Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
22.4.2009 | 12:42
Álið er málið !
Álið leysir vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 10:31
Gott hjá Jóhönnu
Það er gott hjá Jóhönnu og sýnir sanna jafnaðarmennsku að láta eitt yfir alla ganga jafnt útlenda sem innlenda .
Ég hef nefnilega ekki heldur séð að hún upplýsi þjóðina hvert framtíðar planið er.
Þögn Jóhönnu til umræðu í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 23:02
Hangir aðild á bláþræði
Er batteríið ekki faglegra en það að það þurfi að vera einhver sérstakur vinveittur stjórnandi til að við komumst inn sæmilega upprétt og verðum við þá fyrir einelti þegar að vinveittir eru ekki svið stjórn. Ég hélt að þetta væri lýðræðisbatterí sem færi eftir einhverjum lögum og reglum og það hefði engin áhrif hver er í stjórn á stefnu þeirra og viðmót við umsækjendur. Væri gaman að fá útskýringu á þessu hjá einhverjum fróðum ESB sinna. Og VG eru að mínu mati að takast að gera sig ótrúverðuga í andstöðunni við ESB og koma varla til greina sem valkostur hjá þeim sem að eru algjörlega á móti ESB.
VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 12:50
Stríð ?
Sennilega hefur hér komið fram angi af búsáhalda hernum sem leystist upp í vetur. Sennilega 101. bláberjaskyrsdeildin. Sem þarna hefur gert skyndisókn.
Sóknin hefur eitthvað misfarist því eftir því sem bestu menn meina þá er búsáhaldaherinn meðmæltur Samfó næst á eftir VG svo hér hefur verið um svokallað friendly firing að ræða eða það er þegar að hermenn fyrir slysni skjóta á eigin liðsmenn. Mér er enn í minni mynd sem að ég sá um þetta þar sem að einmitt dáti lést af svona vina kúlu og fjallaði hún um leit foreldranna að þeim sannleika hvernig væri hægt að látast af völdum vinveittrar kúlu reglulega áhrifarík mynd.
Mér dettur ekki í hug að halda að kannski hafi vinstri sinnaður foringi beitt hernum á deild bandamanna sinna sem honum er ekki þóknanleg það er jú allt leyfilegt í ástum og hernaði. En kannski full djúp samsæriskenning hjá mér.
Að lokum vil ég segja þeir sletta skyrinu sem eiga það, byltingin étur börnin sín og hvar er skjaldborgin um heimilin.
Slettu skyri í kosningaskrifstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 11:00
Mér sem Íslending
Mér sem íslending þykir fáránlegt núna þegar kreppir að, að borga 3.300. kr til að sulla í svokallaðri náttúruperlu sem er í raun ekkert annað enn affallsvatn frá gufuaflsvirkjun. Virkjun sem ef byggð væri í dag væri samkvæmt forræðishyggju og náttúruverndarsjónarmiðum skyldug til að dæla vatninu til baka aftur ofan í jörðina.
Annað sem vantar í fréttina það er hvort að fyrirtækið borgar starfsfólki sínu í evrum sem að ég leyfi mér að efast um. Svo er þá fréttin um að það sé gott að rukka í evrum og borga kostnað í krónum eða um hvað?.
Er ekki meirihluti kostnaðar Bláa Lónsins ef ekki allur Íslenskur og fellur til í krónum. Skilningur minn á fréttinni er því sá að það er gott að hækka gjaldskránna það hjálpar til. Ef að Gjaldskráin hefur fyrir ári verið ígildi 20 evra þá er hér um ca 90% hækkun á Íslenskan almenning að ræða því almenningur fær ekki laun sín í evrum.
Evruvæðing Bláa lónsins hefur gengið upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2009 | 21:43
Silfrið og málþóf.
Lengi hef ég horft á Silfur Egils meira að segja svo háður því að ég mæltist til að fólk léti heimsóknir vera meðan það er. Ég var sjaldnast sammála þáttarstjórnanda en hann hafði einstakt lag á að láta sem flest sjónarhorn koma fram og að vera með fróðlega og stórskemmtilega þætti.
En við bankahrunið mætti halda að eitthvað hafi brostið því að í staðin fyrir að vera skemmtilegur þáttur þar sem tekið er á málum líðandi stundar og skipst á skoðunum er þetta orðið einstefnulegur þáttur þar sem ákveðnar skoðanir fá forgang og stundum þannig að jaðrar við að vera óboðlegt. Svo var í dag þegar gamall stjórnmálamaður fékk sinn tíma til að vera með eintal í þættinum án þess að neinum væri gefin réttur til andsvara.
Ég fékk það á tilfinninguna um tíma að ég væri að horfa á kosningasjónvarp í Rússlandi kaldastríðs áranna. Það getur verið að öll þau mál sem fjallað er um séu kórrétt en það á að gefa öllum sjónarmiðum tækifæri.
Þetta viðtal og hvernig þáttastjórnandi lét lönd og leið alla gagnrýni hefur leitt til þess að hér eftir eru heimsóknir á þeim tíma sem Silfrið er velkomnar ég hef misst áhugann og virðinguna fyrir þættinum og sett hann á stall með öðru froðusnakki nútímans sem dynur á okkur í síbyljunni. Innihalds laust en stundum til skemmtunar.
Það er miður því oft var reglulega gaman að horfa á hann en það er bara orðið svo langt síðan.
Svo er spurning um réttlæti þess að verða að borga af því sem að maður vill ekki hlusta á en það er annað mál.
Það kom fram í þættinum að framganga Sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu hefði verið í boði LÍÚ þeir hefðu talað svona mikið til að gæta hagsmuna þeirra. Ef rétt er og ekki ætla ég að rengja þann sem þetta sagði voru þá þeir sem töluðu á móti frumvarpi um RÚV og fjölmiðla frumvarpinu á mála hjá einhverjum og þá hverjum. Það hlýtur að vera tilfellið nema að það sé bara þannig þegar að einn ákveðin flokkur er á móti einhverju þá sé það mútur en ást á fólkinu þegar hinir gera það. Ég kaupi það ekki og álít þá að málþóf í fyrrnefndum málum hafi verið í boði hagsmuna aðila.
19.4.2009 | 20:57
Gjaldeyrir
Í þriggja vikna gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 23:58
Gott er ef satt reynist
Óvænt fé í íslenskum banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 22:42
En þjóðin.
Danir nálgast evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 22:37
Ef ég man rétt
Nú á ylrækt að verða ein af máttarstólpunum sem að eiga að hífa okkur upp samkvæmt framtíðarspá grænna. Hvað hefur breyst svo að það geti orðið enn er útlent grænmeti ódýrara en Íslenskt í búðum Úti í hinum stóra heimi ríkir kreppa og ég tel það borna von að við náum að markaðasetja þessa góðu vöru meðan að þessi kreppa gengur yfir. Ég elska Íslenskt grænmeti því það er miklu betra heldur en margt af því sem að okkur er boðið upp á hér sem að ég hef nú lúmskan grun um að gæti verið vegna þess að hingað sé keypt grænmeti sem að ekki er í besta gæðaflokki.
Aftur á móti á það að vera eðlilegt mál að gróðurhúsa bændur já og annar iðnaður á landinu fái rafmagn á kjörum sem að taka mið af notkun þeirra um það á ekki að þurfa að ræða. En þó að gengið hafi fallið þá er flutningskostnaður héðan þannig að seint verðum við samkeppnis færir á Evrópu markaði eða öðrum mörkuðum og því tel ég borna von að ylrækt verði ein af stórum máttarstólpum okkar hér á klakanum. Kannski ekki nema að hafin verði ræktun á káli því sem að lögreglan slítur nú upp með rótum víða en svoleiðis ræktun er nú víst bönnuð.
Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |