Merkileg frétt.

Ég er að reyna að melta þessa frétt. Er hún um það að verkalýðshreyfingunni finnist að það sé ámælisvert að standa fast bak við félagsmenn sína og vinna af festu að málefnum þeirra. Er hún um það að það sé ámælisvert að fara fram á það að fyrirtæki eins og Grandi sem ætli að greiða eigendum umtalsverðan arð standi fyrst við gerða kjarasamninga sem frestað var vegna bágrar stöðu fyrirtækja í landinu. Eða er hún um það að verkalýðsforustan sé hafin yfir gagnrýni nema að það sé rétt gagnrýni og það að ekki séu nema ákveðnir menn talsmenn fólksins í félögunum.

Formaður ASÍ og aðrir þeir sem að mæra ESB innan verkalýðshreyfingarinnar eru ekki talsmenn mínir né margra annarra þó að einhverjir telji þá vera talsmenn fjöldans. Ég tel að viðkomandi formönnum sé vel heimilt að bera fram gagnrýni og  ég verð að viðurkenna það að ég met það þeim til tekna að láta heyra í sér og tel þá í raun vera part af þeim litla hluta forustumanna verkalýðsins sem að enn hefur tengingu við félagsmenn sína. En það er mín skoðun.
mbl.is Fáir ekki talsmenn fjöldans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sammála merkileg frétt.

Sigurjón Þórðarson, 23.11.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband