Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Blessað bensínverðið

Er ekki komin tími til að samkeppnisstofnun fari ofan í saumana á þessum aðilum eða að fjölmiðlar einbeiti sér að því að sína þjóðinni að þeir eru allir í fötum sömu gerðar og keisarinn klæddist

24-6 birtist þessi frétt "Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, segir að helsta skýringin á hækkun nú sé lækkun á gengi krónunnar en innkaup á eldsneyti eru í Bandaríkjadölum. Eins hefur hækkun á heimsmarkaðsverði á hráolíu einnig áhrif. Að sögn Magnúsar skiptir hver dagur máli fyrir olíufélögin, það er gengi krónunnar og heimsmarkaðsverð á olíu hvort heldur sem það er til hækkunar eða lækkunar.

14-7-08 Frétt i mbl "Samúel Guðmundsson framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís segir að hækkunina megi rekja til hækkana á heimsmarkaðsverði"

24-7 Úr frétt á Mbl. is "þegar Olís hækkaði verð um 6 krónur í liðinni viku sagði Samúel í samtali við mbl.is: „Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við breytingar á heimsmarkaði"

Það er greinileg speglun í aðra áttina og hver dagur til hækkunar og lækkunar skiptir okkur neytendur einnig miklu máli

 

 


mbl.is Hráolíuverð á hraðri niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hörfa Rússar

Enda eins gott fyrir þá Íslenska friðargæslan á leiðinni til að bjarga málunum. En getur einhver útskýrt þetta fyrir mér.
"Í samstarfi við Barnahjálp SÞ hefur verið unnið að skipulagningu viðbragðslista fjölmiðlafólks sem hægt er að kalla til með skömmum fyrirvara í styttri verkefni þegar neyðarástand skapast eða þegar sérstakur skortur er á starfsfólki á sviði upplýsingamála."
Er fjölmiðlafólk faglært í hjálp þegar neyðaraðstoð skapast eða er það orðið svo að til að vekja okkur til meðvitundar um neyð annara þarf að ná safaríkum fréttum af sundursprengdum börnum sem að áttu allt lífið fyrir sér þangað til að þau féllu vegna landskika eða umráðaréttar yfir olíu. Það er sorglegt ef satt er. Annað virðist ekki hafa breyst en það er vilji þjóða til að rísa upp og segja hingað og ekki lengra en það gæti svo sem líka verið vegna slæmrar samvisku hins vestræna heims vegna Iraks.
mbl.is Íslenskur friðargæsluliði til Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki orð

Ég hef ákveðið að blogga ekki orð um borgarstjórnarmálefni enda hvernig á það að vera hægt þetta er gjörsamlega óskiljanlegt
mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feðraveldið

Kíkti á fjörugar umræður um karllægt og kvenlægt má því miður ekki vera að því að hella úr viskubrunninum þar svo að ég skelli nokkrum orðum hér.
Kvenfólki sem ritar um jafnréttismál er tíðrætt um feðraveldi hvað er feðraveldi í þjóðfélagi sem stór hluti barna elst upp án samneytis við feður sína ??? Hver innrætir þá börnum karlæg viðhorf eða eru það bara börn sem alast upp með feðrum sem hafa karllæg viðhorf og ef svo er hefur þá móðirin engin áhrif í uppeldinu. Gæti haldið áfram en þarf að þjóta á karllægan hátt til að passa afastelpu svo að pabbastelpa komist í bíó er það karllægt eða kvenlægt af mér?

Áfall

Ég verð að segja að verðlistinn frá Norðlenska er langt yfir mínum væntingum enda bundin á klafa þjóðarsáttatilrauna ASI og kjarasamninga þeirra. Bændur eru svo sem ekkert ofsælir af sínu en það erum við ekki heldur
mbl.is Verðlisti Norðlenska er langt undir væntingum bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ?

Er þetta ekki eitthvað sem að þessi ágæta kona átti að sjá fyrir því starfi sem hún sinnir.
Kannski væri ástandið ekki eins slæmt og það er ef að fasteignaverð hefði ekki verið kjaftað upp úr öllu valdi af jú fasteignasölum og bönkum.


mbl.is Atvinnuhúsnæði hríðlækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér má spara

Hér sé ég stöðugildi sem að mér væri nokkuð sama þó að yrði lagt niður nú þegar ég leita sparnaðar í rekstri mínum sem Íslenskur skattgreiðandi. Sé ekki ástæðu til að ég sé að borga laun fyrir fólk sem er ógnun við afkomu mína og minna.

 


mbl.is Gæti tafið álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið

Skildi hér hafi verið svikist um að fara eftir þeim stöðlum sem settir eru af þessu sama þingi. Eða var notað erlent vinnuafl til sparnaðar vinnuafl sem að ekki skildi þau fyrirmæli sem að gefin voru var notað vinnuafl sem að ekki hafði tilskilda menntun til verksins, var verið að spara og röng efni með minni gæði notuð. Mildi að ekki varð slys en þetta er meira alvörumál en sýnist þegar að svona skeður og það í hjarta batterísins sem að setur lög og reglugerðir til þess að koma í veg fyrir þetta.
mbl.is Hluti loftsins í Evrópuþinghúsinu í Strassborg féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er orða vant

Kíkti á bloggið hennar Jennyar og ætlaði að leggja orð í belg í heitapottinn hennar um karlægt og kvenlegt en rakst á frétt á visir í heimildarleitinni um karllæg og kvenleg gildi  sem að leiddi mig á þessa slóð http://www.tampabay.com/features/humaninterest/article750838.ece tek fram að fréttin er algjörlega ótengd áðurgreindu umræðuefni.
Eftir lesturinn hef ég eiginlega engan áhuga á að pæla í kvenlægu eða karllægu mér er hreinlega orða vant og bara get ekki skilið svona held bara að ég sá hálfklökkur eftir lesturinn.

Lestur greinarinnar sannfærir mig þó betur um skoðun mína á að það er ekkert til sem heitir kvenlægt eða karllægt aftur á móti er til gott fólk og svo drullusokkar og tegund æxlunarfæra hefur nákvæmlega ekkert með það að gera.

 


Fordómar

Búin að renna yfir athugasemdirnar við fréttina og finnst þær magnaðar. Hér kemur hver mannvinurinn á fætur öðrum og hendir steinum úr sínum glerhúsum á okkur fitubollurnar það er greinilegt að það má frekar grýta Íslenskar fitubollur en Litálenska mafíósa.
Fitubollur eru ógeðslegar éta of mikið hreyfa sig of lítið taka of mikið súrefni osvfr listinn er langur. En hvað um andfúla ljóta leiðinlega montna hrokafulla flogaveika hausverkjarsjúklinga og aðra sem að eitra líf mans daglega. 
Ég er fitubolla af guðs náð en tel mig engan sjúkling allav duga mér enn þá fingurnir til að telja læknaheimsóknir á 50 ára ævi.
En fordómarnir eru spaugilegir fyrir nokkrum árum varð ég fyrir því að rispa mig á fæti sem tók að bólgn, ég ákvað að láta líta á þetta og lenti hjá íðilfögrum kvenkyns unglækni. Hún leit á hrúgaldið í stólnum stingandi augum þeirra fordóma sem að margir sýna og tjáði mér að það væri vont þegar fólk væri svona feitt þá næði það ekki að þurrka sér milli tánna þar myndaðist raki sem að illi fótsvepp sem að ég væri greinilega illa haldin af að þeim töluðu orðum páraði hún resept fyrir meðali sem átti að nota. Ræðan var all nokkru lengri um aumingjadóm okkar feitu. 
Dagar liðu og þrátt fyrir mikla þurrkun milli tánna og óhemju notkun meðals hélt löppin áfram að roðna uns fyrir áeggjan móður og systur sem hótuðu því að ég yrði gerður útlægur úr jólaboðum og þeim kræsingum sem þar eru ef ég gerði ekki eitthvað í málinu. Mótbárur og röksemdir um að leggjafagur rauðhærður kvennlæknir segði þetta fótsvepp dugðu ekki lengur, drattaðist ég á Borgarspítalann brynjaður gegn ræðum um offitu og hreyfingarleysi.  Birtist ekki gamli læknirinn úr sveitinni heima hann minntist ekki á holdafarið heldur leit á löppina og sagði umsvifalaust þetta er kallað heimakoma og olli því áður fyrrað lappirnar voru sagaðar af fólki. Sem sagt ekki fótsveppur heldur blóðeitrun óháð holdafari sveppaáburði var hent og á þriðju viku fékk eintakið meðul í æð þrisvar á dag sem hefur kostað heilbrigðiskerfið eitthvað.
Mér er spurn ef fyrri læknir hefði ekki haft fordóma í garð feits fólks og greint þetta rétt strax hvað miklu minni meðferð hefði þurft.
Mér er líka spurn hefði ég drepist hvort dánarorsökin hefði verið offita ? 
Fordómarnir eru víða og miklir og í dag er ég löngu hættur að kvarta yfir bakverk í þau fáu skipti sem að ég fer til læknis því að greininningin er fyrirséð offita engu skiptir þó að frá upphafi ég hafi bent á að í aftaka veðri á loðnuveiðum 1987 kom brot á skip sem ég var á þannig að ég féll niður í vélarúm og lenti á bakinu á neðstu tröppu stigans og verið með dofa í fæti síðan. Jú það er mjög algeng hjá feitu fólki er greiningin.
Ætti kannski að spyrja hvort að það sé algengt að feitt fólk falli niður í vélarúm eða er það dofinn í fótum sem er algengur hmmmm.
Auðvitað þarf fólk að taka ábyrgð á sjálfu sér en erum við ekki með samhjálparkerfi hvar á að draga mörkin og hvað er sjúkdómur og hvað ekki. Kynsjúkdómar eru sjúkdómar en þeir smitast í flestum tilfellum við kynmök og eru óvarin kynmök ekki hegðunarvandamál eigum við að hætta að lækna þá. Fólk í fjallgöngum týnist eigum við að hætta að leita fjallgöngur eru lífstílsmál. Nei ekki að mínu mati ég borga skattana mína glaður til þess að þeim sé hjálpað og einnig skatta sem fara í aðgerðir til að laga magaop en mér finnst ekkert verra heldur en að tala við fólk með andremmu ég hef þó ekki hingað til heilsað því svona. 
Var minn bara að borða eitthvað hollt ekkert svo andfúll í dag vinur eða upsi viltu mentos var verið að borða eitthvað úldið í morgunn nei ég leifi fólki að hafa sitt í friði.
En þangað til að meðborgarar vorir læra eitthvað um náunga kærleik ættum við fitubollurnar að fá okkur passa frá útlöndum Það eru nefnilega fordómar að tala niður til fólks með erlent ríkisfang en sniðugt og vitrænt tala niður til samlanda sinna.
 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Metaðsókn í offitumeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband