Mótmæla hverju

Er ekki komin tími á stefnubreytingu og fara að mótmæla þeim málum sem að allavega mér finnst að eigi að mótmæla.
Hvers vegna að mótmæla þeim stjórnvöldum sem að við sjálf kusum til að stjórna hér þetta kjörtímabil ég sé ekki tilganginn í því.
Hvers vegna að eiða orku í að reyna að skipta um seðlabankastjóra helgi eftir helgi.
Núverandi mótmæli líta út eins og politískar ofsóknir og einelti í mínum augum.

Af hverju ekki að mótmæla eftirfarandi  og þá á viðeigandi stöðum

1 Setningu Breta á hryðjuverkalögum á Ísland aðgerð sem að hefur valdið gífurlegu tjóni Mótmælastaður Breska sendiráðið taka með mótmælaspjöld og fána
2. Evrópuríkjum sem að kúguðu okkur til að samþykkja afarkosti vegna Icesave Mótmælastaður eitthvert af sendiráðum þeirra gott að hafa með sér álitsgerð Frakka á ábyrgð vegna internet reikninga.
3. Krosseigna tengslum og pýramída tengslum fyrirtækja ýmissa auðmanna Mótmælastaðir gætu verið heimili þeirra eða viðkomandi fyrirtæki mætti til dæmis mótmæla með að loka aðgangi að einu fyrirtækinu í jólaösinni.
4. Hugmyndum LÍÚ að útgerðar menn hafi einhvern möguleika á að skuldum verði aflétt af þeim umfram aðra. Mótmælastaður höfuðsstöðvar LÍÚ
5. Endurkaupum fyrri eigenda á fyrirtækjum sínum eftir skuldaþvott.

Það er margt fleira en tek þetta bara sem dæmi 
Bið svo mótmælendur um að hætta að henda eggjum þau eru orðin munaðarvara mætti til dæmis skipta yfir í síld í staðin

 

 

 

 


mbl.is Öflugt andóf boðað eftir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Yfirvöld virðast vera að klúðra 1 fyrir okkur.  Því verður mótmælt seinna, ef einhver er þá ekki að því.

2 eru þau þegar búin að klúðra, svo og 3, sem er verið að mótmæla kröftuglega. 

5 hefur verið mótmælt allan tímann.  Reyndar hefur verið mótmælt því að þeir skuli ekki hafa verið teknir til gjaldþrotaskifta eðlilega.  Og því að þeir voru gerðir gjaldþrota til að byrja með.  Það var mikið klúður.

Góð hugmynd með síldina.  Hvar fæ ég eins og tonn af þeirr almygluðustu? 

Ásgrímur Hartmannsson, 12.12.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

ekki viss en þetta myndi auka aflaverðmætið selja hana á verði eggja

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.12.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband