Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 20:56
Hvar er Hrói Höttur
Eftir að horfa á Silfur Egils í gær fannst mér eins og ég væri komin í ódýra útgáfu af Hróa Hetti að flestu leiti nema einu það var engin Hrói eða Ríkharður Ljónshjarta til að bjarga endinum bara tómir Jón Prinsar og fógetar af Notingham alla vega var málflutningur hinna ráðandi afla þannig. Held að Valgerður geti ekki tekið að sér hlutverk lafði Marion hinnar kærleiksríku og Atli Gísla kemst ekki með tærnar þar sem Hrói hafði hælana kannski svona ¼ Toki munkur. Það lítur ekki vel út fyrir okkur íbúa Skírisskógs
30.3.2008 | 12:03
Fara þeir bara ekki í Bjarnarbankan í USA
Bretar taka út af reikningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2008 | 17:39
Sennilega ná þeir sínu fram
Alþjóða lögreglan náði Akkilesi Hælsyni a flugvellinum í Anmagsalik í morgun en hann hefur verið eftirlystur um allan heim fyrir að hallmæla trúarbrögðum almennt enda trúlaus. Ekki var hægt að fullnægja dómnum yfir honum á staðnum vegna grjótleysis af völdum snjóa enda hefur hin hnattræna hlýnun látið á sér standa. Hann var því fluttur með fangaflugvél CIA sem var á leiðinni til Íslands og verður grýttur á landsleik Íslands og Kenya í keppninni um verðbólgubikarinn núna á sólstöðum ef þær koma vegna minnkandi virkni sólar. Boðið verður upp á steinvölur af ýmsum stærðum á staðnum pulsur ís og kók í hléi.
Hvað eigum við að bakka langt til 18 aldar 17 eða 16. Sá hluti heimsins sem að ekki býr við svokallað skoðanafrelsi verður að gera sér grein fyrir því að það ríkir í hinum hlutanum og við þurfum að fara að ákveða hvort við viljum missa það eða verja það.
Arabaleiðtogar mótmæla Fitna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2008 | 15:10
Riðlast á þeim sem verða undir í lífsbaráttunni ?
Ég heyrði af dæmi sem vakti áhuga minn. Einstaklingur sem keypti hús lendir í greiðsluerfiðleikum húsið endar á uppboði fer á 21.000.000 til þess sem á veðin. Þá eru eftirstöðvar skuldarinnar 6 000 000 viðkomandi fær frest til að bjarga sínum málum og í frestinum kemur tilboð upp á 27 000 000 i eignina. Einhvern vegin hefur bankinn rétt (?) til að koma í veg fyrir söluna á eigninni á þeirri forsendu að hún sé meira virði og krefst þess að eignin sé seld á minnst 30.000.000 Ef af sölunni hefði orðið þá hefir viðkomandi getað byrjað á 0 í staðin fyrir að hafa 6 000 000 a bakinu. Mér finnst áhugavert að sami aðili og leysir til sín eign á 21.000.000 verðleggur hana síðan á 30.000.00 þegar skukldunautur getur selt hana Í mínum augum lýtur þetta þannig út að bankinn ætlar sér að taka húsið á 21 selja það á 30 og síðan halda áfram að ganga að viðkomandi með 6 miljónirnar á Íslenskum vöxtum og með því skapa gróða upp á 15 000 000 + Með því að koma í veg fyrir það að einstaklingur geti bjargað sér úr klípunni sér skuldareigandi um að skuldari verður ekki nýtur þjóðfélagsþegn næstu 10 til 15 árin og verður að miklu leyti á framfæri félagslega kerfisins meðan að verið er að brjótast úr viðjum gjaldþrotsins. Það sem að mér finnst þó athyglisverðast er að það er komið tilboð í eignina upp á það verð sem að samkvæmt frjálsum markaði kaupendur eru tilbúnir til að borga en þá á óeðlilegan máta getur bankinn neitað sölunni með því kemur hann í veg fyrir kaupin og heldur eigninni á einhverju ýminduðu verði sem enga stoð á sér í raunveruleikanum og enginn vill borga þannig heldur hann upp fölsku íbúðaverði sem að heldur síðan uppi falskri verðbólgu og falskri eignamyndun hjá stofnunum sem að eiga mikið af eignum sem að hafa verið innkallaðar. Er það ekki brot á samkeppnislögum að koma í veg fyrir frjálsa verðmyndun. Nú væri fróðlegt að fá að vita hvort að einhver getur frætt mig á hvort þetta er löglegt og ef ekki hvert á að leita til að kæra það. Ég fer ekkert í grafgötur með það að mér finnst þetta siðlaust eins og svo margt nú til dags á okkar landi. Tek það fram að þetta snýst á engan hátt um það að fólk eigi ekki að borga það sem það fær lánað en fólk sem að lendir í erfiðleikum hlýtur að eiga einhver mannréttindi.
29.3.2008 | 14:39
Búið að finna þá sem að felldu gengið
Heimamenn þekkja líklega gjaldmiðilinn betur en hinir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2008 | 21:55
Nú er komin tími á að mótmæla af afli.
24.3.2008 | 01:34
Og enn hlýnar eða hvað
Sirkustjald féll undan snjóþunga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2008 | 15:44
Willie Green
Það er oft fjallað um réttarkerfið hér á blogginu og fólki finnst að réttarkerfið hafi brugðist og dæmi ekki nógu hart. Í mörgum af þessum málum höfum við almenningur ekki allar þær upplýsingar sem þarf til að mynda okkur fullnægjandi skoðun á viðkomandi máli. Það sem fékk mig til að velta þessu fyrir mér var fullvissa nokkra bloggara hér á bloggheimum að það væri örugglega ekki mikið um að fólk bæri fram falskar ákærur og ef svo væri þá kæmi sannleikurinn yfirleitt alltaf í ljós. En eru falskar ákærur eins sjaldgæfar og haldið er. Eitt ríki USA hætti að taka fanga af lífi vegna þess að í ljós kom að sennilega væri skelfilega hátt hlutfall þeirra saklausir og nauðsyn væri að rannsaka málin betur. Flest þekkjum við dæmin um Írana sem sátu saklausir í Breskum fangelsum. Það eru líka uppi álita mál hér á landi um sekt eða sakleysi brotamanna. Það getur ekki verið gott að ákveða hvað er rétt og rangt þegar að aðeins tveir aðilar eru til frásagnar og þeim ber mikið á milli þannig að þeir sem vinna í Dómskerfinu eru ekki öfundsverðir af starfi sínu og sekt bera að sanna svo hafið sé yfir allan vafa og stundum er sagt hvort sem okkur líkar það betur eða verr að betra sé að einn sekur sleppi heldur en að einn saklaus maður sé beittur órétti. En afhverju er ég að pæla þetta jú það er Willie Green og hver er hann. Fyrir 25 árum síðan lokuðust fangelsisdyr á eftir Willa og það var ekki fyrr en núna sem að í ljós kom að hann hafði verið borinn röngum sökum og var látinn laus. Þetta er aðeins eitt dæmi um að fólk ber annað fólk röngum sökum og að sannleikurinn kemur stundum fram ansi seint. Það er ekki margt sem getur bætt Willa hálfa ævina innan múra fangelsis. Þess vegna öfunda ég ekki dómára af störfum sínum við að leysa úr deilumálum fólks vitandi að mannlegt eðli er breyskt og það hlýtur að vera þung byrði að uppgötva að maður hafi dæmt mann fyrir rangar sakir gæti þar ekki legið skýringin í dómum sem að okkur finnst fáránlega léttir að hlutirnir séu ekki eins svarthvítir og okkur sýnist heldur séu þeir í heildina frekar gráir
20.3.2008 | 15:18
Þarna virkar eftirlitið
Íslenka krónan fellur lóðbeint og allir ypta öxlum og þykjast ekkert vita alveg ótrúlegt
Bankastjórar funda með Englandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2008 | 12:57
Endilega að gera kerfið dýrara og flóknara
En er verið að þenja út báknið af algjörum óþarfa það er einfaldlega nóg að hækka sektirnar í þessar 30 000 kr sem að ríkinu virðist nú vanta því ekki ætla þeir að skoða þann hagnað sem að gengishristararnir hafa skapað sér virðingin fyrir auðnum er mikil en þó löngunin í aura almúgans meiri. Sektirnar er nóg að hækka síðan höfum við lögreglu sem að á að sjá um að bílar séu færðir til skoðunar á réttum tíma og sé það ekki gert sektar hún skussana einfalt kerfi sem virkar.
Betra heldur en apparat sem sendir út hundruð miða til eigenda bifreiða sem kannski eru ekki í notkun. Til dæmis mótorhjól með endanúmer sem segir skoðun í janúar stendur inn í skúr með númerin lögð inn vegna veðurs á veturna. Vegna lítillar skilvirkni ríkisstofnanna er ég viss um að sektarbatteríið veit ekki af því og sendir út sektarmiða eigandinn þarf að eiða tveimur dögum í að ná í vottorð til að sanna að hjólið sé ekki í notkun með tilheyrandi vinnutapi. Svona bull er ein af ástæðum lélegrar þjóðarframleiðslu og engin borgar eigandanum vinnutapið.
Hvernig væri svo að samkeppniseftirlitið liti á skoðunargjöldin jafnvel verðlagseftirliti og neytendasamtökin lika eða snýst þetta bara um meiri pening í hítina.
Og hvað voru margir af þessum óskoðuðu bílum atvinnubílar það væri athyglisvert að skoða það hvort að aukin undirboð á markaði hafa leitt til þess að rekstraaðilar láti hjá líða að skoða bíla sína vegna þess að aur er ekki til.
Eigendur óskoðaðra bíla þurfi að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |