Er það lausn á vandamálum okkar.

Eru meiri lán lausn á vandamálum þjóðar sem að fékk skell vegna mikilla skulda ef það er hin sanna hagfræðikenning þá hljóta bankar einfaldlega að lána fólki í erfiðleikum meira það ætti að gilda sama reglan um heimili og þjóð bara mismunandi stærðir ekki satt.
Nei aukin lán eru akki lausnin megi þessi lánastífla vara sem lengst við þurfum aftur á mót að spara og auka gjaldeyrisskapandi framleiðslu.

Það er ekkert leyndarmál að ég er fylgjandi stóriðju ásamt annarri framleiðslu til að skapa þjóðinni viðurværi og ætla ég ekki að gera lengra mál úr þeim hluta. En mig langar að velta mér aðeins upp úr hvar mætti spara aðeins að mínu mati.

Það  þarf að haga sér eins og ábyrgur heimilisfaðir og spara þar sem að það veldur fjölskyldunni minnstu tjóni segja upp óþarfa og einbeita sér að nauðsynjum. Utanríkisþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum hér, ég persónulega er þeirrar skoðunar að utanríkisþjónustan sé notuð til að geyma vini úr pólitík sem að ekki hafa lengur brautargengi hjá þjóðinni, vinnuveitandinn sagði þeim upp. Þetta er ekki tilgangur utanríkisþjónustu heldur er hún hagsmunagæsla fyrir þjóðina og þjónusta fyrir Íslendinga sem að búa í viðkomandi löndum en það er spurning hvort ekki megi einfaldlega sinna þessu frá höfuðborg lýðveldisins.

Það vekur athygli mína að einn sendiherra okkar gat gefið sér tíma frá störfum sínum til að afgreiða eitt stykki Icesave og var snöggur að þrjá fjóra mánuði ef ég man rétt. Ér starfsálag sendiherra ekki meira en það svo að hann geti eitt þessum tíma frá vinnu sinni og ef að svarið er að undirmenn hans hafi séð um dagleg mál sendiráðsins er þá ekki þessum starfskrafti ofaukið á launaskrá okkar þjóðarinnar. Ég bara spyr í fávisku minni.

Ég hef skoðað málið og komist að þeirri niðurstöðu að við eigum að leggja niður öll sendiráð á Norðurlöndum og þá þjónustu sem að þar er sama gildir um Bretlandseyjar og þau lönd í Evrópu sem að flogið er til næstum daglega. Þetta myndi spara stórfé og ég fæ ekki séð að þjónusta myndi verða óásættanleg fyrir þá Íslendinga sem við hana þurfa að búa.

Við bjóðum nefnilega okkar eigin landsmönnum upp á svipaða þjónustu ef málið er skoðað er sennilega dýrara fyrir íbúa Raufarhafnar að sækja þjónustu til Reykjavíkur heldur en íbúa Kaupmannahafnar samt dettur engum heilvita stjórnmálamanni í hug að setja upp sendiráð á Raufarhöfn er það.
Nú er í fréttum að Vegagerðin hafi skipun um að hefla ekki meir á þessu ári sparnaðar aðgerð sem skellur á hinum dreifðu byggðum landsins. Hvers vegna ætti þá að halda uppi þjónustu í erlendum borgum og það borgum þar sem að fargjald til stórhöfuðborgar svæðisins er jafnvel ódýrara heldur en frá hinum dreifðu byggðum og tíðni samgangna miklu meiri.
Hver er til dæmis munur á tíðni flugs Keflavík, Kaupmannahöfn og Reykjavík, Raufarhöfn og hver er kostnaðar munurinn. Séu tölurnar bornar saman sé ég ekki að það sé það mikill kostnaðarmunur milli þessa tveggja staða við að sækja þjónustu höfuðborgarinnar að það réttlæti rekstur heils sendiráðs á öðrum staðnum.
Þurfi að semja um eitthvað eða ræða það þá er búið að finna upp síman, faxtækið, internetið og svo flugið náttúrulega embættismenn geta flogið út að morgni og heim að kvöldi.
Með nesti og á almennu farrými.

Málið er að spara og það á að gera þar sem það bitnar ekki á grunnþjónustu og þeir sem starfa fyrir þjóðina á launum hjá þjóðinni eiga að ferðast á sama máta og atvinnurekendur þeirra en ekki í rándýrum flugsætum. Leggjum niður öll óþarfa sendiráð strax það myndi skapa okkur virðingu valda eftirtekt gera okkur trúverðug og í beinu framhaldi hækka gengi krónunnar.

Í framhjáhlaupi finnst mér það brandari vikunnar að einstaklingur í borgarstjórn borgar sem er að skera niður þjónustu telji það mögulega lausn að setja upp myndavélakerfi til að fylgjast með því hvort að það eru einn eða tveir í bíl og ástæðan jú það þarf að greiða götu menntaelítunnar í skólan af hverju var skólin bara ekki byggður á Hólmsheiði. En athyglisverðara er það að viðkomandi er fulltrúi flokks sem að kennir sig við frelsi einstaklingsins.

 

Gleðilega helgi. 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Icesave losi lánastíflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband