Endilega að gera kerfið dýrara og flóknara

En er verið að þenja út báknið af algjörum óþarfa það er einfaldlega nóg að hækka sektirnar í þessar 30 000 kr sem að ríkinu virðist nú vanta því ekki ætla þeir að skoða þann hagnað sem að gengishristararnir hafa skapað sér virðingin fyrir auðnum er mikil en þó löngunin í aura almúgans meiri.  Sektirnar er nóg að hækka síðan höfum við lögreglu sem að á að sjá um að bílar séu færðir til skoðunar á réttum tíma og sé það ekki gert sektar hún skussana einfalt  kerfi sem virkar. 
Betra heldur en apparat sem  sendir út hundruð miða til eigenda bifreiða sem kannski eru ekki í notkun. Til dæmis mótorhjól með endanúmer sem segir skoðun í janúar stendur inn í skúr með númerin lögð inn vegna veðurs á veturna. Vegna lítillar skilvirkni ríkisstofnanna er ég viss um að sektarbatteríið veit ekki af því og sendir út sektarmiða eigandinn þarf að eiða tveimur dögum í að ná í vottorð til að sanna að hjólið sé ekki í notkun með tilheyrandi vinnutapi. Svona bull er ein af ástæðum lélegrar þjóðarframleiðslu og engin borgar eigandanum vinnutapið.
Hvernig væri svo að samkeppniseftirlitið liti á skoðunargjöldin jafnvel verðlagseftirliti og neytendasamtökin lika eða snýst þetta bara um meiri pening í hítina.

Og hvað voru margir af þessum óskoðuðu bílum atvinnubílar það væri athyglisvert að skoða það hvort að aukin undirboð á markaði hafa leitt til þess að rekstraaðilar láti hjá líða að skoða bíla sína vegna þess að aur er ekki til.


mbl.is Eigendur óskoðaðra bíla þurfi að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband