Eru munaðarleysingjar náttúruvá

 A
Rúdólf hreindýrskálfur fæðist og mamma hans er hjá honum Rúdólf má vera í túninu a Slettu með mömmu sinni og bita gras það kemur engin doktor frá stofnuninni til að enda ævi hans og hann er ekki hundeltur af réttsýnislögreglunni.

B
Mummi hreindýrskálfur fæðist mamma hans deyr svo hann er kallaður Mummi munaðarlausi eftir það en fólkið á Sléttu tekur hann að sér svo að hann deyr ekki drottni sínum í vegkantinum.
Hin alsjáandi stofnun fréttir af þessu og sendir sérstakan yfirlæknir þvert yfir landið til að ljúka málunum. Því að Mummi munaðarlausi er landsvá ef að hann er ekki drepin strax eða að minnsta kosti sótt um leyfi fyrir honum í fjórriti á hæð 19 i stofnuninni og síðan borgaður skattur af honum til stofnunarinnar til að hún geti ráðið fleiri í gráum jakkafötum til að ydda gula blýanta.

Samt geta Rúdólf og Mummi verið að éta gras í sama túni. Bara það að hafa fæðst munaðarlaus og að menn tóku hann í fóstur gerir Mumma réttdræpan. (það eru hreindýr út um allt á austurlandi)

Ég skil ekki það eins og áður er sagt að það geri hreindýrskálf að enemy of the state að vera fæddur móðurlaus. Það er lika sagt af stofnuninni að það þurfi að hugsa um hag dýranna það er sem sagt hagur móðurlausra dýra að drepast drottni sínum við vegkanta af því að vitlausar reglugerðir hafa tekið völdin Ég mun hér eftir ekki gefa snjótittlingum korn á snjóþungum vetrum því að það gæti sennilega verið brot á einhverri reglugerð um aðbúnað villtra dýra og ekki væri gott ef að starfmenn stofnunarinnar þyrftu að elta alla snjótittlinga bæjarins til að geta aflífað þá sem hafa fengið að éta hjá mönnum.

Ég get ekki að því gert að spyrja sjálfan mig að því hvort að hér Orwel komin sprelllifandi þar sem sum dýr eru jafnari en önnur Eða hvort að munaðarleysingjar séu ógn við náttúruna að mati stjórnvalda. Frá mínum bæjardyrum séð mætti halda það.

Það er þó eitt gott í þessu öllu. Hér hefur gagnslaus og steingeld ríkisstofnun sem er engum til gagns en flestum til ógagns sýnt sitt rétta eðli og innræti. Þessa stofnun hefur sýnt það að hana má leggja niður frá toppi og niður úr án nokkurs skaða fyrir land og þjóð. En til mikils sparnaðar fyrir þjóðina.


mbl.is Líf Lífar í höndum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Ég veit alveg á hverja ég vil siga lögreglunni (og vonandi eru ÞEIR í útrýmingarhættu) frekar en á kálf!  Ef ekki fæst skýring sem maður skilur, heldur þetta áfram að vera óskiljanlegt og maður getur ekki séð aðgerðirnar öðruvísi en mannvonsku.

Eygló, 16.4.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband