flokka enda hafði ég enga trú á þeim. Ég hrósa síðan Framsókn fyrir að vera samkvæm sjálfum sér alla leið.

En sá flokkur sem kennir sig við Sjálfstæði fær mínus hjá mér og hefur valdið mér miklum vonbrigðum að sitja hjá er ekki að taka afstöðu að mínu mati.
Að sitja hjá í þessu máli að mínu mati er til skammar það er fyrir mér eins og að hafa enga skoðun.
Ég virði það við menn að þeir greiði atkvæði með óskapnaðinum en bið Guð að fyrirgefa þeim því þeir vita ekki betur. Ég virði þá sem að vilja þjóðinni vel og segja nei. En ég hef skömm á þeim sem ekki taka afstöðu og víst er að þeim gagnast ekki að sækjast eftir atkvæði mínu það sem eftir lifir þeirra pólitíska ferils.

Nú er síðan komið að stærstu prófrauninni þegar kemur í ljós hvort að æðsti maður þjóðarinnar er samkvæmur sjálfum sér og neitar að skrifa undir lögin .

Megi síðan máttarvöldin gefa okkur alvöru hægri flokk fyrir næstu kosningar flokk sem ver sjálfstæði þjóðarinnar og einstaklinganna sem tilheyra henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband