Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

ESB þreyta

Evrópusambandið er orðið þreytt og lúið innan skamms byrja lönd innan þess að falla fyrir þunga kreppunnar Lettland sennilega fyrst síðan jafnvel Austurríki Ungverjaland og fleiri það kemur til með að valda ófyrirséðum dómíno áhrifum innan sambandsins þannig að ég vona heitt og innilega að þessar þjóðir nái að bjarga sér.

Íslenska þjóðin er líka orðin þreytt á að hlusta á þennan vaðal það er stór hluti hennar.  Að hlusta á þann vaðal að innganga i ESB bjargi hér öllu vextir lækki verðtrygging verði bönnuð og hér rísi upp að nýju þjóðfélag þar sem smjör drýpur af hverju strái bara við að ganga inn. EN svo einfalt er það ekki ef það væri svo yndi ég glaður vera fylgjandi því.

En það er ekki þetta sem vekur athygli mína í þessu máli heldur greinar í fréttablaðinu og ummæli Samfylkingarmanna nú í morgunsárið varðandi stjórnarskrár málið. Ég skil ekki betur af þeim lestri en að það hafi skemmt fyrir inngöngunni að stjórnarskrár breytingar gengu ekki í gegn. Mér er spurn snérust þær þá aldrei um neitt annað en að auðvelda inngöngu í ESB og var þá Samfylkingin að ljúga að okkur varðandi andstöðu Sjálfstæðismanna.

Mér finnst orðið ótrúlegt og ég er ekki einn um það, finnst ótrúlegt að sjá ákafa fylkingarinnar í að ganga inn það er öllu fórnað og allt lagt í sölurnar það er engu líkara en að þeir hafi þegar lofað einhverjum að við munum ganga inn. Það skal allt víkja fyrir inngöngunni stjórnaskráin og hvað sem getur stöðvað Evrópu lestina.

Að lokum vil ég síðan taka fram sem að ég hef sagt áður að frá mínum bæjardyrum séð á forseti ASI þegar að hætta afskiptum af þessu máli hann er í vinnu hjá launafólki sem er í ASI en ekki formælandi Samfylkingarinnar þó hann greinilega fylgi henni að málum.  Það telst ekki til hagsmuna launafólks að tala fyrir verðtryggingu og hagmunum lánveitenda og ESB aðild öllu í einu. ASI á að standa vörð um sína félagsmenn og afkomu þeirra, ekki bara þeirra sem lifa nógu lengi til að fá brot af lífeyrisgreiðslum sínum til baka úr sjóðum sem hafa verið misvel geymdir.
mbl.is Þreyta í stækkun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú?

það skildi þó ekki vera að það geti nætt um ríki undir pilsfaldi Evrópumaddömunnar og að skjól þar sé minna en sumir stjórnmálamenn vilja vera láta.

Það hefur yfrileitt reynst fólki og fénaði best að ráða sínum málum sjálft og mun ég enn halda mig við þá skoðun.


mbl.is Lettar á barmi gjaldþrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi Ísland

Nú er búið að banna kaup á vændi eitthvað sem að mér er svo sem skítsama um en ég skil bara ekki af hverju vændi var bara ekki bannað líka. Mér finnst það greindarlegra.

Ég er í eðli mínu á móti því að ríkið fari að setja langar klásúlur um hvernig þegnar þess skuli haga sér einfaldlega vegna þess að þeir sem að lögin eiga að ná yfir halda áfram að brjóta af sér hinir halda áfram að lifa sínu lífi ósnertir af reglugerðunum.

Aðalhættan er sú í svona reglugerðar æði að fólk hætti að bera virðingu fyrir lögum sem ekki er hægt að framkvæma. Það sem skeður hér ef að vændi hefur verið til staðar í einhverjum mæli, er það að það hverfur undir yfirborðið og mun verra verður að ná tökum á því og í raun eykst hætta á mannsali frekar en hitt. Svo hafa svona lög aldrei virkað það er lög sem að setja borgurunum siðareglur.

Fólk er enn drepið það er bannað fólk stingur hver annað í kviðinn þó það sé bannað fólk tekur inn eiturlyf sem er bannað keyrir of  hratt og drukkið allt þetta er bannað með lögum en fólk fer bara ekkert eftir því.

Held að það væri nær að reyna að kenna virðingu fyrir hvort öðru og innræta almenna umhyggju og siðferði í staðin fyrir að setja allt í lög og ímynda sér að málið hafi lagast. Það er sjálfsblekking. Eða hvar er eiturlyfja laust Ísland árið 2000. Það er hvergi enda sýna fréttir okkur tapaða baráttu þegar hver ylræktinn af annari er gerð upptæk
mbl.is Kaup á vændi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi líkur

Það eru vaxandi líkur á því að hinn Íslensku meðal Jón og Gunna geti ekki lengur staðið undir skuldbindingum sínum. Því væri ágætt að fá einhverjar framkvæmdir til að fá vinnu til að geta greitt skuldir.

Í fréttum í kvöld kom fram verðfall Exista hvað vill Álfheiður gera í því eða skuldastöðu annarra Íslenskra fyrirtækja sem eru jú velflest gjaldþota í raun vegna snarvitlausrar stjórnarstefnu. Það er vitað að bæði Century og önnur fyrirtæki berjast í bökkum um allan heim og vandfundið fyrirtæki þar sem hlutabréf hafa ekki snarfallið.

Svo er barið sér á brjóst og sagt að við þurfum nú ekki að borga edge reikningana eg tel það gamlar fréttir man ekki betur en að Geir H Haarde hafi einmitt sagt það og flest það sem í dag er sagt og er að ske var þegar búið að segja okkur fyrir sleifar byltingu.

Eitt vil ég þó þakka Össuri fyrir og það er að halda ótrauður áfram að reyna þó eitthvað til að skapa vinnu í landinu.


mbl.is Varar við fjárhagsstöðu Century
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En Kristján Möller

Hann var að segja að kreppan væri búin IMF hefur greinilega ekki talað við kallinn. Held að við ættum að senda hann út til að lesa yfir IMF og vísa þeim af villu síns vegar. Ég segi nú bara eins og einn þingmaður sagði eitt sinn  og geri hans orð að minum varðandi kreppuna. You aint senn nothing yet.
mbl.is Svört spá frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru munaðarleysingjar náttúruvá

 A
Rúdólf hreindýrskálfur fæðist og mamma hans er hjá honum Rúdólf má vera í túninu a Slettu með mömmu sinni og bita gras það kemur engin doktor frá stofnuninni til að enda ævi hans og hann er ekki hundeltur af réttsýnislögreglunni.

B
Mummi hreindýrskálfur fæðist mamma hans deyr svo hann er kallaður Mummi munaðarlausi eftir það en fólkið á Sléttu tekur hann að sér svo að hann deyr ekki drottni sínum í vegkantinum.
Hin alsjáandi stofnun fréttir af þessu og sendir sérstakan yfirlæknir þvert yfir landið til að ljúka málunum. Því að Mummi munaðarlausi er landsvá ef að hann er ekki drepin strax eða að minnsta kosti sótt um leyfi fyrir honum í fjórriti á hæð 19 i stofnuninni og síðan borgaður skattur af honum til stofnunarinnar til að hún geti ráðið fleiri í gráum jakkafötum til að ydda gula blýanta.

Samt geta Rúdólf og Mummi verið að éta gras í sama túni. Bara það að hafa fæðst munaðarlaus og að menn tóku hann í fóstur gerir Mumma réttdræpan. (það eru hreindýr út um allt á austurlandi)

Ég skil ekki það eins og áður er sagt að það geri hreindýrskálf að enemy of the state að vera fæddur móðurlaus. Það er lika sagt af stofnuninni að það þurfi að hugsa um hag dýranna það er sem sagt hagur móðurlausra dýra að drepast drottni sínum við vegkanta af því að vitlausar reglugerðir hafa tekið völdin Ég mun hér eftir ekki gefa snjótittlingum korn á snjóþungum vetrum því að það gæti sennilega verið brot á einhverri reglugerð um aðbúnað villtra dýra og ekki væri gott ef að starfmenn stofnunarinnar þyrftu að elta alla snjótittlinga bæjarins til að geta aflífað þá sem hafa fengið að éta hjá mönnum.

Ég get ekki að því gert að spyrja sjálfan mig að því hvort að hér Orwel komin sprelllifandi þar sem sum dýr eru jafnari en önnur Eða hvort að munaðarleysingjar séu ógn við náttúruna að mati stjórnvalda. Frá mínum bæjardyrum séð mætti halda það.

Það er þó eitt gott í þessu öllu. Hér hefur gagnslaus og steingeld ríkisstofnun sem er engum til gagns en flestum til ógagns sýnt sitt rétta eðli og innræti. Þessa stofnun hefur sýnt það að hana má leggja niður frá toppi og niður úr án nokkurs skaða fyrir land og þjóð. En til mikils sparnaðar fyrir þjóðina.


mbl.is Líf Lífar í höndum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klórað yfir skítinn

Nú er reynt að endurskrifa söguna  að hætti Kóreu Kim og fleiri góðra manna Staðreyndin er sú að svona bréf eru engin tilviljun og það að það skuli vera ríkisbatteríinu áhyggjuefni að fólk taki að sér dýr sem að eru í nauð er vitlausara en taki því að tala um það. Ríkisbatteríið á að vera að bjarga heimilinum fyrirtækjunum og fólkinu í landinu en ekki að vera að velta því fyrir sér hvort að hreindýskálfur á sveitabæ sé hættulegur náttúrunni ég bara hreinlega skil þetta ekki.

 


mbl.is Orðalag í bréfum verður endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónubréf og lífeyrissjóðir

Mér fannst athyglisverð athugasemd sem að ég heyrði í útvarpi á leið heim í dag hvort gæti verið að lífeyrissjóðir landsmanna væru í raun stærstu eigendur krónubréfa sem eru að sliga hér allt. Það skildi þó ekki vera að ein af ástæðunum fyrir risa vöxtum væri þetta allavega er ASÍ og önnur samtök launamanna ekkert að fara álímingum yfir þeim byrðum sem landsmenn þurfa að bera. Það væri gaman ef  hægt væri að finna út úr þessu. Kannski er ástandið eins og það er til að bæta lífeyrirsjóðum tapað fé.

Annars er ég farin að skilja betur stefnu lífeyrissjóðanna og stjórnvalda varðandi áhugaleysi þeirra á að bæta úr óréttlætinu. Báðir vilja jú sennilega að flestir vinni sig í hel eða gangi fyrir ætternisstapa í vonlausri baráttu við baggann sem búin var til úr bólu sem varð til með fikti i gengi og upplognum verðmætum fyrirtækja. Geispi greiðendur golunni er jú hægt að stinga aurunum í hítina. Sniðugt.


Hústaka

Flokkast ekki það að taka hús til handargagns innbrot. Allavega telst það vera innbrot þegar sumarbústaðir eru teknir til óleyfilegra nota um helgar. Sama hlýtur að gilda um önnur hús.
mbl.is Búið að sleppa öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifræðið

Svona verða ríki þar sem stóribróðir ræður öllu. Það  má ekki hlúa að skeppnu eins og gert hefur verið frá aldaöðli eða hvernig haldið þið að húsdýrahald hafi byrjað. Nei fólkið með góðu mentunina sem setur reglur um allt frá kjallara að rjáfri veit allt miklu betur. Minnir mig á atburð fyrir margt löngu þegar fálkaungi fannst í hreiðri og voru foreldrarnir farnir eða dauðir unganum var bjargað og komið í hús. Þetta fréttist og alræðisvaldið skipaði að unginn skildi í hreiðrið aftur þar sem hann drapst. Og það versta er að í svona bull fara skattarnir manns þarna mætti vel spara að mínu mati og leggja eitthvað niður og fá fólkinu sem starfar við að framfylgja svona afspyrnu vitlausum reglum eithvað að gera sem er gjaldeyrisskapandi.
mbl.is Hóta að aflífa hreindýrskálf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband