Er þetta nauðsynlegt.

Ég tel þetta ekki nauðsynlegt aftur á móti tel ég þetta vera enn einn anga þróunar sem að nú gengur yfir það er sívaxandi ásælni ríkisvaldsins í að safna upplýsingum um þegnana hvað verður svo gert við þessar upplýsingar veit í raun enginn. Það var mikið fjallað um Stasi og öfgafulla upplýsinga söfnun í Þýska alþýðulýðveldinu en erum við að verða nokkuð betri. Sé gagnagrunnur þessi til að koma í veg fyrir misnotkun á lyfjum er alveg nóg að hann nái ár aftur í tíman sé maður fíkill þarf ekki lengri tíma til að sjá ferlið. Engin ástæða er til að geyma þessar upplýsingar í 30 ár við skulum líka athuga að það er hægt að rekja saman sjúkdóma og fólk með þessum hætti tryggingarfélög myndu taka svona lista opnum örmum og á tímum auðhyggju og einkavæðingar er ekki hægt að treysta því að þessar upplýsingar lendi ekki í röngum höndum. Það væri síðan fróðlegt að vita hvort að það er orðið álíka mikið hlutfall fólks sem að vinnur við upplýsingasöfnun um náungan núna í þeim löndum sem að þykjast betri en önnur og unnu við sömu iðju í Austurþýskulandi.

Svo er talað um gullfiskaminni


mbl.is Lög um varðveislutíma lyfja ekki á réttum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband