ESB þreyta

Evrópusambandið er orðið þreytt og lúið innan skamms byrja lönd innan þess að falla fyrir þunga kreppunnar Lettland sennilega fyrst síðan jafnvel Austurríki Ungverjaland og fleiri það kemur til með að valda ófyrirséðum dómíno áhrifum innan sambandsins þannig að ég vona heitt og innilega að þessar þjóðir nái að bjarga sér.

Íslenska þjóðin er líka orðin þreytt á að hlusta á þennan vaðal það er stór hluti hennar.  Að hlusta á þann vaðal að innganga i ESB bjargi hér öllu vextir lækki verðtrygging verði bönnuð og hér rísi upp að nýju þjóðfélag þar sem smjör drýpur af hverju strái bara við að ganga inn. EN svo einfalt er það ekki ef það væri svo yndi ég glaður vera fylgjandi því.

En það er ekki þetta sem vekur athygli mína í þessu máli heldur greinar í fréttablaðinu og ummæli Samfylkingarmanna nú í morgunsárið varðandi stjórnarskrár málið. Ég skil ekki betur af þeim lestri en að það hafi skemmt fyrir inngöngunni að stjórnarskrár breytingar gengu ekki í gegn. Mér er spurn snérust þær þá aldrei um neitt annað en að auðvelda inngöngu í ESB og var þá Samfylkingin að ljúga að okkur varðandi andstöðu Sjálfstæðismanna.

Mér finnst orðið ótrúlegt og ég er ekki einn um það, finnst ótrúlegt að sjá ákafa fylkingarinnar í að ganga inn það er öllu fórnað og allt lagt í sölurnar það er engu líkara en að þeir hafi þegar lofað einhverjum að við munum ganga inn. Það skal allt víkja fyrir inngöngunni stjórnaskráin og hvað sem getur stöðvað Evrópu lestina.

Að lokum vil ég síðan taka fram sem að ég hef sagt áður að frá mínum bæjardyrum séð á forseti ASI þegar að hætta afskiptum af þessu máli hann er í vinnu hjá launafólki sem er í ASI en ekki formælandi Samfylkingarinnar þó hann greinilega fylgi henni að málum.  Það telst ekki til hagsmuna launafólks að tala fyrir verðtryggingu og hagmunum lánveitenda og ESB aðild öllu í einu. ASI á að standa vörð um sína félagsmenn og afkomu þeirra, ekki bara þeirra sem lifa nógu lengi til að fá brot af lífeyrisgreiðslum sínum til baka úr sjóðum sem hafa verið misvel geymdir.
mbl.is Þreyta í stækkun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband