Tel annað nafn betra

Finnst að bankinn hefði átt að taka upp nafnið Ariel í höfuðið á velþekktu þvottaefni enda virðist mér að stundaðir séu í stofnunum þessum miklir kattarþvottar á þeim sem þess eru verðugir að fá sál sína hreinsaða og hefði þá ekki verið við hæfi að taka upp heiti sem þekkt er af því að ná burtu jafnvel erfiðustu blettum?  Í undanhlaupi vil ég þó taka fram að ég er þeirrar ónáttúru gæddur að hafa ofnæmi fyrir viðkomandi efni og er ekki frá því að ég sýni svipuð einkenni hvað viðkemur hinum gömlu bankastofnunum og hef ekki trú á að það lagist þó þær skipti um nafn.
mbl.is Kaupþing verður Arion banki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Idealbanki hefði líka verið sterkt. Ideal er það vörumerki sem bar hitann og þungann af ummyndun bankanna og fegrunaraðgerðum eftir hrunið. Þessa miklu raun stóðust Ideal pappírstætararnir með prýði enda sterkir, öflugir og hraðvirkir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér Jón. Ariel er nefnilega ekki bara þvottaduft.

Erkiengillinn Ariel er "The Angel of Healing and New Beginnings".

Bankamenn hefðu gott af því að kynnast þvottaefnisframleiðendum og slagorðasmiðum þeirra.

Kolbrún Hilmars, 20.11.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ekki vissi ég það Kolbrún takk fyrir enda veitir nú ekki af talsverðri heilun í bankakerfinu okkar held ég og ný byrjun nauðsynleg en hún verður að byggjast á nýjum stoðum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2009 kl. 20:35

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svona fyrir mína parta þá liði mér betur ef viðskiptabankinn minn til áratuga hefði frekar valið Ariel-s nafnið en Arion-s, en sá síðarnefndi var bara "gull og gull" á sinni tíð...

Kolbrún Hilmars, 20.11.2009 kl. 21:09

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki er allt gull sem glóir það sannast með þessum banka.

Sigurður Haraldsson, 21.11.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband