Willie Green

Það er oft fjallað um réttarkerfið hér á blogginu og fólki finnst að réttarkerfið hafi brugðist og dæmi ekki nógu hart. Í mörgum af þessum málum höfum við almenningur ekki allar þær upplýsingar sem þarf til að mynda okkur fullnægjandi skoðun á viðkomandi máli. Það sem fékk mig til að velta þessu fyrir mér var fullvissa nokkra bloggara hér á bloggheimum að það væri örugglega ekki mikið um að fólk bæri fram falskar ákærur og ef svo væri þá kæmi sannleikurinn yfirleitt alltaf í ljós. En eru falskar ákærur eins sjaldgæfar og haldið er. Eitt ríki USA hætti að taka fanga af lífi vegna þess að í ljós kom að sennilega væri skelfilega hátt hlutfall þeirra saklausir og nauðsyn væri að rannsaka málin betur. Flest þekkjum við dæmin um Írana sem sátu saklausir í Breskum fangelsum. Það eru líka uppi álita mál hér á landi um sekt eða sakleysi brotamanna. Það getur ekki verið gott að ákveða hvað er rétt og rangt þegar að aðeins tveir aðilar eru til frásagnar og þeim ber mikið á milli þannig að þeir sem vinna í Dómskerfinu eru ekki öfundsverðir af starfi sínu og sekt bera að sanna svo hafið sé yfir allan vafa og stundum er sagt hvort sem okkur líkar það betur eða verr að betra sé að einn sekur sleppi heldur en að einn saklaus maður sé beittur órétti.  En afhverju er ég að pæla þetta jú það er Willie Green og hver er hann. Fyrir 25 árum síðan lokuðust fangelsisdyr á eftir Willa og það var ekki fyrr en núna sem að í ljós kom að hann hafði verið borinn röngum sökum og var látinn laus. Þetta er aðeins eitt dæmi um að fólk ber annað fólk röngum sökum og að sannleikurinn kemur stundum fram ansi seint. Það er ekki margt sem getur bætt Willa hálfa ævina innan múra fangelsis. Þess vegna öfunda ég ekki dómára af störfum sínum við að leysa úr deilumálum fólks vitandi að mannlegt eðli er breyskt og það hlýtur að vera þung byrði að uppgötva að maður hafi dæmt mann fyrir rangar sakir gæti þar ekki legið skýringin í dómum sem að okkur finnst fáránlega léttir að hlutirnir séu ekki  eins svarthvítir og okkur sýnist heldur séu þeir í heildina frekar gráir

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband