Sjálfstæðisbarátta?

Mér sýnist sjálfstæðisbarátta Jóhönnu og meðreiðarsveina bera svip af baráttu Gissurar í sýrutunnunni sem fékk síðan nafnbótina jarl. En það er sjálfstæðisbarátta sem snýst um að koma okkur sem fyrst undir erlend vald aftur.

Það er ekki sjálfstæði í mínum augum þó að Jóhönnu finnist það.

Til hamingju með daginn kæru landar.
Stöndum vörð um frelsi Lýðveldisins Íslands til þess að stjórna eigin málum um langa framtíð.


mbl.is Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála þér.  Var reyndar búinn að blogga á sviðuðum nótum við aðra frétt og leyfi mér að vísa á það hér

Gleðilega hátíð.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sjálfstæðisflokkurinn með spillingu, græðgi og heimsku að leiðarljósi,  kom okkur í þessa stöðu.  Því miður virðast þeir ekki hafa lært af mistökunum og eru jafn heimskir og spilltir og áður fyrr.  Þá er illskásti kosturinn einhverskonar vinstri samsuða þó svo að ekki sé það gæfulegt.   Þetta er mjög slæm staða.

Guðmundur Pétursson, 17.6.2009 kl. 11:34

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaðir og gleðilega hátíð. Bara gott mál að linka á það Axel.
Guðmundur ég persónulega tel að það að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður hefur farið sé hætt að gera sig. Þetta var glæpaverk gráðugra einstaklinga ekki flokka og svo er alveg ótrúlegt hvað blessaðri Jóhönnu og félögum tekst að vera ósýnileg í öllu sem að þau eiga þó sinn þátt í það er eins og Samfylkingin hafi verið stofnuð í janúar 2009. Samfylkingin er eins og sæta bláeygða stúlkan með tíkarspenana í óeirðarbekknum sama stelpan og hrinti rauðhærða stráknum í rúðuna svo að hún brotnaði og stendur nú og horfir með sakleysislegum augum á skólastjórann jafnvel smá tár og bendir á rauðhærða strákinn og segir HANN GERÐI ÞAÐ ÉG GERÐI EKKI NEITT.

Og það er ekkert betra að fá yfir sig spillt erlent vald frekar en innlent spillt yfirvald. Við þurfum Íslendinga með hugsjón svipaða og forfeður okkar höfðu á döprum dögum landsins. Það að kenna flokkum um fallið endalaust sama hvaða nöfn þeir bera skilar engum árangri.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sæll og gleðilega hátíð Jón, 

<> Um leið og kreppan fer að gera vart við sig upp úr miðju ári 2007, þá eru bankarnir dauðadæmdir.  Ekki vegna lausafjárkreppunar, heldur vegna lélegra útlána, aðallega til eignarhaldsfélaga.  Lausafjárkreppan stytti bara dauðastríðið hjá þeim.  Að sjálfsögðu bera eigendur og stjórnendur bankana langmetu ábyrgðina, en þeir höfðu meðreiðarsveina.  Þessir aðilar hefðu aldrei átt að eignast banka.  

Guðmundur Pétursson, 17.6.2009 kl. 12:36

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Jón - Að lesa þetta hjá þér færir heim sanninn um að fólk eins og þú er vandamálið við landið.

Það er með ÓLÍKINDUM að þú skulir varpa byrðunum yfir á vinstri flokkana sem höfðu lítið sem ekkert með hrunið að gera, gengu inn í síðasta árið af algerlega vonlausu ástandi. Hugsjónir þeirra voru algerlega þvert ofan í þær sem urðu landinu til falls og þú ert í yfirhylmingarhóp sjálfstæðis og framsóknarmanna. Ég fyrirlít málflutning þinn svo innilega að ég bannsyng hann.

Lestu nú þetta: Sjálfstæðisflokkurinn stefndi landinu þangað sem það endaði í 2 áratugi, meðvitað og af ásetningi. Þetta snýst um hugsjónir og ásetning og ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde bera þar alla ábyrgð. Útrásarpakkið voru bara úlfarnir sem pössuðu best við það sem þeir ætluðu sér. Þessvegna komust þeir áfram. Survival of the Fittest í gölluðum heimi dregur fram kosti gallaðs fólks. Það þarf hálfvita til að skilja þetta ekki.

Rúnar Þór Þórarinsson, 17.6.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Rúnar ef að ég er vandmál eða hálfviti þá eru ekki mörg vandamál hér í gangi. Ég bara spyr hvað var Samfylkingin að gera meðan hún var í stjórn hún hafði utanríkis og viðskiptaráðuneyti til dæmis Ég spyr hvað voru þau að gera þessa mánuði ef þau voru í stjórn. Síðan voru stjórnarskipti í febrúar og ef að núverandi stjórn kynnti sér ekki málin meðan þau voru við stjórnvölin hvað voru þau að gera ástandið ætti að vera þeim velkunnugt. Annars mæli ég með því að fólk lesi blogg Sverris Stormskers þar sem að hann lýsir ástandinu all nokkuð vel. Síðan segi ég að við eigum að hætta að kenna flokkum um þetta er verk manna en ekki flokka.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2009 kl. 14:11

7 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Heyr heyr Jón, gott blogg og svör.

Sælir og hátíð og allt það..

Já Sjálfstæðisbarátta í boði ESB AGS og IceSLave, einmitt..



Gleymist ekki líka svoldið oft að náunginn stundum kenndur við Bónus/Baug var/er yfirlýstur Samfylkingar vinur?
Hver á líklegast heimsmet í að lána sjálfum sér og eða krosslána eigin félögum peninga og velta þannnig risasnjólbolta á undan sér.

Ég er helst á því að við sem þjóð eigum að afneyta nokkrum vel völdum mönnum, henda burt AGS og NEITA að borga IceSLave ruglið.
Látum svo bara þessar þjóðir um að elta bófana sem rændu þá, með aðstoð Interpol eða álíka.

Þá fyrst held ég að við munum jafna okkur á ástandinu og miklu fyrr en 2024 (tvö ár max)

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 17.6.2009 kl. 16:52

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og enn reynirðu að velta þessu yfir á SF. Ég dýrka ekki flokkinn, kaus hann ekki einusinni, en reyni ekki að koma ábyrgð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks yfir á hann.

Í einu orðinu hallmælirðu SF (sem er flokkur) en þegar verið er að gagnrýna þína menn segirðu að ekki megi kenna flokkunum um, heldur fólkinu. Mikill er eyðileggingarmáttur sjálfsblekkingarinnar.

Ég sagði ekki að þú værir hálfviti, heldur þeir sem ekki átta sig á ásetningi og hugsjónabaráttu FramStæðisflokkanna síðustu áratuga að koma á kerfi sem lifir og nærist á græðgi og sjálfsblekkingu. Spurningin er svo hvort þú áttar þig á þessu, það er annað mál.

Fólki þín megin línunnar er tamt að vísa til ársins sem SF var í stjórn með sjálfstæðisflokknum. Ég gerði hér smá hugsanatilraun sem virkar vel til útskýringar. Þetta er yfirlit yfir alþingi síðustu 17 ár fyrir hrun:

Sjálfstæðisflokkur

Ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn.

Sjálfstæðisflokkur

Ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn, ríkisstjórn.

Samfylking (og forverar)

Andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, ríkisstjórn.

VG

Andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða, andstaða.

Ertu að segja að ástæður alls hins illa sem nú dynur á sé að finna hjá öðrum flokknum sem réð viðskiptaráðuneytinu síðasta árið af nýfrjálshyggjugeðveikinni? Það er alger klikkun.

Rúnar Þór Þórarinsson, 17.6.2009 kl. 17:32

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Uhm, Framsókn átti þarna að vera flokkur tvö og í andstöðu síðasta árið. Þú nærð þessu vonandi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 17.6.2009 kl. 17:33

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég tel í raun ekki að ég sé að hallmæla Samfylkingunni Rúnar ég er  bara að benda á að þessi endalausi málflutningur að þetta sé Sjálfstæðismönnum að kenna er farin að pirra mig. Tökum þetta minnisblað um Iceasave sem Steingrímur vitnaði í að hefði elt þá. Þegar þetta blað var gert er Össur utanríkisráðherra ef hann vissi ekkert af því hví var hann þá að þiggja laun. Það getur vel verið að Sjálfstæðismenn hafi gert þetta alt en hvar voru þá hinir fyrir hvað fengu þeir laun og ættu þeir þá ekki að endurgreiða þau.

Og hér er engin frjálshyggja og hefur ekki verið. Ef hér væri frjálshyggja væru útrásarvíkingarnir eignalausir og ekkert Icesave til því að þá hefði ríkið ekki verið í ábyrgð fyrir neinu. Hér var í raun sósíalískt samtryggingarkerfi ala Animal farm þar sem að sumir voru samtryggðari en aðrir. 

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2009 kl. 18:47

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

NB Ég hef engra sérstakra hagmuna að gæta fyrir Sjálfstæðisflokkinn kaus hann ekki einu sinni og finnst þeir arfa slappir núna eins og þeir skammist sín fyrir að vera til. Sigmundur Davíð virðist vera eini maðurinn nú um stundir sem talar manna mál að mínu viti.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband