Fordómar

Búin að renna yfir athugasemdirnar við fréttina og finnst þær magnaðar. Hér kemur hver mannvinurinn á fætur öðrum og hendir steinum úr sínum glerhúsum á okkur fitubollurnar það er greinilegt að það má frekar grýta Íslenskar fitubollur en Litálenska mafíósa.
Fitubollur eru ógeðslegar éta of mikið hreyfa sig of lítið taka of mikið súrefni osvfr listinn er langur. En hvað um andfúla ljóta leiðinlega montna hrokafulla flogaveika hausverkjarsjúklinga og aðra sem að eitra líf mans daglega. 
Ég er fitubolla af guðs náð en tel mig engan sjúkling allav duga mér enn þá fingurnir til að telja læknaheimsóknir á 50 ára ævi.
En fordómarnir eru spaugilegir fyrir nokkrum árum varð ég fyrir því að rispa mig á fæti sem tók að bólgn, ég ákvað að láta líta á þetta og lenti hjá íðilfögrum kvenkyns unglækni. Hún leit á hrúgaldið í stólnum stingandi augum þeirra fordóma sem að margir sýna og tjáði mér að það væri vont þegar fólk væri svona feitt þá næði það ekki að þurrka sér milli tánna þar myndaðist raki sem að illi fótsvepp sem að ég væri greinilega illa haldin af að þeim töluðu orðum páraði hún resept fyrir meðali sem átti að nota. Ræðan var all nokkru lengri um aumingjadóm okkar feitu. 
Dagar liðu og þrátt fyrir mikla þurrkun milli tánna og óhemju notkun meðals hélt löppin áfram að roðna uns fyrir áeggjan móður og systur sem hótuðu því að ég yrði gerður útlægur úr jólaboðum og þeim kræsingum sem þar eru ef ég gerði ekki eitthvað í málinu. Mótbárur og röksemdir um að leggjafagur rauðhærður kvennlæknir segði þetta fótsvepp dugðu ekki lengur, drattaðist ég á Borgarspítalann brynjaður gegn ræðum um offitu og hreyfingarleysi.  Birtist ekki gamli læknirinn úr sveitinni heima hann minntist ekki á holdafarið heldur leit á löppina og sagði umsvifalaust þetta er kallað heimakoma og olli því áður fyrrað lappirnar voru sagaðar af fólki. Sem sagt ekki fótsveppur heldur blóðeitrun óháð holdafari sveppaáburði var hent og á þriðju viku fékk eintakið meðul í æð þrisvar á dag sem hefur kostað heilbrigðiskerfið eitthvað.
Mér er spurn ef fyrri læknir hefði ekki haft fordóma í garð feits fólks og greint þetta rétt strax hvað miklu minni meðferð hefði þurft.
Mér er líka spurn hefði ég drepist hvort dánarorsökin hefði verið offita ? 
Fordómarnir eru víða og miklir og í dag er ég löngu hættur að kvarta yfir bakverk í þau fáu skipti sem að ég fer til læknis því að greininningin er fyrirséð offita engu skiptir þó að frá upphafi ég hafi bent á að í aftaka veðri á loðnuveiðum 1987 kom brot á skip sem ég var á þannig að ég féll niður í vélarúm og lenti á bakinu á neðstu tröppu stigans og verið með dofa í fæti síðan. Jú það er mjög algeng hjá feitu fólki er greiningin.
Ætti kannski að spyrja hvort að það sé algengt að feitt fólk falli niður í vélarúm eða er það dofinn í fótum sem er algengur hmmmm.
Auðvitað þarf fólk að taka ábyrgð á sjálfu sér en erum við ekki með samhjálparkerfi hvar á að draga mörkin og hvað er sjúkdómur og hvað ekki. Kynsjúkdómar eru sjúkdómar en þeir smitast í flestum tilfellum við kynmök og eru óvarin kynmök ekki hegðunarvandamál eigum við að hætta að lækna þá. Fólk í fjallgöngum týnist eigum við að hætta að leita fjallgöngur eru lífstílsmál. Nei ekki að mínu mati ég borga skattana mína glaður til þess að þeim sé hjálpað og einnig skatta sem fara í aðgerðir til að laga magaop en mér finnst ekkert verra heldur en að tala við fólk með andremmu ég hef þó ekki hingað til heilsað því svona. 
Var minn bara að borða eitthvað hollt ekkert svo andfúll í dag vinur eða upsi viltu mentos var verið að borða eitthvað úldið í morgunn nei ég leifi fólki að hafa sitt í friði.
En þangað til að meðborgarar vorir læra eitthvað um náunga kærleik ættum við fitubollurnar að fá okkur passa frá útlöndum Það eru nefnilega fordómar að tala niður til fólks með erlent ríkisfang en sniðugt og vitrænt tala niður til samlanda sinna.
 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Metaðsókn í offitumeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef sagt þetta oft, engin trúir því, maður labbar inn í kaffi hús og fólk starir á mann, sumir láta sem maður sé ekki til, sem er kannski skárra, málið er, offitusjúkdómar er það síðasta sem má sina fordóma gegn án þess að nokkur segir neitt um það..... það má gera grín af feitum en ekki aröbum, það má tala um feita eins og þeir hafi ekki tilfinningar, það má hlægja af feitum en ekki fötluðum.  Ég fer út að labba 3x á dag stundum oftar ætli það þyki líka fyndið, átröskun er ekkert grín, hvort um sé að ræða, offitu, bulímíum eða anorexíu, það er ekki fyndið við neitt af þessum andlegu og líkamlegu sjúkdómum.  Skömmin er þeirra sem tala um það sem þeir ekki skilja með hroka og mannvonsku.  Ég vil ekki þekkja þannig fólk

Linda E (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 01:47

2 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér, skelfilegir fordómar gegn pólítískt réttum andstæðingum eru andstyggilegir, samanber að í kína þarf ekki lengur að nota stórar njósnasveitir til að finna þær fjölskyldur sem eignast fleiri en 1 barn, náunginn sér um að klaga meðbróðirinn, þar eru 2ja barna fjölskyldur jafn pólítískt rangar og feitt fólk hér á landi.

Á sama tíma horfa þessar ungu læknadömur og aðrir sjálfskipaðir dómarar samfélagsins framhjá því, af hverju verður fólk svo auðveldlega feitt nú á tímum?  Svar þeirra er bara aumingjaskapur þessa fólks, en allir vita samt að sumir geta borðað endalaust og aldrei bætt við sig grammi... þeir eru hetjur, en við hin sem fitnum auðveldlega erum aumir keppir með enga sjálfstjórn... (hint hint - lesa um msg, aspartame )

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Marilyn

Þetta er ein af ástæðum þess að offita er lífshættuleg - feitt fólk fær ekki jafn góða læknisaðstoð vegna þess að eingöngu er horft á holdafarið og allir krankleikar undir eins raktir til þess að fólk er yfir kjörþyngd sem er auðvitað frekar sorglegt en saga þín er ágæt sönnun þess og ég held að það séu til margar fleiri í svipuðum dúr. Rangar sjúkdómsgreiningar og mikið af "það er ekkert að þér - þú þarft bara að létta þig".

Bottom line er samt: það er óhollt að vera of feitur - ekki bara vegna þess að það eykur álag á líkamann og hættuna á ýmsum kvillum heldur líka vegna þessara fordóma í heilbrigðiskerfinu. 

Marilyn, 13.8.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála Lindu labb er gott og folk ætti að hópa sig saman i labb maður er jú mans gaman.

Gó'ður punktur hja þér Gullvagn.

Marlin sammála mörgu af þvío sem að þú segir en er ekki réttara að áíta að það sé eitthvað að heilbrigiskerfinu ef það hefur fordóma heldur en að að segja að það sé hættulegt að vera feitur það var að birtast rannsók sem að segir að helmingur feitra þjáist ekki af þeim kvillum sem að rannsóknir segja. Það er formið sem að skiptir meira máli að minu mati.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.8.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband