Að leysast upp

Ráðstefnan er að leysast upp eins og skýin sem kannski er eins gott því að ég held hún sé ekki til þess gerð að skapa virðingu á leiðtogum okkar sem lofa og lofa og sama hlutnum jafnvel aftur bara í öðru formi. Hvaðan eiga til dæmis þeir peningar að koma sem að eiga að fara til þróunarlandana eitt er víst að almenningur á vesturlöndum er ekki aflögufær sem stendur og ef farið verður mikið dýpra í vasa hans verður hann í sömu stöðu og almenningur í Afríku.

En það sem kannski vekur meiri athygli mína og ég hef verið að skoða er kostnaður okkar við að senda fólk þarna út. Ég fór á vef ríkisskattstjóra og skoðaði upphæð dagpeninga sem greiddir eru ríkisstarfmönnum og reiknaði út miðað við 15 daga ráðstefnu talan sem að ég fékk var af því kaliberi að ég hvet þá sem vilja að fara á vefinn og reikna sjálfir ég alla vega fæ út tölu sem að ég á bágt með að trúa en fær sjómannaafsláttinn til að blikna í samanburði við hana.

Hefði bara ekki verið nær að vera heima og sleppa því að fara eins og hagsýn húsmóðir og um leið að láta vera að afsala þjóðinni miljörðum í loforðasamkeppni við aðra til að þykjast vera þjóð með þjóðum.

Það finnst mér og mér finnst líka að þegar fólk boðar niðurskurð þá eigi það að skera eigin hluti fyrst.


mbl.is Vonlítill um samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband