Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
26.11.2009 | 10:59
Skilum peningunum
Þessum peningum á að skila strax við eigum að benda Hollendingum á að að við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn en þessi peningur komi sér örugglega betur einhverstaðar í heiminum. Það sem kæmi okkur betur væri að Hollendingar ásamt Bretum og öðrum Evrópskum vinaþjóðum hættu að kúga okkur og væru sjálfar að þeim reglugerðum sem að þær setja öðrum
Ég er alveg viss um að það finnast 450 Íslendingar sem að eru til í að gefa 1000 krónur eða 900 manns að gefa 500 kr til fjölskylduhjálparinnar jafnvel meira gegn því að þessum peningum verði skilað.
![]() |
Hollendingar styrkja Fjölskylduhjálp Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 23:05
Sýna tennurnar
![]() |
Brown álítur Icesave bindandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 19:56
Þeir kunna ekkert annað
![]() |
Ósátt við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 17:42
Rétt launastefna.
Enda flugmenn gæslunar á fullu við að bjarga þegnum þessa lands en það verður ekki sagt um aðra að mínu mati.
![]() |
Flugmenn Gæslunnar með hærri laun en forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 17:39
Lilju er hæg heimatökin
Þingmaður í stjórn ætti að geta rekið liðið ef það vinnur ekki vinnuna sína. Þetta eru ríkisbankar og því ættu að vera hæg heimatökin fyrir yfirstjórn þeirra að láta þá fara að lögum. Eða eru þeir með alt stjórnkerfið í vasanum. Það ætti síðan ekki að vera nýr sannleikur fyrir manneskju með menntun Lilju að bankar hafa aldrei farið að reglum hér að mínu mati
![]() |
Bankar fara ekki að reglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 21:26
Breiðubökin
Það finnast víða breiðubökin á stjórnarheimilinu þessa dagana nú er öxinni snúið að fæðingarorlofi og skorið niður þar um álíka upphæð og á að fara í Evrópuþvaðrið. Þeir geta verið ánægðir furstarnir sem eyða skattpeningum þjóðarinnar í eitthvað sem að 29% hennar vill og meira að segja sumir stjórnarherrarnir vilja ekki sjálfir. Það er svona eins og fjölskyldu faðir kaupi ársmiða í Húsdýragarðinn án þess að hafa nokkurn tíma hugsað sér að fara þangað með fjölskylduna á sama tíma og ekki er til peningur fyrir skólagöngu barnanna á heimilinu. Vitlaus forgangsröðun sem sagt.
Ég vona bara að þeir sem að börðu bumbur á liðnum vetri og þökkuð sér þá stjórn sem að nú ríkir sé allsáttir við sjálfan sig þessa dagana.
Get svo ekki annað en minnst á morgun þátt Bylgjunar þar sem að mínu mati Mörður náði óþekktum hæðum í hroka þegar minnst var á orð hagfræðings sem telur að við getum sparað miklar upphæðir í Icesave málinu. Það er farið að valda mér þó nokkrir undrun hvað ákveðnir aðilar leggja mikla áherslu á að þjóðin borgi sem mest svo mikla áherslu að það jaðrar við að það þurfi að rannsaka hvaða hagsmunir liggja þar að baki. Ljóst er að það eru varla hagsmunir þjóðarinnar að mínu mati.
![]() |
Ætla að skerða greiðslur í fæðingarorlofi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2009 | 12:48
Engar afskriftir skulda.
Á eftir að skoða það betur en mér finnst þetta athyglisvert ef menn ætla ekki að afskrifa skuldir þá er ekki nema ein leið eftir og það er að þetta á að borga og það er í mínum augum alveg kýrskýrt að sá peningur á að koma úr vasa landsmanna í gegnum hækkað vöruverð. Hann getur hvergi komið annarstaðar frá.
![]() |
Segja ákvörðun Arion ráðgátu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2009 | 20:38
Jafnrétti fyrir alla.
Ég er a móti ofbeldi en ég vil ráðast gegn öllu ofbeldi líka ofbeldi gegn körlum en þeirra staða virðist oft gleymast.
Má ekki hafa dag gegn ofbeldi á körlum kannski er hann til en ég hef ekki heyrt um hann. Hvernig væri dagur til styrktar feðrum um jafnan rétt til umgengni við börn sín ekki hef ég heyrt um hann. Eða þá dag fyrir karlmenn sem beittir eru heimilisofbeldi þeir eru jú til.
Þangað til að ég sé dag sem helgaður er baráttu gegn öllu ofbeldi, dag sem helgaður er rétti barna til begggja foreldra án tillits til kynferðis einfaldlega dag sem helgaður er fólki án þess að greina það í undirhópa eftir kyni litarraft eða þjóðerni.
Þangað til ég sé svona dag haldin hátíðlegan lít ég á þessar samkomur sem þarfar en að hluta til með þann eina tilgang að slá keilur fyrir almenningsálitið.
![]() |
Jóhanna leiðir ljósagöngu á miðvikudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2009 | 09:23
Velferðarstjórnin
Þetta sýnir best hve vel gengur að koma á hinu Norræna samfélagslega velferðarmódeli sem að hin félagslega umbótastjórn að Norrænni velferðarfyrirmynd ætlaði að koma hér á.
Af hverju bendir engin þeim á að þau snúa leiðbeiningabæklingnum öfugt.
Alla vega tel ég að þau geri það því að ég get ekki séð annað en að velferðin sé eins og siglingaljós á skipi sem fjarlægist skipreika áhöfn út í sortann. Kannski var engin á vakt í skipinu sem að hverfur út í sortann, Kannski var áhöfn björgunarskipsins á Spáni í Albaníu eða kannski bara í Brussel
![]() |
Enn lækkar kaupmáttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2009 | 23:20
Merkileg frétt.
Formaður ASÍ og aðrir þeir sem að mæra ESB innan verkalýðshreyfingarinnar eru ekki talsmenn mínir né margra annarra þó að einhverjir telji þá vera talsmenn fjöldans. Ég tel að viðkomandi formönnum sé vel heimilt að bera fram gagnrýni og ég verð að viðurkenna það að ég met það þeim til tekna að láta heyra í sér og tel þá í raun vera part af þeim litla hluta forustumanna verkalýðsins sem að enn hefur tengingu við félagsmenn sína. En það er mín skoðun.
![]() |
Fáir ekki talsmenn fjöldans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |