Skilum peningunum

Þessum peningum á að skila strax við eigum að benda Hollendingum á að að við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn en þessi peningur komi sér örugglega betur einhverstaðar í heiminum. Það sem kæmi okkur betur væri að Hollendingar ásamt Bretum og öðrum Evrópskum vinaþjóðum hættu að kúga okkur og væru sjálfar að þeim reglugerðum sem að þær setja öðrum

Ég er alveg viss um að það finnast 450 Íslendingar sem að eru til í að gefa 1000 krónur eða 900 manns að gefa 500 kr til fjölskylduhjálparinnar jafnvel meira gegn því að þessum peningum verði skilað.


mbl.is Hollendingar styrkja Fjölskylduhjálp Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Ég er til í það, þá vantar ekki nema 448 í viðbót.

En grínlaust, ég var að segja við omargeirsson.blog.is um daginn að ég hefði fulla trú á að bretar og niðurlendingar myndu reynast okkur vel þegar kynning á málstað Íslands hæfist. Kynning þessi er búin að vera í undirbúningi í bráðum heilt ár og hafa heimsþekkt almannatengslafyrirtæki sýnt þessu máli mikinn áhuga, þetta hlítur að verða kynning aldarinnar að minnsta kosti. Ég bíð spenntur.

Íslandi allt

Umrenningur, 26.11.2009 kl. 11:44

2 identicon

Ég er ekki viss um að Hollendingar (sem þjóð) eigi neinar sérstakar þakkið skyldar fyrir þennan styrk heldur hollensku Varda samtökin sem ákváðu að veita Fjölskylduhjálp Íslands þennan styrk.

Mér skilst að Fjölskylduhjálp Íslands sé m.a. upplýsingaveita fyrir erlenda fjölmiðla (asgerdurjona.blog.is) svo hugsanlega hefur kveikjan að þessum styrk komið frá Fjölskylduhjálpinni sjálfri. Ég efa stórlega að þarna sé almennatengslakynning ríkisstjórnarinnar á málstað okkar í sambandi við Icesavemálið að byrja að skila sér.

Agla (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband