Karlastörf mikilvægari.

Smá frétt vakti athygli mína í morgun það er frétt um rannsókn sem að Gyða Margrét Pétursdóttir nýbakaður doktor í kynjafræði gerði. Fréttin er eftir Rúnar Pálmason og í mogganum í gær.

Eins og ég skil fréttina kemst hún þar að  þeirri niðurstöðu að starf þyki merkilegra ef að karlmaður sér um það.
Það sem að stingur mig er það að hún kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa talað við aðeins 48 einstaklinga sem er örprósenta af vinnandi fólki hér.

Síðan er þessi setning  " Í ritgerðinni minni horfi ég mikið á það sem er ósagt en má lesa á milli linana"

Þetta þýðir að mínu mati ef rétt er eftir haft að ritgerðin er að miklu leiti byggð á á skáldskap höfundar því það sem er lesið á milli lína og látið ósagt getur aldrei kallast fræðilegar staðreyndir.
Ég hef hingað til haldið í barnaskap mínum að rannsóknir snérust um blákaldar staðreyndir
Það væri gaman að vita hvað þessi rannsóknarvinna hefur kostað og hver borgaði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband