Hálf rýrt

Frekar finnst mér þetta nú rýrt að finna peð til að fórna ef það vera mætti til þess að hungur lýðsins í blóð myndi minnka. Maðurinn segist vera saklaus eins og margir aðrir. Ég verð að segja fyrir mitt leiti að mér finnst þetta hálfgerður skrípaleikur því hér getur varla verið um að ræða sömu upphæðir og liggja í óborguðum lánum til bankakaupa eða hringekju lána. En kannski er meiri glæpur að reyna að bjarga því sem að maður á en að leika sér með eitthvað sem að maður á ekki. 

En síðan gæti verið að í raun sé ekki hægt að gera neitt við hina raunverulegu hrunvalda að það sé ekkert í lögum sem að nær yfir þá eða að það sé ekki vilji í landi sem að fellur niður spillingarlistana með hraða krónunnar og lánshæfismatsins, sé ekki vilji til að gera neitt vegna samtryggingar og eigin hagmuna þeirra sem að ráða.

Bót er þó í máli að þeir hafa fundið þann sannleika að til að spara í útgreiðslum atvinnuleysisjóðs þá sé best að láta foreldra borga atvinnuleysisbætur barna sinna eða er það ekki það sem kemur úr jöfnunni hér að neðan.

1 ungmenni býr í leiguhúsnæði það missir vinnuna og til að geta framfært sér á atvinnuleysisbótum flytur það heim til pabba og mömmu og borgar heim til að létta þeim róðurinn. Þá kemur hin mannvæna velferðarstjórn og tekur hálfar atvinnuleysis bætur til að geta sett þær til einhverra sem eru guði meira þóknanlegir. Fræðilega eru því foreldrar ungmennisins farin að borga bæturnar fyrir ríkið með því að taka afkvæmið undir sinn verndarvæng.
Ofan á byrði foreldranna bætast  hækkaðir skattar kolefnisgjald sykurskattur hækkaður virðisaukaskattur og fleira góðgæti. Hafi eldra fólkið líka verið svo vitlaust að borga skuldir sínar og taka ekki þátt í vitleysunni verður eign þeirra skattlögð og séu þau svo heppin að kveðja táradalinn þá nást síðan skattar af því sem eftir verður.

Þessi velferðarstjórn er snilld en bara fyrir þá sem njóta velferðarinnar. Frá mínum bæjardyrum séð eru það bara þeir sem að vinna við Austurvöll og fá borgað fyrir vinnu sína þar og í mörgum tilfellum síðan extra fyrir að mæta í hana í formi nefndalauna og annarra bitlinga.

Samdráttur ríkis innan við 2% samkvæmt SIlfrinu fyrir séð rýrnun kaupmáttar 16% niðurskurður atvinnuleysis bóta til að ákveðin hópur sjái ljósið 50%.

Ég kýs Jón Gnarr


mbl.is Staðfestir kyrrsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband