Blessað bensínverðið

Er ekki komin tími til að samkeppnisstofnun fari ofan í saumana á þessum aðilum eða að fjölmiðlar einbeiti sér að því að sína þjóðinni að þeir eru allir í fötum sömu gerðar og keisarinn klæddist

24-6 birtist þessi frétt "Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, segir að helsta skýringin á hækkun nú sé lækkun á gengi krónunnar en innkaup á eldsneyti eru í Bandaríkjadölum. Eins hefur hækkun á heimsmarkaðsverði á hráolíu einnig áhrif. Að sögn Magnúsar skiptir hver dagur máli fyrir olíufélögin, það er gengi krónunnar og heimsmarkaðsverð á olíu hvort heldur sem það er til hækkunar eða lækkunar.

14-7-08 Frétt i mbl "Samúel Guðmundsson framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís segir að hækkunina megi rekja til hækkana á heimsmarkaðsverði"

24-7 Úr frétt á Mbl. is "þegar Olís hækkaði verð um 6 krónur í liðinni viku sagði Samúel í samtali við mbl.is: „Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við breytingar á heimsmarkaði"

Það er greinileg speglun í aðra áttina og hver dagur til hækkunar og lækkunar skiptir okkur neytendur einnig miklu máli

 

 


mbl.is Hráolíuverð á hraðri niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er tvennt sem hefur áhrif á bensínverðið: Dollarinn og verð á Oliutunnu.

11 júli:     77kr/1U$, Olíu tunnan 147 U$, 95 OKT 171 ISK/ltr

15 ágúst: 82kr/U$,  Olíu tunnan 110 U$, 95 OKT 165 ISK/ltr

Krónan er búinn að veikjast 6.5%, verðlækkun af Olíu tunnu -25% net lækkun = 18.5%

Verðlækkun af 95 OKT 6 ISK Raunlækkun(miðað við 18.5% af 171 ISK/ltr)= 26 ISK

Verð ætti  þá að vera 139 ISK????Maður Spyr sig bara.

Jose (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 18:25

2 identicon

ég er mest vonsvikinn með Atlantsolíu, þeir virðast hafa fundið leiðina upp í öskjuhlíð...

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 18:27

3 identicon

Það er tvennt sem hefur áhrif á bensínverðið: Dollarinn og verð á Oliutunnu.

11 júli:     77kr/1U$, Olíu tunnan 147 U$, 95 OKT 171 ISK/ltr

15 ágúst: 82kr/U$,  Olíu tunnan 110 U$, 95 OKT 165 ISK/ltr

Krónan er búinn að veikjast 6.5%, verðlækkun af Olíu tunnu -25% net lækkun = 18.5%

Verðlækkun af 95 OKT 6 ISK Raunlækkun(miðað við 18.5% af 171 ISK/ltr)= 26 ISK

Verð ætti  þá að vera 139 ISK????Maður Spyr sig bara

Jose (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 18:35

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er deginum ljósara og samkeppni gæti maður haldið að væri eitthvað ofan á brauð hjá ÖLLUM olíufélögunum ekki bara hjá "stóru" olíufélögunum.  Fyrir nokkrum árum þegar nýr aðili kom á eldsneytismarkaðinn kviknaði örlítil "grútartýra", hjá fólki þess efnis að örlítil samkeppni væri í uppsiglingu á þessum markaði.  Svei mér þá þetta byrjaði ágætlega, þessi nýi aðili notaði flest TRIKKIN úr "markaðsfræðibókunum", byrjaði á að bjóða lægri verð, gerði mönnum auðveldara að versla við sig en samkeppnisaðilann, fékk mikla og jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og alltaf kom niður á því að bensínhallirnar (sem í daglegu tali eru nefndar bensínstöðvar) voru gagnrýndar, því í þeim væri falinn "STÓR" hluti bensínverðsins þær væru óþarflega flottar svo væri fólk að borga allt of mikið fyrir að bensíni væri dælt á bílana þeirra.  Há þessu nýja fyrirtæki yrði þetta sko allt annað, þar borgaði fólk ekki fyrir einhvern ÓÞARFA heldur eingöngu fyrir það sem það FENGI.  Reistar voru sjálfsafgreiðslustöðvar víðsvegar og til að byrja með var eldsneytisverðið þar MUN lægra en hjá stóru olíufélögunum.  En hvað hefur svo gerst?  Jú það er einfalt, verðið á eldsneyti hjá þessum "nýja" aðila er orðið SVO TIL ÞAÐ SAMA og hjá stóru olíufélögunum þrátt fyrir að þessi nýi aðili sé ekki með neinar bensínhallir og ekki NEINA ÓÞARFA yfirbyggingu.  Hvað varð um samkeppnina?

Jóhann Elíasson, 16.8.2008 kl. 09:05

5 Smámynd: Reynir W Lord

Segðu bara eins og er hver þessu nýi aðili er, hann er engu betri en hinir, komin á spennan og líður vel sér ekki fram á það að vera alltaf fyrstur til að lækka og bíður eins og hinir eru að gera, segi það enn og aftur þessir aðilar eigi ekki að njóta þess að við verslum við þá , það kemur að skuldadögum það er alveg á hreinu þá vona ég að þeir fái að grenj og væla, það væri gaman að sjá meiri virkni fjölmiðlana í þessu meir ákveðni í viðtölum við þessa menn. En það er eins og olíukóngarnir séu með fjölmiðlafólið í vasanum líka svei mér þá

Reynir W Lord, 16.8.2008 kl. 09:13

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekkert leyndarmál ,Reynir ég hélt bara að það vissu það allir svo ég var ekki að taka það fram, þessi nýi aðili er Atlandsolía.  Ég biðst bara afsökunar á þessari ónákvæmni minni.

Jóhann Elíasson, 16.8.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband