Hlífið börnunum

Náði ekki að sjá það en heyrði viðtal við ungan einstakling um kreppuna í kvöld.
Verandi það gamall að ég er búin að lifa að minnsta kosti fjórar eða fimm niðursveiflur þar af þrjár eftir að ég fór á húsnæðismarkað leyfi ég mér að finna að því hvað reynt er að troða þessari kreppu upp á börn.

Sennilega er eitt af því sem að skilur þessa kreppu frá þeim fyrri hin gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem að hún fær og einnig hvað hún hefur lagst á þungt á þjóðina. Ég var að ala upp börn þegar að Ávöxtun fór á hliðina, Hafskip lagði upp laupana, OGR ógilti kjarasamninga,Hagvirki og SH verktakar fóru á hausin og þúsundir manna voru atvinnulausir.

Ég minnist þess þó ekki að börnin hafi verið sérstaklega uppfrædd um þessi mál. Og til að leggja þeirri skoðun minni vægi bendi ég á að fólk á þeim aldri að það var börn í síðustu kreppu virðist ekki hafa haft hugmynd um að það gæti kreppt að eða hvernig vísitala húsnæðislána virkaði í samdrætti. Ef þau hefðu vitað það þá væri skuldsetning þessa aldurshóps ekki eins og hún er í dag.

Það sem ég er þó að reyna að benda á er að fólk og fjölmiðlar á að reyna að  nálgast þessa hluti á hlutlausari hátt en ekki í þessum æsifrétta stíl sem að gildir í öllu í dag.  Það er það sem að smitar til barnanna og vekur þeim ótta og þegar farið er að taka viðtöl við þau um kreppuna finnst mér of langt gengið. Þau eiga að fá frið til að vera börn meðan þau hafa aldur til við fullorðnumst víst alveg nógu snemma. Og í raun er ein af hliðarverkunum kreppu að fólk fer oft að meta meira það sem mölur og ryð fær ekki grandað það er fjölskyldan og vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband