Feðraveldi brennt

Feðraveldið var brennt í kvöldfréttum sjónvarps frá Austurvelli samkvæmt því sem að hrópað var. Sé þó ekki betur en að á skilti á mynd með fréttinni stæði feðga veldi.
 
Það er gott að sjá hvaða hug mómælendur bera til feðra og bræðra. Því tel ég að það sé ófært fyrir karlmenn sérstaklega feður sem að þekkja lög og reglur um umgengnisrétt feðra og rétt þeirra til umgengis við börn sín á eigin skinni að mæta á Austurvöll. Með því að mæta þar styðja þeir það misrétti sem að forræðislausir feður eru beittir. Og styðja áróðursbrennur gegn sjálfum sér.

 

 


mbl.is Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skilur ekki þríræðina, eða hvað? Finnst þér það nógu gott að þurfa að vera í réttri fjölskyldu eða réttum flokki til að komast til áhrifa og ábyrgðar?

Ég hélt ekki.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta kemur forræðislausum feðrum nákvæmlega ekkert við.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.12.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kannski skil ég og kannski skil ég ekki allavega skil ég ekki hve algjörlega stikkfrí þeir eru sem að misnotuðu frelsið og löggjöfina til krosseigna tengsla og fjármagnstilbúninga. Mergsugu síðan banka til að fjármagna önnur eigin fyrirtæki. Ég sé ekki annað en að í mótmælunum séu sumar fjölskyldur réttari en aðrar Carlos.

Ég hef hingað til ekki heyrt útrásarmönnum mótmælt og á meðan það er ekki gert er mitt álit að mótmælin séu ekki af því kaliberi að ég taki þátt í þeim. Ég get alltaf refsað stjórnvöldum í kosningum þeir þurfa að endurnýja umboð sitt frá þjóðinni á fjögurra ára fresti en það er ekki sama sagt um fjárglæfra mennina.

Mér finnst það stöðugt merkilegra hvernig tekst að halda reiðinni frá þessum aðilum og spái því að það verði í framtíðinni tekið sem meistaralegt dæmi um skipulagðan heilaþvott þjóðar í gegnum eignarhald á fjölmiðlum. Síðan spyr ég sjálfan mig að því hvort að hagmunatengsl geti ráðið þessu það er ekki ólíklegt þegar að verslanakeðjur geta kúgað heildsala og samtök framleiðanda í skjóli stærðar að einstaklingar sem þurfa að koma vöru og framleiðslu sinni á framfæri séu ekki sérstaklega áfjáðir í að mótmæla eigendum viðkomandi kelja. 

Lára kemur þetta feðrum yfirleitt nokkuð við hvað þurfti að brenna í þeirra nafni í frétta tímanum feður hljóta að vera hið svokallaða feðraveldi ekki satt sé ekki tilganginn í því að blanda þeim í þetta.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.12.2008 kl. 01:20

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Svo má spyrja sig af hverju var talað við Sóleyju Tómasdóttur einn fremsta öfga femínista á Íslandi ef þetta kemur körlum almennt ekkert við? Ég sá þetta í fréttum í kvöld og mér var brugðið, hvað er í gangi með þessi mótmæli. Ég hef sjálf sagt það  og skrifað um það að við mótmælum ekki gegn þeim aðilum  sem gersamlega rústuðu efnahagskerfi  Íslands. Eins hef ég komist að sömu niðurstöðu og þú, þeir áttu fjölmiðlana, þeir heilaþvoðu fólk og við erum búin að vera að sjá árangurinn af því undanfarna mánuði.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband