Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
19.3.2008 | 13:17
Glæpur gegn þjóðinni?
I fréttablaðinu í dag segir Davíð Oddsson um uppruna gengislækkunarinnar " Við sjáum ekki að þetta hafi verið fyrir tilverknað erlendra aðila heldur innlendra" INNLENDRA segir hann
Ég lít á það sem glæp gegn mér og mínum ef að aðilar hér á landi eru að hrista til gengi krónunnar í eiginhagsmunaskyni og ég skora þa fréttamiðla landsins að birta nöfn þessara aðila því að ég vil hafa val um hverja ég á viðskipti við einnig skora ég á eftirlitsaðila að skoða málinn.
Þar sem um innlenda aðila er að ræða ætti að vera hæg heimatökin að skoða málin og athuga hvort að brotið hafi verið gegn lögum einhverstaðar það hljóta að vera viðurlög fyrir því að rústa lífsafkomu fjölda fólks og ef svo er ekki þá er aðgerða til að laga það þörf.
Ég á ekki sök á þennslunni og hef ekki tekið þátt í henni. Þannig að mér finnst ekki réttlátt að ég borgi fyrir hana.
Ég skora á bloggara að sameinast um það að birtur verði opinberlega listi yfir þá sem hafa hækkað skuldir hins almenna Íslendings um þúsundir króna og útskýrt í hvaða tilgangi þeir gerðu það og hvað þeir högnuðust mikið og í frammhaldi af því geta bloggarar sameinast um aðgerðir gegn þeim aðilum sam að leika sér að lifseplum okkar.
Krónan heldur áfram að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2008 | 23:44
Skildi Al hafa lesið þetta
Datt um ansi athyglisverða grein sem að fróðlegt er að lesa varðandi hlýnun jarðar fyrir áhugasama. Greinin heitir GLOBAL WARMING - THE SCARE IS OVER - 8 HOURS AGO
Þar segir meðal annars
"the drop between the monthly mean for January 2007 and January 2008 was the greatest since records began in the 1880s" Er það kannski þessvegna sem að alltaf er verið að tala um 2006 þegar fréttir um bráðnun og þessháttar birtast en aldrei minnst á 2007.
Best er að lesa þetta bara sjalfur Linkurinn á greinina er http://www.mitosyfraudes.org/Calen8/MoncktonEng2.html
Ég er farin að leita að lopapeysunni
17.3.2008 | 22:01
Alvöru karlmenn
Britney borgar brúsann fyrir Kevin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2008 | 00:09
Að fara yfir eyðsluna
Það má segja að nú sé verið að skoða heimilisbókhaldið en það er fólgið í því að lesa fjárlög Íslenska ríkisins mér finnst jú gott að vita í hvað peningarnir mínir fara. Ég til dæmis eyddi þó nokkrum tíma síðustu ár í að leita uppi vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildi sem að ég styrkti árlega af rausnarskap og veit núna að ég eyddi peningunum í dans um borð í varðskipi og framleiðslu prjónabrjósta ekki alslæmt það núna sé ég í fyrsta yfirlestri að ég ætla að styrkja Félag umhverfisfræðinga um eina millu sem er ekki mikið, enda tími ég ekki að láta nema 500.000 spírur af hendi rakna til félags einstaklinga með svefnháðar öndunartruflanir enda þeir hálfsofandi alltaf hvort eð er er það ekki ?
En samt hvað er það sem gerir félag Umhverfisfræðinga svona sérstakt gaman væri ef einhver gæti frædd mig á því.
14.3.2008 | 17:37
Taka börnin úr skólunum
Ef að ég væri með börn í skóla í dag myndi ég taka þau úr skólanum og ekki senda þau þangað aftur þangað til tryggt væri hvaða ábyrgð ég bæri og hver ábyrgð skólans er. Hversvegna flúði barnið inn í skáp henni sinnaðist við aðra nemendur var enginn að fylgjast með börnunum. ?
Einelti hefur lengi viðgengist í skólum hver er ábyrgð skóla gagnvart þeim einstaklingum sem að verða fyrir því er hún engin ??. Það stendur ekki á því að láta okkur vita um ábyrgð þegar kemur að launabaráttu en er ábyrgðin okkar þegar á reynir ?. Bæturnar eru líka fáránlegar ég og örugglega fleiri þekkjum manneskjur sem lent hafa í slysum og fengið kannski 2 til 3 milljónir fyrir varanlega örorku. Það væri líka gaman að bera þetta saman við greiddar dánarbætur í slysum. En eins og ég sagði hér fyrr þá skora ég á foreldra að taka börn sín úr skólunum og senda þau ekki aftur í þá fyrr en ábyrgð og réttarstaða er á hreinu. Einnig skora ég á þá sem fengið hafa smánarbætur fyrir líkamsmeiðingar og ofbeldi til að athuga hvort ekki er hægt að taka málin upp aftur þessi dómur hlýtur að vera fordæmisgefandi. Eða eru bætur lægri þegar gerandi er ofbeldismaður útlendingur eða eiturlyfjaneytandi. Skiptir máli hvort greiðandi er tryggingarfélag ? það sem ég veit til slysabóta vegna bílslysa þá eru þær óravegu frá þessari upphæð. Það verður eiginlega að virða mér til vorkunnar að ég skil þetta ekki. Og að lokum konan er í vinnunni hún er tryggð í vinnunni eða ætti að vera það hún vinnur með börn hún slasast vegna viðbragða barns sem er það sem hún vinnur með hvers vegna bætir vinnuveitandi ekki skaðann eins og í öðrum starfsgreinum.
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2008 | 13:03
Vanda fréttafluttning
Hvað voru mörg af þessum málum vegna vændis hvað mörg vegna ofbeldis Heimilisofbeldi á ekkert skilt við vændi. Vinsamlega vanda svona fréttir aðeins betur vændi er ekki bara sala á líkömum það selur lika blöð og aðrar vörur að því að mér sýnist.
mér finnst ansi margir aðilar nota orðið til að koma sínum málstað á framfæri. Sé siðan spurt um staðreyndir eru svörin kannski, að því að talið er,okkur er sagt, við höfum frétt en lítið um einfaldar staðreyndir sem að eru þó það sem allt snýst um. Í þessa frétt vantar allar tölulegar staðreyndir um aukningu vændis svo er þetta athyglisvert en í fréttinni segir " Ofbeldismenn eru 50% fleiri en þau sem beitt voru ofbeldi og hafa ekki talist svo margir síðan árið 1994" Þyðir þetta að það er meira um að tveir menn berji eina konu eða hvað einfaldlega þyðir þessi málsgrein.
Í þessum viðkvæma málaflokki verður að iðka vandaða fréttamennsku
Aldrei fleiri vændismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2008 | 21:36
Hátt gengi hvað
Evran aldrei dýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2008 | 14:58
Hvaða skilningur
Hér hefur lengi verið ríkjandi góður skilningur milli bænda og okkar hinna. Sá skilningur er fólgin í því að við eyðum mest af öllum þjóðum í matainnkaup og borgum fáránlega hátt verð fyrir það munað að fá að éta. Þannig að næsta verkefni bænda er greinilega að fá Kínverja og Indverja til að skilja það líka svo að þeir þurfi ekki að treysta á okkur innfædda mikið lengur. Varðandi notkun matvæla til framleiðslu eldsneytis þá ætti það að vera bannað meðan að fólk sveltur til bana. Auk þess hafa komið fram dæmi um það að brennsla sumra tegunda lífræns eldsneytis valdi meiri mengun en brennsla olíu sem er jú líka lífrænt eldsneyti.
Ein spurning ef að bændur eru að fara í útrás til Kina er þá ekki komin tími á að við fáum að versla mat frá úlöndum ?
Bændur þinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2008 | 14:36
Lága menntastigið
Það er gott að það er að draga úr reikingum.
Ég byrjaði eins og margir aðrir að reykja undir hvalbak á netabát vegna þess að það bæði hitaði manni og veitti smá hlé frá aðgerð þetta var á þeim tíma sem netabátar voru ekki yfirbyggðir og oft fjandi kalt. Og hvað sem um tóbakið má segja þá áttum við saman margar stundir næstu 30 árin eða svo og þrátt fyrir að við séum skilin að skiptum nú þá verður að viðurkennast að oft var þetta það eina sem hélt manni vakandi á löngum vöktum og veitti smá yl í kolvitlausum veðrum.
Gætu meiri reykingar okkar með lægra menntastigið kannski verið frekar félagslegt og vinnutengt fyrirbrigði heldur en gáfnatengt.
Ég bið svo lýðheilsustöð um að athuga eitt fyri mig það er fylgir aukin notkun eyturlyfja aukningu á menntunarstigi þá á ég við kokain anfetamin osfrv. Og ef svo væri gæti það skyrt minnkandi reikingar hjá þeim hópum.
Reykingar eru orðnar fátíðari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |