Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Minkur í mysunni.

Góðar myndir af kvikindinu finnst hann líta mun betur út en minkar þeir sem að ég elti um Arnarvatnsheiðina í æsku vel alin og fallegur feldur engu líkara en að hér sé um dýr að ræða sem alið hefur verið af mönnum. Allavega voru þeir villiminkar sem að ég kynntist ekki fangaðir öðruvísi en með haglabyssu eða minkahundum.
mbl.is Minkur skoðar menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra seint en aldrei

Megi Olíufélögin hafa þakkir fyrir að færa álagninguna nær því sem eðlilegt getur talist í samkeppnis umhverfi og megum við bera gæfu til að halda vöku okkar hér eftir í þessum málum
mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnræði

Hvað með þá sem þegar eru fallnir og geta þeir sem að eru með lán hjjá bönkunum fært sig yfir til Íbúðalánasjóðs.
Verður þeim sem að bankarnir hafa þegar gert gjaldþrota  vegna svona aðstæðna bættur skaðin.

Ef ekki þá erum við að mismuna fólki og brjóta á því rétt svona eins og að bjarga bara sumum í slysi en láta aðra eiga sig.

 


mbl.is Hægt að fresta afborgunum af íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála

Sammála allar línur í jörð enda mikið betra að segulsviðið sé nær ástarpungunum heldur en heilasúpunni. Og auðvitað borgar stóriðjan sínar línur en það fer afspyrnu mikið í taugarnar á mér er ég keyri að bæjum útí á landi bæði kauptúnum og sveitabæjum að sjá gömlu loftlínurnar ég vil þær í jörð líka og að dreifbýlingar og bændur borgi það enda eigum við borgarbúar ekki að borga fyrir ýmyndar vakningu þeirra.


mbl.is Hafna úreltum hugmyndum um orkuflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er borgarfulltrúi halft starf.

Í fréttum í gær var haft eftir Gísla Martein þegar fjallað var um þá fyrirætlun hans að  stunda nám í útlöndum að starf borgarfulltrúa væri ekki meir en það að þetta gengi vel upp. Gott ef að fréttamaður sagði ekki hálft starf.
Ég leitaði á netinu eftir launum borgarfulltrúa en fann ekkert nema i Blaðinu frá 27 ágúst 2007 en þar er verið að fjalla um laun Björns Inga sem þá var borgarfulltrúi þar segir "Samkvæmt blaðinu er hann með nærri 1.350 þúsund kr. á mánuði miðað við að grunnlaun almenns borgarfulltrúa eru 425 þúsund kr."
Svo að fyrir ári síðan eru grunnlaun kjörinna fulltrúa okkar í störfum sem ekki flokkast sem fullt starf 425.000,- á mánuði. Mér og sennilega fleirum finnst vel í lagt þó að starfið teldist fullt starf.
Annað sem að pirrar mig er þegar sagt er að Gísli ætli að fara á milli á eigin kostnað það er ekki alskostar rétt meðan hann þiggur laun frá gjaldendum í Reykjavík meðan á námi stendur.

 


Er þetta nauðsynlegt.

Ég tel þetta ekki nauðsynlegt aftur á móti tel ég þetta vera enn einn anga þróunar sem að nú gengur yfir það er sívaxandi ásælni ríkisvaldsins í að safna upplýsingum um þegnana hvað verður svo gert við þessar upplýsingar veit í raun enginn. Það var mikið fjallað um Stasi og öfgafulla upplýsinga söfnun í Þýska alþýðulýðveldinu en erum við að verða nokkuð betri. Sé gagnagrunnur þessi til að koma í veg fyrir misnotkun á lyfjum er alveg nóg að hann nái ár aftur í tíman sé maður fíkill þarf ekki lengri tíma til að sjá ferlið. Engin ástæða er til að geyma þessar upplýsingar í 30 ár við skulum líka athuga að það er hægt að rekja saman sjúkdóma og fólk með þessum hætti tryggingarfélög myndu taka svona lista opnum örmum og á tímum auðhyggju og einkavæðingar er ekki hægt að treysta því að þessar upplýsingar lendi ekki í röngum höndum. Það væri síðan fróðlegt að vita hvort að það er orðið álíka mikið hlutfall fólks sem að vinnur við upplýsingasöfnun um náungan núna í þeim löndum sem að þykjast betri en önnur og unnu við sömu iðju í Austurþýskulandi.

Svo er talað um gullfiskaminni


mbl.is Lög um varðveislutíma lyfja ekki á réttum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur

Ég hef enga skoðun á rasskellingum sem slíkum enda ekki verið rasskeltur eða notað þá aðferð í uppeldi. En ég fullan skilning á að það getur verið þörf á að grípa til aga aðgerða í uppeldi. Er betra að rífa í öxlina á barni slá á höndina, öskra, blóta eð hræða hvað eru mörg börn myrkfælin fram eftir aldri vegna þess að þau hafa verið hrædd með einhverju. Hvað er verið að gera með uppeldi, verið að kenna nýjum einstaklingum hegðun og að fara sér ekki að voða. Hvort er betra að hirta barn  til að venja það af athöfn sem getur orðið því að fjörtjóni eða gera það ekki. 
Dæmi barn á að biða meðan foreldri yfirleitt einsamalt gerir það augnabliks verk sem er að taka upp innkaupapoka við hlið á bil við gangstéttarbrún það getur verið um líf eða dauða að tefla og það á aðeins sekúndu broti að barnið virði þessa skipun. Sumir segja bara halda á barninu en allir sem að hafa verið með börn þekja þessi augnablik og það stendur ekki á gagnrýninni ef að það verður slys. Ef að rassskellur getur forðað svona slysi þá er ég því meðmæltur.
Það gerist æ algengara að unglingar verði öðrum unglingum að bana eða valdi þeim miska með tilefnislausum árásum stundum vopnuðum ef líkamleg refsing í uppeldi getur komið í veg fyrir þetta er ég því fylgjandi. Ég held að það fari aðallega í taugarnar á fólki að börn séu rassskellt hvað ætli margir foreldrar slái á hönd eða fingur barna sinna til að venja þau á gera ekki bannaða hluti barnið nær þá samhenginu á milli þess að það á að hlýða skipuninni ekki má eða þetta má ekki. En hvað mikið viðkvæmari ætli hendi eða fingur lítils einstakling sé heldur en botninn, miklu viðkvæmari held ég svo að teknu tilliti til þess myndi ég greiða flengingu aftur atkvæði. Málið er að mínu mati að fólk setur flengingu í samband við kynferðislega misbeitingu eða ofbeldi sem er tvennt ólíkt og á ekki að blanda saman við umræðu um uppeldi.  
Skilgreinum við það refsivert að slá á afturendann á barni til að aga það þá verðum við líka að skilgreina það jafn refsivert að slá á höndina á því taka í öxlina á því hóta því og öskra á það þar með höfum við gert 100% foreldra að glæpamönnum á lífsleiðinni við aðgerð sem oftar en ekki er framkvæmd til að vernda barnið og kenna því mun á réttu og röngu er það það sem við viljum.
Hvers konar þjóðfélag yrði það. Ég er viss um að verslanir yrðu hrifnar engin myndi þora að segja eða gera neitt.
Já Nonni minn þú mátt fá alla nammi hilluna og viltu vasadiskóið líka já alveg sjálfsagt vinurinn AFIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ég vil rafmagnbílinn líka (stór skeifa og tvö krókódíla tár) já já NONNI minn auðvitað færðu hann.  Viljum við þetta? er þetta það sem börnin okkar þurfa.
Svo finnst mér athyglisvert að fólk sem hefur gagnrýnt agaleysi og lélegt uppeldi foreldra rjúki upp til handa og fóta i gagnrýni á þau og þau úrræði sem að þau hafa úrræðin eru nefnilega ekki mörg þau eru ekkert annað en ást og alúð reglur og takmarkanir og þegar reglum og takmörkunum er ekki hlýtt verður það að hafa afleiðingar alltaf annars eru þær gagnslausar á sama hátt og góð hegðun er verðlaunuð.
Ég er mjög sammála því sem Hildigunnur segir um að foreldrar verði að hafa svigrúm.
Það má ekki blanda saman kynferðislegri misnotkun og ofbeldi við uppeldi og umræður um það einfaldlega vegna þess að það er um tvo óskilda hluti að ræða annan kolólöglegan sem ætti ekki að eiga sér stað  og hinn þar sem einstaklingar eru að reyna að búa afkomendur sína undir að halda út í lífið sem góða og gilda þegna með þekkingu á réttu og röngu í  heimi þar sem að unglingar skjóta hvort annað í skólastofum og stinga hvort annað með hnífum á götum borga.
Svo að lokum það er orðið regla frekar en undantekning að bloggheimar hafi tekið að sér að vera dómsvald hér á landi ég hef trú á réttarkerfinu og því að það dæmi á sem réttlátasta máta eftir þeim upplýsingum og gögnum sem að það hefur hverju sinni. Gögnum sem að bloggheimar hafa ekki aðgang að. Við skulum hafa í huga að ef að ef hér ríkti bloggheima réttarkerfi hefði ungur maður verið tekin af lífi eða dæmdur í ævilangt fangelsi þegar smáhundur hljóp til fjalla fyrir ekki svo löngu síðan. Bloggheimar töldu sig jú vita alla málavexti og hafa öll gögn í því máli.

 

 

 

 


mbl.is Er í lagi að refsa börnum líkamlega?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka kjúklingar og svínakjöt

Nú ætti fóðurkostnaður að lækka í alifugla og svínakjötsframleiðslu svo að skammt ætti að vera í lækkun afurða frá þeim
mbl.is Korn lækkar um 37%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þægar konur í borgarstjórn

Éinn skemtilegasti bloggari vor Sóley T er komin úr frí jú hún er skemtileg þó ég sé sjaldnar en aldrei sammála henni en hnaut um þetta hjá henni núna áðan hún ritar

"Óskar Bergsson lék sama leik og Ólafur F. Magnússon. Strákarnir ræddu málin sem stelpunum kom ekki við enda gerðu þeir ráð fyrir að þægar og góðar konur fylgdu mönnunum sínum. Vissulega kynnu þær að hafa einhverjar skoðanir, en strákarnir ráða samt"

Er ekki Hanna Birna ??? ég bara spyr í fávisku minni. Ekki þekki ég hana en mér sýndist í Kastljósi að hún hefði skoðanir og þær bara all stenfufastar. Ekki viss um að hluti fráfarandi meirihluti áliti hana þæga.


Listaháskólan út á land

Aðgerð umhverfisráðherra hefur valdið áhyggjum á norðurlandi að seinkun verði á framkvæmdum við álver á Bakka en er nú ekki stórtækifæri fyrir stjórnmálamenn og elítuna að leysa fjölmörg vandamál í einum pakka. Listaháskólin er flott bygging finnst mér en algjör skelfing þar sem að hann á að vera. Af hverju ekki að vera samkvæmur sjálfum sér og reisa hann á Norðurlandi þar með myndi menningin færast til fólksins úti á landi sem að sumum virðist finnast ekki vera vanþörf á og það myndi kannski hætta að hugsa eingöngu um álver. Listamenn kæmust í náið samband við náttúruna og fjöldi starfa myndi skapast svo kæmu ferðamenn í hópum til að skoða listina.
Það er alltaf verið að tala um að flytja störf út á landsbyggðina kæru stjórnmálamenn og vitringar látið nú verkin tala lyftið grettistaki fyrir Norðlendinga og reisið Listaháskóla í umhverfi þar sem að hann á heima í óspilltri Íslenskri náttúru óg skapið störf á landsbyggðinni í leiðinni. Og síðan en ekki síst standið við stóru orðin um uppbyggingu á landsbyggðinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband