Er borgarfulltrúi halft starf.

Í fréttum í gær var haft eftir Gísla Martein þegar fjallað var um þá fyrirætlun hans að  stunda nám í útlöndum að starf borgarfulltrúa væri ekki meir en það að þetta gengi vel upp. Gott ef að fréttamaður sagði ekki hálft starf.
Ég leitaði á netinu eftir launum borgarfulltrúa en fann ekkert nema i Blaðinu frá 27 ágúst 2007 en þar er verið að fjalla um laun Björns Inga sem þá var borgarfulltrúi þar segir "Samkvæmt blaðinu er hann með nærri 1.350 þúsund kr. á mánuði miðað við að grunnlaun almenns borgarfulltrúa eru 425 þúsund kr."
Svo að fyrir ári síðan eru grunnlaun kjörinna fulltrúa okkar í störfum sem ekki flokkast sem fullt starf 425.000,- á mánuði. Mér og sennilega fleirum finnst vel í lagt þó að starfið teldist fullt starf.
Annað sem að pirrar mig er þegar sagt er að Gísli ætli að fara á milli á eigin kostnað það er ekki alskostar rétt meðan hann þiggur laun frá gjaldendum í Reykjavík meðan á námi stendur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: DanTh

Þetta er hrein spilling og misferli með almannafé.  Það á ekki að líða að kjörnir fulltrúar geti ákveðið að fara í prívat nám og haldið óskertum launum.  Það er stöðugt saumað að námsfólki hvað varað námslán og hvet ég námsmenn til að taka þetta upp og mótmæla því að kjörnir fulltrúar geti leift sér svona flottræfilshátt á kostnað almennings.  Hér er klárlega um misferli að ræða sem líklegast hefur liðist lengi meðal pólitíkusa.  Þetta er dæmigert fyrir innrætið í því fólki sem almenningur fær yfir sig í pólitíkinni.

DanTh, 20.8.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband